Lagabreytingin vegi að eldri borgurum og öryrkjum erlendis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 17:11 Inga Sæland segir lagabreytinguna, sem kveður á um að Íslendingar erlendis þurfi nú að sækja sérstaklega um að nota persónuafsláttinn, ómaklega aðför að eldri borgurum og öryrkjum. Vísir/Arnar Ingu Sæland þingmanni Flokks fólksins hugnast illa „verulega ljót“ lagabreyting sem tekur gildi um áramótin. Lagabreytingin kveður á um að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og fá meira en 75 prósent tekna sinna frá tryggingastofnun, þurfi að sækja sérstaklega um að fá persónuafsláttinn sinn. Inga segir ómaklega vegið að eldri borgurum og öryrkjum. Inga segir að lagabreytingin sé hluti af aðför stjórnvalda að fólki sem er á framfæri tryggingastofnunnar. Eldri borgarar og öryrkjar séu margir hverjir ekki mjög tæknivæddir, og kunni ekki á síður eins og island.is, og hafi ekki bolmagn til að sækja um svona hluti. „Það er allt gert til að gera þau ósjálfbjarga,“ segir Inga. Megum ekki gleyma okkur í tæknivæðingunni „Við erum að gleyma okkur í því að tæknivæðast. Við verðum að muna það, að það eru 60 þúsund manns á landinu sem eru ekki eins tæknivædd og við flest,“ segir Inga. Hún tekur móður sína sem dæmi, en hún segir að hún þurfi að sækja um alls konar þjónustu eins og ferðaþjónustu eldra fólks, í gegnum síður eins og island.is. Þetta geti hún ekki gert sjálf. „Ef ég nefni það að hún geti fengið svona auðkennislykil, fær hún kvíðakast og vill ekki tala um það,“ segir Inga um móður sína, en að hún sé algjörlega sjálfbjarga að öðru leyti. Sjálfstæðismenn sjái svindlara í hverju horni Inga segir að markmið lagabreytingarinnar sé að koma í veg fyrir að fólk misnoti kerfið. „Ástæðan er sú að þau halda að einhverjir kampavínskóngar standi með staupið á golfvelli og séu að svindla á kerfinu, með tvöfaldan persónuafslátt,“ segir Inga. Fjölmargir Íslendingar hafa kosið að verja efri árum sínum á Spáni. Þar eru dagleg útgjöld talsvert ódýrari en á Íslandi, og veður með betra móti.Getty Þetta eigi þó alls ekki við um íslenska eldri borgara og öryrkja sem búi erlendis. Þau séu fólk sem jafnan eru að flýja fátækt að heiman, og vilji búa þar sem þau geta lifað á lífeyrinum. Þau komi svo oft heim á sumrin.„Þarna voru aðilar frá Sjálfstæðisflokknum hlaupandi á milli, að telja okkar fólki trú um það að fullt af fólki sé að svindla á kerfinu. Þau hafa alltaf haft þá tilfinningu um okkur öryrkja, það eru allir að svindla, þeir sjá alltaf svindl í hverju horni,“ segir Inga. Á von á skýrslu 1. nóvember Inga segir að hún eigi von á skýrslu frá fjármálaráðherra 1. nóvember um það hvaða afleiðingar þessi breyting komi til með að hafa. Fjármálaráðherra hafi lofað því að lögin tækju ekki gildi, ef í ljós kemur að löggjöfin kæmi eins illa út og Inga hefur haldið fram. „En ég veit náttúrulega hvernig sú úttekt verður gerð, það er engin óhlutdrægni í einu eða neinu, úttektin verður bara í takt við það sem þau vilja meina,“ segir Inga. Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Inga segir að lagabreytingin sé hluti af aðför stjórnvalda að fólki sem er á framfæri tryggingastofnunnar. Eldri borgarar og öryrkjar séu margir hverjir ekki mjög tæknivæddir, og kunni ekki á síður eins og island.is, og hafi ekki bolmagn til að sækja um svona hluti. „Það er allt gert til að gera þau ósjálfbjarga,“ segir Inga. Megum ekki gleyma okkur í tæknivæðingunni „Við erum að gleyma okkur í því að tæknivæðast. Við verðum að muna það, að það eru 60 þúsund manns á landinu sem eru ekki eins tæknivædd og við flest,“ segir Inga. Hún tekur móður sína sem dæmi, en hún segir að hún þurfi að sækja um alls konar þjónustu eins og ferðaþjónustu eldra fólks, í gegnum síður eins og island.is. Þetta geti hún ekki gert sjálf. „Ef ég nefni það að hún geti fengið svona auðkennislykil, fær hún kvíðakast og vill ekki tala um það,“ segir Inga um móður sína, en að hún sé algjörlega sjálfbjarga að öðru leyti. Sjálfstæðismenn sjái svindlara í hverju horni Inga segir að markmið lagabreytingarinnar sé að koma í veg fyrir að fólk misnoti kerfið. „Ástæðan er sú að þau halda að einhverjir kampavínskóngar standi með staupið á golfvelli og séu að svindla á kerfinu, með tvöfaldan persónuafslátt,“ segir Inga. Fjölmargir Íslendingar hafa kosið að verja efri árum sínum á Spáni. Þar eru dagleg útgjöld talsvert ódýrari en á Íslandi, og veður með betra móti.Getty Þetta eigi þó alls ekki við um íslenska eldri borgara og öryrkja sem búi erlendis. Þau séu fólk sem jafnan eru að flýja fátækt að heiman, og vilji búa þar sem þau geta lifað á lífeyrinum. Þau komi svo oft heim á sumrin.„Þarna voru aðilar frá Sjálfstæðisflokknum hlaupandi á milli, að telja okkar fólki trú um það að fullt af fólki sé að svindla á kerfinu. Þau hafa alltaf haft þá tilfinningu um okkur öryrkja, það eru allir að svindla, þeir sjá alltaf svindl í hverju horni,“ segir Inga. Á von á skýrslu 1. nóvember Inga segir að hún eigi von á skýrslu frá fjármálaráðherra 1. nóvember um það hvaða afleiðingar þessi breyting komi til með að hafa. Fjármálaráðherra hafi lofað því að lögin tækju ekki gildi, ef í ljós kemur að löggjöfin kæmi eins illa út og Inga hefur haldið fram. „En ég veit náttúrulega hvernig sú úttekt verður gerð, það er engin óhlutdrægni í einu eða neinu, úttektin verður bara í takt við það sem þau vilja meina,“ segir Inga.
Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira