Festin er búin til úr smápeningum úr silfri, tölur hafa verið máðar af peningunum og í þá grafið: „Á afmælisdaginn - Frá mömmu.“ Úrið sjálft er af gerðinni OMEGA.
Í færslu sem safnið birti á síðu sinni á Facebook segir að starfsfólk safnsins hafi af og til orðið vart við að munir hyrfi úr sýningu en að steininn hafi tekið úr með stuldi vasaúrsins. Það hafi verið í lokuðu sýningarborði og því hafi þurft einbeittan brotavilja til að stela því.
„Stuldur safngripa er geysilegur missir, ekki aðeins fyrir safnið og menningarsögu svæðisins, heldur líka fyrir eigendur og gefendur, sem tengjast oft gripum miklum tilfinningaböndum,“ segir í færslunni.

Starfsfólk safnsins hvetur þann sem tók griðinn að sjá sóma sinn og skila úrinu og festinni aftur til safnsins. Þá biður það almenning um að hafa sambandi búi einhver yfir upplýsingum um hvar úrið og festin eru niðurkomin.
„Þetta er svo persónulegur gripur. Þetta er handgert. Okkur finnst það alltaf ofboðslega sárt,“ segir Inga Katrín Magnúsdóttir verkefnastjóri skráningar og munavörslu á Byggasafni Skagafjarðar.