„Maður er að rifna af monti“ Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 11:41 Ingvar leikur aðalhlutverkið í O og ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum um hversu frábær leikari hann er. O verður í aðalkeppni stuttumynda í Feneyjum. aðsend Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. „Auðvitað er ég persónulega voðalega ánægður. Maður er að rifna af monti yfir fólkinu sem kom að myndinni. Þetta er stór áfangi fyrir okkur öll. Leikstjóranum er yfirleitt hamapð og hann settur fremst en það er her manna sem kemur að myndum sem þessum,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúna segir um sama hópinn að ræða og stóðo að baki Ljósbroti, sem valin var inn á Cannes á þessu ári en þessar kvikmyndahátíðir eru þær stærstu sem um getur á sínu sviði. „Þetta er mikill árangur þessa hóps,“ segir Rúnar. Mikil velgengni Rúnars og hans fólks Ljósbrot var valin opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin „standandi lófaklapp áhorfanda“ í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Rúnar kann sér vart læti, tvær mynda hans hafa heldur betur verið að gera það gott á þessu ári. O er komið á Feneyjahátíðina og Ljósbrot sló í gegn á Cannes.Mynd/Claudia Hausfeld Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð. O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Er þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Úr myndiinni Ljósbrot. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins. Rúnar segist vitaskuld afar ánægður með þennan mikla heiður. „Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.” Myndirnar koma fljótlega fyrir augu Íslendinga Heather Millard framleiðandi er að sama skapi ánægð: „Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Hluti hópsins sem stendur að Ljósbroti á Rauða teppinu. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið Íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“ Skilmálar sem þessar stóru hátíðir setja eru að um sé að ræða heimsfrumsýningar á þeim myndum sem teknar eru inn. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september munu myndirnar verða sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. „Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndahús Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
„Auðvitað er ég persónulega voðalega ánægður. Maður er að rifna af monti yfir fólkinu sem kom að myndinni. Þetta er stór áfangi fyrir okkur öll. Leikstjóranum er yfirleitt hamapð og hann settur fremst en það er her manna sem kemur að myndum sem þessum,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúna segir um sama hópinn að ræða og stóðo að baki Ljósbroti, sem valin var inn á Cannes á þessu ári en þessar kvikmyndahátíðir eru þær stærstu sem um getur á sínu sviði. „Þetta er mikill árangur þessa hóps,“ segir Rúnar. Mikil velgengni Rúnars og hans fólks Ljósbrot var valin opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin „standandi lófaklapp áhorfanda“ í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Rúnar kann sér vart læti, tvær mynda hans hafa heldur betur verið að gera það gott á þessu ári. O er komið á Feneyjahátíðina og Ljósbrot sló í gegn á Cannes.Mynd/Claudia Hausfeld Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð. O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Er þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Úr myndiinni Ljósbrot. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins. Rúnar segist vitaskuld afar ánægður með þennan mikla heiður. „Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.” Myndirnar koma fljótlega fyrir augu Íslendinga Heather Millard framleiðandi er að sama skapi ánægð: „Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Hluti hópsins sem stendur að Ljósbroti á Rauða teppinu. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið Íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“ Skilmálar sem þessar stóru hátíðir setja eru að um sé að ræða heimsfrumsýningar á þeim myndum sem teknar eru inn. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september munu myndirnar verða sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. „Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndahús Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira