Dvaldi í tjaldi á hringtorgi þar til lögreglan kom Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 07:00 Maðurinn tjaldaði á hringtorgi í Mosfellsbæ. Samsett mynd Ungur maður tók upp á því að tjalda á hringtorgi í Mosfellsbæ á fimmtudaginn eftir að hafa tapað veðmáli. Hann dvaldi á hringtorginu í fimmtán klukkutíma þangað til að lögreglan kom og minnti hann á að hringtorgið væri ekki tjaldsvæði. Óliver Beck Bjarkason, íbúi í Mosfellsbæ á þrítugsaldri, er hluti af tólf manna hópi sem er í svokallaðri „Fantasy-deild fyrir enska boltann“. Deildin gengur út á það að þátttakendur búa til sitt eigið lið með leikmönnum úr ensku deildinni og fá stig eftir hverja umferð miðað við frammistöðu leikmanna. Festi ekki svefn á hringtorginu Hópurinn ákveður alltaf refsingu fyrir þann sem hlýtur fæst stig áður en hvert tímabil hefst og nú varð fyrir valinu að sá sem myndi tapa þyrfti að gista í tjaldi á hringtorgi í sólarhring. Óliver hlaut að þessu sinni fæst stig og neyddist til að taka út refsinguna. „Við erum í fantasy-deild fyrir ensku deildina og þetta var refsingin í ár. Við höfum verið með svona refsingar undanfarin ár. Einu sinni var það að vera á Barion frá opnun til lokunar. Núna vorum við að pæla í að einn þyrfti að vera í sundlaug frá opnun til lokunar eða keyra einn í kringum landið á sólarhring en það var gerð kosning í hópnum og þetta varð fyrir valinu. Það var svolítið súrt,“ segir Óliver í samtali við Vísi. Óliver var mættur á hringtorgið klukkan hálf átta fimmtudagskvöldið og tjaldaði þar einn síns liðs. Hann tók með sér nesti sem hann borðaði en honum gekk mjög erfiðlega að ná svefni vegna umferðar og láta í kringum hringtorgið. Óliver kom sér vel fyrir á hringtorginu í blíðviðrinu.Aðsend Léttir þegar að lögreglan kom „Það voru bílar þarna um nóttina sem voru byrjaðir að flauta á mann svo maður náði ekki að sofa neitt. Ég náði svona tuttugu mínútna blundi inn á milli,“ segir hann og bætir við að vinir hans hafi verið duglegir að kíkja. Hann tók fram að hann hafi ekki hlotið mikla samúð frá þeim heldur hlátur. Lögregluna bar að garði hjá Óliver klukkan tíu um morguninn á föstudag. Óliver segir að það hafi í raun verið léttir þegar að lögreglan kom því þá gat hann drifið sig heim og gat unnið upp þann svefn sem hann hafði misst um nóttina. Óliver segir að lögreglunni hafi fundist uppátækið skondið.Aðsend Styttist í næstu kosningu Það var spenna í veðmálinu hjá þeim félögunum fram á síðasta leikdag í enska boltanum en niðurstaða um hver myndi þurfa að taka út refsinguna kom ekki í ljós fyrr en að Manchester City lyfti enska meistaratitlinum. Óliver segist spenntur fyrir næsta tímabil í enska boltanum og segir að það styttist í næstu kosningu hjá honum og félögunum. Mosfellsbær Enski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Óliver Beck Bjarkason, íbúi í Mosfellsbæ á þrítugsaldri, er hluti af tólf manna hópi sem er í svokallaðri „Fantasy-deild fyrir enska boltann“. Deildin gengur út á það að þátttakendur búa til sitt eigið lið með leikmönnum úr ensku deildinni og fá stig eftir hverja umferð miðað við frammistöðu leikmanna. Festi ekki svefn á hringtorginu Hópurinn ákveður alltaf refsingu fyrir þann sem hlýtur fæst stig áður en hvert tímabil hefst og nú varð fyrir valinu að sá sem myndi tapa þyrfti að gista í tjaldi á hringtorgi í sólarhring. Óliver hlaut að þessu sinni fæst stig og neyddist til að taka út refsinguna. „Við erum í fantasy-deild fyrir ensku deildina og þetta var refsingin í ár. Við höfum verið með svona refsingar undanfarin ár. Einu sinni var það að vera á Barion frá opnun til lokunar. Núna vorum við að pæla í að einn þyrfti að vera í sundlaug frá opnun til lokunar eða keyra einn í kringum landið á sólarhring en það var gerð kosning í hópnum og þetta varð fyrir valinu. Það var svolítið súrt,“ segir Óliver í samtali við Vísi. Óliver var mættur á hringtorgið klukkan hálf átta fimmtudagskvöldið og tjaldaði þar einn síns liðs. Hann tók með sér nesti sem hann borðaði en honum gekk mjög erfiðlega að ná svefni vegna umferðar og láta í kringum hringtorgið. Óliver kom sér vel fyrir á hringtorginu í blíðviðrinu.Aðsend Léttir þegar að lögreglan kom „Það voru bílar þarna um nóttina sem voru byrjaðir að flauta á mann svo maður náði ekki að sofa neitt. Ég náði svona tuttugu mínútna blundi inn á milli,“ segir hann og bætir við að vinir hans hafi verið duglegir að kíkja. Hann tók fram að hann hafi ekki hlotið mikla samúð frá þeim heldur hlátur. Lögregluna bar að garði hjá Óliver klukkan tíu um morguninn á föstudag. Óliver segir að það hafi í raun verið léttir þegar að lögreglan kom því þá gat hann drifið sig heim og gat unnið upp þann svefn sem hann hafði misst um nóttina. Óliver segir að lögreglunni hafi fundist uppátækið skondið.Aðsend Styttist í næstu kosningu Það var spenna í veðmálinu hjá þeim félögunum fram á síðasta leikdag í enska boltanum en niðurstaða um hver myndi þurfa að taka út refsinguna kom ekki í ljós fyrr en að Manchester City lyfti enska meistaratitlinum. Óliver segist spenntur fyrir næsta tímabil í enska boltanum og segir að það styttist í næstu kosningu hjá honum og félögunum.
Mosfellsbær Enski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41