Næturfærslur á Facebook heyra sögunni til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 07:00 Helgi Jean Claessen býr í kakókastalanum sínum og heldur úti hlaðvarpinu Hæ hæ. Vísir/Vilhelm Helgi Jean Claessen hlaðvarpsstjórnandi og rekstrarmaður segist hafa gjörbreytt lífi sínu á undanförnum árum eftir að hafa í áraraðir verið næturhrafn sem vaknaði upp úr hádegi. Helgi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist í áraraðir hafa keyrt sig áfram af dagdraumi um að verða rithöfundur, en í raun verið ófunkerandi sem manneskja. Þegar hann byrjaði að fara út fyrir þægindarammann gerðust hlutirnir hratt og í dag rekur hann tvö fyrirtæki og segist aldrei hafa gengið betur. „Ég lifði í áraraðir á dagdraumi um að einn daginn myndi ég meika það. Ég vildi alltaf skilgreina mig sem B-týpu og ef fólk myndi skoða Facebookið mitt langt aftur í tímann myndi það sjá reglulega statusa klukkan 3-4 á næturna. Ég var mikið að vorkenna A-týpunum sem þurftu að mæta í vinnuna á morgnana og gátu ekki verið að einbeita sér að einhverju mikilvægu á næturna. Ég var knúinn áfram af poppi, pepsi max og hrauni allar nætur og sat svo við skrif, enda draumurinn að verða rithöfundur. Svo fékk ég mér turkish-pepper þegar mig vantaði meiri orku, en skildi svo ekkert í því hvað ég var slappur þegar ég vaknaði daginn eftir,“ segir Helgi. „Ég var oftast eins og algjör grásleppa langt fram eftir degi, eftir að hafa vaknað um hádegi. Svo lagði ég mig seinni partinn, en reif mig svo í gang og fór í ræktina um kvöldmatarleytið og þá var dagurinn að byrja hjá mér. Ég byrjaði að skrifa með tvo lítra af pepsi max mjög peppaður þegar aðrir voru að fara að sofa. Svo seinkaði þessu prógrammi hjá mér, þannig að á endanum var ég farinn að sofa í kringum sjö til átta um morguninn,“ segir Helgi. Honum líði nánast eins og hann sé að tala um annað æviskeið. Í dag hafi hann snúið þessu við. „Í dag er morguninn hjá mér nánast heilagur og ég geri mjög margt til þess að vera sem allra ferskastur fyrri partinn. Eftir öll þessi ár af næturbrölti eru það nánast orðin eins og trúarbrögð hjá mér að nýta morguninn sem allra best. Ég fer í kalda pottinn alla morgna eftir að hafa farið út að hlaupa og geri í raun mjög margt til að vera sem einbeittastur þegar ég byrja vinnudaginn. Þegar ég horfi til baka sé ég að ég hef í raun alltaf verið mjög metnaðarfullur og viljað ná árangri, en ég sá ekki blindu hliðina og lét mér einhvern vegin detta það í hug að þetta næturprógram gæti virkað vel til þess að ná árangri. En það var ekki raunin. Það er mjög gaman fyrir mig að horfa til baka núna og sjá hvað ég hef breytt miklu í lífi mínu.“ Helgi hefur prófað flest þegar kemur að því að fara út fyrir boxið á andlegri vegferð. Hann segir að egóið skilji oft ekki ávinninginn af því að fara út fyrir þægindarammann, en með tímanum hafi hann lært að því meiri aulahroll sem hann fái, því líklegra sé að hann sé að gera eitthvað gott fyrir sjálfan sig. „Yfirborðshugurinn okkar er nánast gagnslaus í því að sjá okkur fyrir því besta og hann gerir allt til að fæla okkur frá því að fara út fyrir þægindarammann. Ég hef alltaf notað kaldhæðni sem ákveðna vörn og þegar maður fer í þá vegferð að berskjalda sig er maður að taka áhættuna á því að vera hafður að háði og spotti, sem er aldrei auðvelt. Ég þurfti að skoða það hvar ég var að nota húmor og kaldhæðni til þess að brynja mig. Ég hef mikla þörf fyrir grín og glens, en þurfti virkilega að skoða hvar ég var að nota þessa hluti til þess að fela sjálfan mig,“ segir Helgi. Hann er fastagestur í kakóseremóníum og vakti athygli sem lykilmaður í forsetaframboði Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur í nýliðnum kosningum. „Þegar ég fór fyrst í kakóseremóníur vildi ég ekki tengja mig einhverjum hippum í hörfötum með skrýtnar skoðanir. Ég fann ákveðið öryggi í því að geta verið með í hópnum, en samt haldið mig utan við það að vera skilgreindur á sama hátt. En hægt og rólega lærir maður að það er hugrakkt að þora að vera berskjaldaður og ef aðrir vilja gera grín að því er það bara í góðu lagi,“ segir Helgi og heldur áfram: „Ég hélt alltaf að aulahrollurinn væri óþægileg aukaverkun af því að feta aðra vegferð en flestir, en svo fór ég að skilja að aulahrollurinn er beinlínis aðgöngumiðinn að því að stækka sem manneskja. Að setja sig í aðstæður sem manni finnast asnalegar, aulalegar og berskjaldandi er lykillinn að því að verða auðmjúkari, opnari og betri. Á endanum viljum við öll tengjast öðru fólki og verða betri manneskjur, en með áralöngum skilyrðingum förum við að loka okkur þegar við fullorðnumst. Við ætlumst til þess að aðrar manneskjur opni sig, í stað þess að byrja á okkur sjálfum. Við erum svo skilyrt í að hugsa um álit annarra, en á endanum trúi ég því að við viljum öll hætta að pæla í því hvað aðrir eru að hugsa og bara gera það sem okkur langar. Þá er líklegra að maður verði góð manneskja og þá gerast góðir hlutir.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Helga og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Heimsókn í kakókastala Helga Jean Í síðasta þætti af Heimsókn leit Sindri Sindrason við hjá Helga Jean Claessen í Mosfellsbænum sem tók hús sitt í gegn og byrjuðu framkvæmdir árið 2019. 7. mars 2024 20:01 „Við skulum gleyma því að þetta hafi gerst“ Í nýjasta þætti Get ég eldað? tekur Helgi Jean á móti Hafdísi Huld söngkonu. Þau fóru saman í Nettó og versluðu í fyllta tómata með kúrbít. 9. ágúst 2022 10:10 Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Helgi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist í áraraðir hafa keyrt sig áfram af dagdraumi um að verða rithöfundur, en í raun verið ófunkerandi sem manneskja. Þegar hann byrjaði að fara út fyrir þægindarammann gerðust hlutirnir hratt og í dag rekur hann tvö fyrirtæki og segist aldrei hafa gengið betur. „Ég lifði í áraraðir á dagdraumi um að einn daginn myndi ég meika það. Ég vildi alltaf skilgreina mig sem B-týpu og ef fólk myndi skoða Facebookið mitt langt aftur í tímann myndi það sjá reglulega statusa klukkan 3-4 á næturna. Ég var mikið að vorkenna A-týpunum sem þurftu að mæta í vinnuna á morgnana og gátu ekki verið að einbeita sér að einhverju mikilvægu á næturna. Ég var knúinn áfram af poppi, pepsi max og hrauni allar nætur og sat svo við skrif, enda draumurinn að verða rithöfundur. Svo fékk ég mér turkish-pepper þegar mig vantaði meiri orku, en skildi svo ekkert í því hvað ég var slappur þegar ég vaknaði daginn eftir,“ segir Helgi. „Ég var oftast eins og algjör grásleppa langt fram eftir degi, eftir að hafa vaknað um hádegi. Svo lagði ég mig seinni partinn, en reif mig svo í gang og fór í ræktina um kvöldmatarleytið og þá var dagurinn að byrja hjá mér. Ég byrjaði að skrifa með tvo lítra af pepsi max mjög peppaður þegar aðrir voru að fara að sofa. Svo seinkaði þessu prógrammi hjá mér, þannig að á endanum var ég farinn að sofa í kringum sjö til átta um morguninn,“ segir Helgi. Honum líði nánast eins og hann sé að tala um annað æviskeið. Í dag hafi hann snúið þessu við. „Í dag er morguninn hjá mér nánast heilagur og ég geri mjög margt til þess að vera sem allra ferskastur fyrri partinn. Eftir öll þessi ár af næturbrölti eru það nánast orðin eins og trúarbrögð hjá mér að nýta morguninn sem allra best. Ég fer í kalda pottinn alla morgna eftir að hafa farið út að hlaupa og geri í raun mjög margt til að vera sem einbeittastur þegar ég byrja vinnudaginn. Þegar ég horfi til baka sé ég að ég hef í raun alltaf verið mjög metnaðarfullur og viljað ná árangri, en ég sá ekki blindu hliðina og lét mér einhvern vegin detta það í hug að þetta næturprógram gæti virkað vel til þess að ná árangri. En það var ekki raunin. Það er mjög gaman fyrir mig að horfa til baka núna og sjá hvað ég hef breytt miklu í lífi mínu.“ Helgi hefur prófað flest þegar kemur að því að fara út fyrir boxið á andlegri vegferð. Hann segir að egóið skilji oft ekki ávinninginn af því að fara út fyrir þægindarammann, en með tímanum hafi hann lært að því meiri aulahroll sem hann fái, því líklegra sé að hann sé að gera eitthvað gott fyrir sjálfan sig. „Yfirborðshugurinn okkar er nánast gagnslaus í því að sjá okkur fyrir því besta og hann gerir allt til að fæla okkur frá því að fara út fyrir þægindarammann. Ég hef alltaf notað kaldhæðni sem ákveðna vörn og þegar maður fer í þá vegferð að berskjalda sig er maður að taka áhættuna á því að vera hafður að háði og spotti, sem er aldrei auðvelt. Ég þurfti að skoða það hvar ég var að nota húmor og kaldhæðni til þess að brynja mig. Ég hef mikla þörf fyrir grín og glens, en þurfti virkilega að skoða hvar ég var að nota þessa hluti til þess að fela sjálfan mig,“ segir Helgi. Hann er fastagestur í kakóseremóníum og vakti athygli sem lykilmaður í forsetaframboði Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur í nýliðnum kosningum. „Þegar ég fór fyrst í kakóseremóníur vildi ég ekki tengja mig einhverjum hippum í hörfötum með skrýtnar skoðanir. Ég fann ákveðið öryggi í því að geta verið með í hópnum, en samt haldið mig utan við það að vera skilgreindur á sama hátt. En hægt og rólega lærir maður að það er hugrakkt að þora að vera berskjaldaður og ef aðrir vilja gera grín að því er það bara í góðu lagi,“ segir Helgi og heldur áfram: „Ég hélt alltaf að aulahrollurinn væri óþægileg aukaverkun af því að feta aðra vegferð en flestir, en svo fór ég að skilja að aulahrollurinn er beinlínis aðgöngumiðinn að því að stækka sem manneskja. Að setja sig í aðstæður sem manni finnast asnalegar, aulalegar og berskjaldandi er lykillinn að því að verða auðmjúkari, opnari og betri. Á endanum viljum við öll tengjast öðru fólki og verða betri manneskjur, en með áralöngum skilyrðingum förum við að loka okkur þegar við fullorðnumst. Við ætlumst til þess að aðrar manneskjur opni sig, í stað þess að byrja á okkur sjálfum. Við erum svo skilyrt í að hugsa um álit annarra, en á endanum trúi ég því að við viljum öll hætta að pæla í því hvað aðrir eru að hugsa og bara gera það sem okkur langar. Þá er líklegra að maður verði góð manneskja og þá gerast góðir hlutir.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Helga og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Heimsókn í kakókastala Helga Jean Í síðasta þætti af Heimsókn leit Sindri Sindrason við hjá Helga Jean Claessen í Mosfellsbænum sem tók hús sitt í gegn og byrjuðu framkvæmdir árið 2019. 7. mars 2024 20:01 „Við skulum gleyma því að þetta hafi gerst“ Í nýjasta þætti Get ég eldað? tekur Helgi Jean á móti Hafdísi Huld söngkonu. Þau fóru saman í Nettó og versluðu í fyllta tómata með kúrbít. 9. ágúst 2022 10:10 Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Heimsókn í kakókastala Helga Jean Í síðasta þætti af Heimsókn leit Sindri Sindrason við hjá Helga Jean Claessen í Mosfellsbænum sem tók hús sitt í gegn og byrjuðu framkvæmdir árið 2019. 7. mars 2024 20:01
„Við skulum gleyma því að þetta hafi gerst“ Í nýjasta þætti Get ég eldað? tekur Helgi Jean á móti Hafdísi Huld söngkonu. Þau fóru saman í Nettó og versluðu í fyllta tómata með kúrbít. 9. ágúst 2022 10:10
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30