Lök staða í lónum Landsvirkjunar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 17:23 Hálslón í veðurblíðu. Landsvirkjun Staðan í lónum Landsvirkjunar er frekar lök, en vorleysing byrjaði seint, og júní var kaldur og þurr. Vonast er til þess að jökulbráð og haustrigningar bæti úr áður en nýtt vatnsár hefst þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu Landsvirkjunar. Þar segir að vorleysing hafi byrjaði seint á öllum vatnasviðum Landsvirkjunar, en í byrjun maí hafi hlýnað og snjóa hafi leyst. Maí hafi verið gjöfull fyrir Blöndulón og Þórisvatn. Drjúgt hafi safnast í þessi lón. „Fyrir austan, í Hálslóni, náði leysingin að stöðva niðurdrátt og halda þannig í horfinu.“ Júní hafi hins vegar verið kaldur og þurr, sérstaklega eftir norðanhret í byrjun mánaðarins. „Í júní bættist því ekkert við Blöndulón og það hægðist á fyllingu Þórisvatns. Eftir miðjan mánuðinn fór að hækka í Hálslóni samfara hækkandi hitastigi þar en enn vantar þó 15 metra upp á að vatnshæðin nái meðalhæð í júlíbyrjun.“ Hálslón hafi reyndar alltaf fyllst og því standi vonir til þess að jökulleysingin það sem eftir lifir sumars bæti úr. Of snemmt að segja til um vetrarforðann Þá segir að þótt staðan sé með lakara móti í lónunum núna sé algengt að jökulbráð hefjist af krafti fyrri part júlímánaðar. „Of snemmt er því að segja til um hver staðan verði í lónunum þegar nýtt vatnsár hefst þann 1. október. Jökulbráð hefur aukist undanfarin ár með hlýnandi loftslagi og haustlægðirnar hafa oft bætt töluverðu við,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar. Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Landsvirkjunar. Þar segir að vorleysing hafi byrjaði seint á öllum vatnasviðum Landsvirkjunar, en í byrjun maí hafi hlýnað og snjóa hafi leyst. Maí hafi verið gjöfull fyrir Blöndulón og Þórisvatn. Drjúgt hafi safnast í þessi lón. „Fyrir austan, í Hálslóni, náði leysingin að stöðva niðurdrátt og halda þannig í horfinu.“ Júní hafi hins vegar verið kaldur og þurr, sérstaklega eftir norðanhret í byrjun mánaðarins. „Í júní bættist því ekkert við Blöndulón og það hægðist á fyllingu Þórisvatns. Eftir miðjan mánuðinn fór að hækka í Hálslóni samfara hækkandi hitastigi þar en enn vantar þó 15 metra upp á að vatnshæðin nái meðalhæð í júlíbyrjun.“ Hálslón hafi reyndar alltaf fyllst og því standi vonir til þess að jökulleysingin það sem eftir lifir sumars bæti úr. Of snemmt að segja til um vetrarforðann Þá segir að þótt staðan sé með lakara móti í lónunum núna sé algengt að jökulbráð hefjist af krafti fyrri part júlímánaðar. „Of snemmt er því að segja til um hver staðan verði í lónunum þegar nýtt vatnsár hefst þann 1. október. Jökulbráð hefur aukist undanfarin ár með hlýnandi loftslagi og haustlægðirnar hafa oft bætt töluverðu við,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar.
Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira