Setti sér markmið og hóf veitingarekstur átján ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 13:26 Rakel Mirra er stórhuga um reksturinn. aðsend Rakel Mirra Njálsdóttir hóf veitingarekstur á Akranesi í sumar aðeins átján ára að aldri. Hún vildi bjóða upp á hollan skyndibita og sá engan tilgang í því að bíða eftir því að verða eldri. Veitingastaður hennar heitir Malibó þar sem Rakel býður upp á boozt, ávaxtaskálar og beyglur. „Mér fannst bara vanta heilsubita á Akranes, þannig fólk hefði kost á hollara mataræði. Svo langaði mig bara svo mikið að gera eitthvað fyrir mig sjálfa og ná einhverju markmiði. Ég setti mér þetta markmið að opna matsölustað og fór bara að vinna að því,“ segir Rakel Mirra í samtali við Vísi. Vinnustaðir eru sólgnir í „take-away“ frá Malibó.aðsend Hún tók ákvörðun um að opna staðinn í febrúar 2023 og hefur því unnið að markmiðinu í eitt og hálft ár. Malibó opnaði loks 30. maí síðastliðinn. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur en veðrið er aðeins að spila inn í. Það mætti vera betra,“ segir hún um viðtökur bæjarbúa. Rakel Mirra útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í maí og hellti sér því beint í rekstur eftir útskrift. Hún stefnir samt sem áður á frekara nám. „Ég er að velja á milli þess að fara í lögregluna eða bissnessinn. Mig dreymir um það að opna Malíbó sem keðju. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni á, að gera þetta að einhverju stóru. Ég byrja rólega en vonandi stækkar þetta bara.“ Kveikjan að hugmyndinni kom eins og áður segir vegna þess að Rakel fannst vanta hollari valkost. Hún fékk strax góðar móttökur frá bænum og bæjarstjóra Akraness. Sáttir viðskiptavinir.aðsend Sagði öllum frá „Þannig ég ákvað bara að keyra þetta í gang sem allra fyrst, sá engan tilgang í því að bíða með þetta,“ segir Rakel og segir reksturinn einfaldari en hún hafi búist við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að reka mitt eigið og vinna fyrir sjálfa mig. Að sjá árangur þegar það gengur vel og geta hugsað: „Það var ég sem gerði þetta að verkum og veruleika,“ segir Rakel og er með skýr skilaboð til ungs fólks: „Maður er aldrei of ungur til að gera neitt. Ekki pæla í því, maður getur gert allt sem mann langar ef maður setur sér markmið og fylgir því. Sérstaklega að segja markmiðið upphátt, ég byrjaði á því að segja öllum frá þessu og það setti pressu á mig.“ Matur Akranes Veitingastaðir Heilsa Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Veitingastaður hennar heitir Malibó þar sem Rakel býður upp á boozt, ávaxtaskálar og beyglur. „Mér fannst bara vanta heilsubita á Akranes, þannig fólk hefði kost á hollara mataræði. Svo langaði mig bara svo mikið að gera eitthvað fyrir mig sjálfa og ná einhverju markmiði. Ég setti mér þetta markmið að opna matsölustað og fór bara að vinna að því,“ segir Rakel Mirra í samtali við Vísi. Vinnustaðir eru sólgnir í „take-away“ frá Malibó.aðsend Hún tók ákvörðun um að opna staðinn í febrúar 2023 og hefur því unnið að markmiðinu í eitt og hálft ár. Malibó opnaði loks 30. maí síðastliðinn. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur en veðrið er aðeins að spila inn í. Það mætti vera betra,“ segir hún um viðtökur bæjarbúa. Rakel Mirra útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í maí og hellti sér því beint í rekstur eftir útskrift. Hún stefnir samt sem áður á frekara nám. „Ég er að velja á milli þess að fara í lögregluna eða bissnessinn. Mig dreymir um það að opna Malíbó sem keðju. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni á, að gera þetta að einhverju stóru. Ég byrja rólega en vonandi stækkar þetta bara.“ Kveikjan að hugmyndinni kom eins og áður segir vegna þess að Rakel fannst vanta hollari valkost. Hún fékk strax góðar móttökur frá bænum og bæjarstjóra Akraness. Sáttir viðskiptavinir.aðsend Sagði öllum frá „Þannig ég ákvað bara að keyra þetta í gang sem allra fyrst, sá engan tilgang í því að bíða með þetta,“ segir Rakel og segir reksturinn einfaldari en hún hafi búist við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að reka mitt eigið og vinna fyrir sjálfa mig. Að sjá árangur þegar það gengur vel og geta hugsað: „Það var ég sem gerði þetta að verkum og veruleika,“ segir Rakel og er með skýr skilaboð til ungs fólks: „Maður er aldrei of ungur til að gera neitt. Ekki pæla í því, maður getur gert allt sem mann langar ef maður setur sér markmið og fylgir því. Sérstaklega að segja markmiðið upphátt, ég byrjaði á því að segja öllum frá þessu og það setti pressu á mig.“
Matur Akranes Veitingastaðir Heilsa Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira