Lætur langþráðan draum rætast og gefur út óð til grínsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. júlí 2024 15:48 Villi Neto er að gefa út grínplötu. Aðsend „Maður má ekki vera of afslappaður og maður þarf að reyna að elda eitthvað nýtt,“ segir ástsæli grínistinn Vilhelm Neto, betur þekktur sem Villi Neto. Hann gefur út langþráða grínplötu næstkomandi föstudag. Platan ber heitið Portú Galinn og er gefin út af plötuútgáfufyrirtæki Priksins, Sticky Records. Spenntur og stressaður „Ég var búinn að sakna gömlu grínplötunnar, með grínlögum og grínsketsum, þannig að ég ákvað bara kýla sjálfur á það. Ég hlustaði mikið á slíkar plötur þegar ég var nýfluttur til Íslands árið 2007 og þá sérstaklega Tvíhöfðaplöturnar. Platan er því í raun óður til hinnar íslensku grínplötu og reffar alveg mikið í aðra útvarpssketsa,“ segir Villi en hann samplar meðal annars Fóstbræðrastefið í fyrsta laginu með góðu leyfi Sigurjóns Kjartanssonar, sem gerði stefið. „Ég er bæði spenntur og stressaður að heyra viðbrögð Sigurjóns og Jóns Gnarr við plötunni,“ bætir Villi við. View this post on Instagram A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) Karaoke áhugi Íslendinga gaf kjark Söngurinn hefur löngum kveikt áhuga hjá honum. „Ég hef alltaf haft gaman af því að syngja og hef eitthvað aðeins sungið í leikhúsinu. Pabbi sagði samt alltaf að fjölskyldan, allavega hans megin, hefði ekki gott tóneyra og ég var því alltaf svo hræddur við það að syngja. Svo kemur maður til Íslands og þar eru allir svo hressir í karaoke þannig að maður gat ekki annað en byrjað að syngja,“ segir Villi brosandi og heldur áfram: „Ég er stressaður að gefa þetta út og ég þurfti að díla við voða mikinn loddaralíðan (e. imposter syndrome) áður en ég treysti mér til þess að gefa þetta út. Maður fer einhvern veginn alltaf aðeins í það að hugsa ég er kannski ekki nógu fyndinn til þess að gefa út grínplötu, það er alltaf einhver smá kvíði eða lítill djöfull sem hvíslar í eyrað manns aftur og aftur: Átt þú að vera að gera þetta? Það er alltaf eitthvað óöryggi til þess að vinna úr en ég held samt að það geti líka verið hollt. Maður má ekki vera of afslappaður og maður þarf að reyna að elda eitthvað nýtt. Þetta er langþráður draumur hjá mér og ég er búinn að vera að vinna að þessu núna í eitt og hálft ár.“ Villi hlakkar mikið til að leyfa fólki að heyra nýju plötuna.Aðsend Inspector Spacetime, Steindi Jr. og Hermigervill Villi segir að það hafi verið ansi mikið að gera og því hafi hann þurft að vinna að plötunni í hollum. „Þetta hefur auðvitað verið mikil vinna en ég er var umkringdur fagfólki sem var alltaf tilbúið að aðstoða, sem var svo yndislegt. Listakonan smjörfluga teiknaði umslagið og ég er mikill aðdáandi hennar. Það eru svo snillingar á borð við Steinda Jr. , Inspector Spacetime, Ella Grill & Hermigervil á þessari plötu og ég er svo ótrúlega spenntur að leyfa fólki loksins að hlusta á þetta.“ Er smá „Portú Galinn“ Platan ber sem áður segir heitið Portú Galinn. Villi er auðvitað frá Portúgal og má gera ráð fyrir því að innblásturinn sé dreginn þaðan. „Þetta var bara grín sem ég heyrði svo ótrúlega oft, ekki í neinni illkvitni bara fólk að djóka, ertu þá Portú Galinn? Því kom ekkert annað til greina en að taka Portú Galinn nafnið alla leið.“ Aðspurður þá hvort hann sé „Portú Galinn“ segir hann: „Já, ég er smá Portú Galinn og ég var það sérstaklega í gær við að horfa á Portúgal - Slóvenía leikinn. Ég hef aldrei verið jafn Portú Galinn og þá, við systir mín horfðum á leikinn í Kaupmannahöfn og öskruðum úr okkur lungun í vítaspyrnukeppninni.“ Hlakkar til að gefa út jólalag Villi fór til Kaupmannahafnar til þess að sækja geisladiskana en þeir eru framleiddir af RPM Records þar úti. Hann segist sannarlega spenntur fyrir framhaldinu í tónlistinni. „Ég er loksins að láta verða af þessu og mig langar bara til þess að gera meira. Ég hef til dæmis gert jólalög, bæði með Myndbandabúa þegar ég var í MH og með VHS en næstu jól langar mig að gefa út jólalag bara sem ég. Mamma hefur alltaf sagt að ég sé mikið jólabarn þannig að það á vel við.“ View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Villi fagnar útgáfunni með teiti á Prikinu með sínu nánasta fólki í vikunni og segist svo hlakka til að geta hækkað vel í plötunni í bílnum. „Það var einmitt hugmyndin líka, ég man eftir að hafa til dæmis hlustað á grínplötuna Abbabbabb mikið á ferðalagi um Ísland og ég hugsaði að platan gæti verið skemmtileg í bílinn á ferðalögum sumarsins.“ Tónlist Grín og gaman Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Spenntur og stressaður „Ég var búinn að sakna gömlu grínplötunnar, með grínlögum og grínsketsum, þannig að ég ákvað bara kýla sjálfur á það. Ég hlustaði mikið á slíkar plötur þegar ég var nýfluttur til Íslands árið 2007 og þá sérstaklega Tvíhöfðaplöturnar. Platan er því í raun óður til hinnar íslensku grínplötu og reffar alveg mikið í aðra útvarpssketsa,“ segir Villi en hann samplar meðal annars Fóstbræðrastefið í fyrsta laginu með góðu leyfi Sigurjóns Kjartanssonar, sem gerði stefið. „Ég er bæði spenntur og stressaður að heyra viðbrögð Sigurjóns og Jóns Gnarr við plötunni,“ bætir Villi við. View this post on Instagram A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) Karaoke áhugi Íslendinga gaf kjark Söngurinn hefur löngum kveikt áhuga hjá honum. „Ég hef alltaf haft gaman af því að syngja og hef eitthvað aðeins sungið í leikhúsinu. Pabbi sagði samt alltaf að fjölskyldan, allavega hans megin, hefði ekki gott tóneyra og ég var því alltaf svo hræddur við það að syngja. Svo kemur maður til Íslands og þar eru allir svo hressir í karaoke þannig að maður gat ekki annað en byrjað að syngja,“ segir Villi brosandi og heldur áfram: „Ég er stressaður að gefa þetta út og ég þurfti að díla við voða mikinn loddaralíðan (e. imposter syndrome) áður en ég treysti mér til þess að gefa þetta út. Maður fer einhvern veginn alltaf aðeins í það að hugsa ég er kannski ekki nógu fyndinn til þess að gefa út grínplötu, það er alltaf einhver smá kvíði eða lítill djöfull sem hvíslar í eyrað manns aftur og aftur: Átt þú að vera að gera þetta? Það er alltaf eitthvað óöryggi til þess að vinna úr en ég held samt að það geti líka verið hollt. Maður má ekki vera of afslappaður og maður þarf að reyna að elda eitthvað nýtt. Þetta er langþráður draumur hjá mér og ég er búinn að vera að vinna að þessu núna í eitt og hálft ár.“ Villi hlakkar mikið til að leyfa fólki að heyra nýju plötuna.Aðsend Inspector Spacetime, Steindi Jr. og Hermigervill Villi segir að það hafi verið ansi mikið að gera og því hafi hann þurft að vinna að plötunni í hollum. „Þetta hefur auðvitað verið mikil vinna en ég er var umkringdur fagfólki sem var alltaf tilbúið að aðstoða, sem var svo yndislegt. Listakonan smjörfluga teiknaði umslagið og ég er mikill aðdáandi hennar. Það eru svo snillingar á borð við Steinda Jr. , Inspector Spacetime, Ella Grill & Hermigervil á þessari plötu og ég er svo ótrúlega spenntur að leyfa fólki loksins að hlusta á þetta.“ Er smá „Portú Galinn“ Platan ber sem áður segir heitið Portú Galinn. Villi er auðvitað frá Portúgal og má gera ráð fyrir því að innblásturinn sé dreginn þaðan. „Þetta var bara grín sem ég heyrði svo ótrúlega oft, ekki í neinni illkvitni bara fólk að djóka, ertu þá Portú Galinn? Því kom ekkert annað til greina en að taka Portú Galinn nafnið alla leið.“ Aðspurður þá hvort hann sé „Portú Galinn“ segir hann: „Já, ég er smá Portú Galinn og ég var það sérstaklega í gær við að horfa á Portúgal - Slóvenía leikinn. Ég hef aldrei verið jafn Portú Galinn og þá, við systir mín horfðum á leikinn í Kaupmannahöfn og öskruðum úr okkur lungun í vítaspyrnukeppninni.“ Hlakkar til að gefa út jólalag Villi fór til Kaupmannahafnar til þess að sækja geisladiskana en þeir eru framleiddir af RPM Records þar úti. Hann segist sannarlega spenntur fyrir framhaldinu í tónlistinni. „Ég er loksins að láta verða af þessu og mig langar bara til þess að gera meira. Ég hef til dæmis gert jólalög, bæði með Myndbandabúa þegar ég var í MH og með VHS en næstu jól langar mig að gefa út jólalag bara sem ég. Mamma hefur alltaf sagt að ég sé mikið jólabarn þannig að það á vel við.“ View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Villi fagnar útgáfunni með teiti á Prikinu með sínu nánasta fólki í vikunni og segist svo hlakka til að geta hækkað vel í plötunni í bílnum. „Það var einmitt hugmyndin líka, ég man eftir að hafa til dæmis hlustað á grínplötuna Abbabbabb mikið á ferðalagi um Ísland og ég hugsaði að platan gæti verið skemmtileg í bílinn á ferðalögum sumarsins.“
Tónlist Grín og gaman Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira