Óttast vaxandi atvinnuleysi á næstu misserum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 14:48 Hagfræðingur hjá ASÍ óttast að atvinnuleysi muni fara vaxandi á næstu misserum. Vísir/Egill Atvinnuleysi í júní mælist ívið meira en í fyrra, en skráð atvinnuleysi var 3,1% á landsvísu. Hagfræðingur ASÍ óttast að atvinnuleysi fari vaxandi á næstunni í ljósi horfa í efnahagslífinu. Meðal annars sé hátt vaxtastig farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og því sé ekki ólíklegt að minni umsvif hafi áhrif á atvinnustigið. Líkt og áður segir var atvinnuleysi í júní 3,1% og lækkaði lítilega milli mánaða, en skráð atvinnuleysi í maí var 3,4%. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, segir atvinnuleysistölurnar hafa verið nokkurn veginn í jafnvægi að undanförnu. „Í dag eru um 6700 skráðir atvinnulausir samkvæmt Vinnumálastofnun og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að atvinnuleysi lækki svona yfir sumarmánuðina. Og ef við horfum á stöðuna borið saman fyrir ári síðan þá hefur atvinnuleysi hækkað lítillega og í dag eru um 600 fleiri skráðir atvinnulausir en í júní 2023,“ segir Róbert. Blikur á lofti þrátt fyrir lágt atvinnuleysi Þótt atvinnuleysi hafi haldist nokkuð lágt, gætu verið blikur á lofti að sögn Róberts. „Atvinnuleysi hefur verið auðvitað nokkuð gott eftir að áhrif heimsfaraldursins hurfu úr hagkerfinu en það er alveg hægt að búast við því að það fari að stíga örlítið upp á við á næstu misserum.“ Ýmsir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að atvinnuleysi muni vaxa á næstu mánuðum, eða á næstu misserum. Við sjáum svo sem nýleg dæmi um hópuppsagnir á vinnumarkaði, en svo sjáum við auðvitað merki um það að hátt vaxtastig er farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og svo hefur verið ákveðin óvissa með þróunina í ferðaþjónustu og það er ekkert óeðlilegt að þetta hafi einhver áhrif inn á atvinnustigið,“ segir Róbert. Ekki sé ólíklegt að atvinnuleysistölur stígi upp á við strax í vetur. „Það er svo sem erfitt að segja til eins og með ferðaþjónustuna og slíkt en við sjáum það að það er að hægja á vexti neyslunnar, það er að hægja á vexti fjárfestinga, það er verið að hægja á nýbyggingum og það er ekkert ólíklegt að þetta leiti að einhverju leyti í atvinnustigið,“ segir Róbert. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá um 55% í lok júní. Af þeim eru flestir atvinnuleitendur pólskir ríkisborgarar og þá Litháar, Rúmenar og Lettar. „Það er auðvitað algengt að atvinnulausir finni störf í gegnum tengsl og að einhverju leyti þekkingu á vinnumarkaði, og þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hlutur þeirra sé stærri heldur en umfang þeirra á vinnumarkaði. En þessar tölur hafa ekki hreyfst mikið undanfarin misseri,“ segir Róbert. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Líkt og áður segir var atvinnuleysi í júní 3,1% og lækkaði lítilega milli mánaða, en skráð atvinnuleysi í maí var 3,4%. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, segir atvinnuleysistölurnar hafa verið nokkurn veginn í jafnvægi að undanförnu. „Í dag eru um 6700 skráðir atvinnulausir samkvæmt Vinnumálastofnun og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að atvinnuleysi lækki svona yfir sumarmánuðina. Og ef við horfum á stöðuna borið saman fyrir ári síðan þá hefur atvinnuleysi hækkað lítillega og í dag eru um 600 fleiri skráðir atvinnulausir en í júní 2023,“ segir Róbert. Blikur á lofti þrátt fyrir lágt atvinnuleysi Þótt atvinnuleysi hafi haldist nokkuð lágt, gætu verið blikur á lofti að sögn Róberts. „Atvinnuleysi hefur verið auðvitað nokkuð gott eftir að áhrif heimsfaraldursins hurfu úr hagkerfinu en það er alveg hægt að búast við því að það fari að stíga örlítið upp á við á næstu misserum.“ Ýmsir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að atvinnuleysi muni vaxa á næstu mánuðum, eða á næstu misserum. Við sjáum svo sem nýleg dæmi um hópuppsagnir á vinnumarkaði, en svo sjáum við auðvitað merki um það að hátt vaxtastig er farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og svo hefur verið ákveðin óvissa með þróunina í ferðaþjónustu og það er ekkert óeðlilegt að þetta hafi einhver áhrif inn á atvinnustigið,“ segir Róbert. Ekki sé ólíklegt að atvinnuleysistölur stígi upp á við strax í vetur. „Það er svo sem erfitt að segja til eins og með ferðaþjónustuna og slíkt en við sjáum það að það er að hægja á vexti neyslunnar, það er að hægja á vexti fjárfestinga, það er verið að hægja á nýbyggingum og það er ekkert ólíklegt að þetta leiti að einhverju leyti í atvinnustigið,“ segir Róbert. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá um 55% í lok júní. Af þeim eru flestir atvinnuleitendur pólskir ríkisborgarar og þá Litháar, Rúmenar og Lettar. „Það er auðvitað algengt að atvinnulausir finni störf í gegnum tengsl og að einhverju leyti þekkingu á vinnumarkaði, og þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hlutur þeirra sé stærri heldur en umfang þeirra á vinnumarkaði. En þessar tölur hafa ekki hreyfst mikið undanfarin misseri,“ segir Róbert.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira