Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 12:06 Stjörnu-Sævar fór yfir spennandi rannsóknarverkefni sem má sjá á sveimi yfir Íslandi í formi loftbelgs. Vísir/Samsett Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Stjörnu-Sævar upplýsti fréttamann aðeins um eðli verkefnisins vegna þess að lýsingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar voru eins og gefur að skilja á útlensku og þar að auki á flóknu vísindamáli. Freista þess að gera geimveðurspár Sævar segir að hangandi í loftbelgnum hangi sólarsjónauki. „Hann er sendur svona hátt upp í heiðhvolfið af því að þá er hann kominn yfir ósónlagið því þá á hann að nema útfjólubláa ljós sem ósónlagið myndi annars gleypa. Þetta útfjólubláa ljós berst frá brjálæðislega heitu gasi úr sólinni sem er fast í segulsviði sólarinnar. Með því að rannsaka þetta allt saman þá lærum við meira um geimveður. Hvernig það virkar, og erum að reyna að læra það betur hvernig við getum gert geimveðurspár,“ segir Sævar. Blaðamaður hnýtur þá um orðið geimveður og biður Sævar um hæl um að útleggja það á leikmannamáli. „Geimveður er það þegar sólin sendir frá sér sólvind. Þegar sólvindurinn skellur á jörðinni verður stundum stormasamt í geimnum í kringum okkur. Sú birtingarmynd sem flestir kannast við eru norðurljós en í sólvindinum er líka segulsvið og það víxlverkar á okkar eigið segulsvið. Það getur spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt til rafmagnsleysis og getur slegið út gervitungl og truflað fjarskipti og svo framvegis,“ segir hann þá til útskýringar. „Þannig það er rosalega dýrmætt fyrir okkur að skilja það betur. Þetta er bara einn liður í því að skilja sólina okkar betur,“ bætir hann við. Annar loftbelgur á leiðinni Þá snýr Stjörnu-Sævar sér að því að útskýra það hvers vegna slíkar rannsóknir krefjist loftbelgs en ekki einhvers annars búnaðar. „Það er best að gera þetta auðvitað úr geimnum en það er miklu miklu dýrara. Með því að senda loftbelg upp í loft er hægt að afla gagna yfir langt tímabil, sérstaklega yfir norðurskautinu þar sem sólin sést allan sólarhringinn. Belgurinn þenst brjálæðislega mikið út þegar hann er kominn svona hátt þannig hann verður svipað stór eins og fótboltavöllur og svo hangir sjónaukinn niður úr honum,“ segir Stjörnu-Sævar. Þá segir Stjörnu-Sævar að loftbelgurinn eigi eftir að lenda í Kanada eftir nokkra daga og að þá verði gögnin sótt. Vonandi komi flott og mikilvægt rannsóknarverkefni úr þeim. Hann bendir einnig á að enn annar loftbelgur sé að fara á loft sem gæti svifið yfir Ísland á næstu dögum. Þar sem heiðríkja er má kannski sjá hann á sveimi. Vísindi Geimurinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Stjörnu-Sævar upplýsti fréttamann aðeins um eðli verkefnisins vegna þess að lýsingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar voru eins og gefur að skilja á útlensku og þar að auki á flóknu vísindamáli. Freista þess að gera geimveðurspár Sævar segir að hangandi í loftbelgnum hangi sólarsjónauki. „Hann er sendur svona hátt upp í heiðhvolfið af því að þá er hann kominn yfir ósónlagið því þá á hann að nema útfjólubláa ljós sem ósónlagið myndi annars gleypa. Þetta útfjólubláa ljós berst frá brjálæðislega heitu gasi úr sólinni sem er fast í segulsviði sólarinnar. Með því að rannsaka þetta allt saman þá lærum við meira um geimveður. Hvernig það virkar, og erum að reyna að læra það betur hvernig við getum gert geimveðurspár,“ segir Sævar. Blaðamaður hnýtur þá um orðið geimveður og biður Sævar um hæl um að útleggja það á leikmannamáli. „Geimveður er það þegar sólin sendir frá sér sólvind. Þegar sólvindurinn skellur á jörðinni verður stundum stormasamt í geimnum í kringum okkur. Sú birtingarmynd sem flestir kannast við eru norðurljós en í sólvindinum er líka segulsvið og það víxlverkar á okkar eigið segulsvið. Það getur spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt til rafmagnsleysis og getur slegið út gervitungl og truflað fjarskipti og svo framvegis,“ segir hann þá til útskýringar. „Þannig það er rosalega dýrmætt fyrir okkur að skilja það betur. Þetta er bara einn liður í því að skilja sólina okkar betur,“ bætir hann við. Annar loftbelgur á leiðinni Þá snýr Stjörnu-Sævar sér að því að útskýra það hvers vegna slíkar rannsóknir krefjist loftbelgs en ekki einhvers annars búnaðar. „Það er best að gera þetta auðvitað úr geimnum en það er miklu miklu dýrara. Með því að senda loftbelg upp í loft er hægt að afla gagna yfir langt tímabil, sérstaklega yfir norðurskautinu þar sem sólin sést allan sólarhringinn. Belgurinn þenst brjálæðislega mikið út þegar hann er kominn svona hátt þannig hann verður svipað stór eins og fótboltavöllur og svo hangir sjónaukinn niður úr honum,“ segir Stjörnu-Sævar. Þá segir Stjörnu-Sævar að loftbelgurinn eigi eftir að lenda í Kanada eftir nokkra daga og að þá verði gögnin sótt. Vonandi komi flott og mikilvægt rannsóknarverkefni úr þeim. Hann bendir einnig á að enn annar loftbelgur sé að fara á loft sem gæti svifið yfir Ísland á næstu dögum. Þar sem heiðríkja er má kannski sjá hann á sveimi.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent