Milljarður punda í húfi fyrir leikmenn Englands Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2024 09:01 Englendingar fagna eftir sigur á Hollandi í undanúrslitum. Vísir/Getty England getur unnið sinn fyrsta stóra titil í 58 ár þegar liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Það eru hins vegar einnig miklir peningar í húfi fyrir leikmenn enska liðsins. Úrslitaleikur Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu er á dagskrá í kvöld þar sem 58 ára bið Englendinga eftir stórum titli gæti lokið. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Hollandi og þá varð ljóst að þjálfarinn Gareth Southgate varð rúmlega 350 milljónum króna ríkari en hann fær tvær milljónir punda í bónus fyrir að hafa komið liðinu í úrslitaleikinn. Sú upphæð tvöfaldast ef England verður síðan Evrópumeistari. Gæti tekið fram úr Beckham Það er hins vegar ekki bara Southgate sem á mikið undir fjárhagslega í kvöld. Fjármálasérfræðingurinn Marcel Knobil segir í viðtali við The Sun að leikmenn enska landsliðsins gætu þénað meira en milljarð punda verði þeir Evrópumeistarar í formi styrktarsamninga og stærri launatékka í framtíðinni. Jude Bellingham toppar listann yfir þá sem munu græða mest á sigri Englands en hinn 21 árs gamli miðjumaður er sagður geta þénað allt að 71 milljarð króna í framtíðinni verði England Evrópumeistari. „Jude er með allt sem þarf til að taka fram úr David Beckham þegar ferli hans líkur,“ en Bellingham þénar um 50 milljónir punda árlega hjá Real Madrid og fær þar að auki tekjur í gegnum ýmsa styrktarsamninga. Myndarleg launahækkun í kortunum Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden, Cole Palmer og Kobbie Mainoo koma næstir á eftir Bellingham yfir þá sem eru líklegri til að græða mest á Evróputitli enda myndi sigur á EM tryggja leikmönnum Englands stöðu goðsagna í heimalandinu. Fjármálasérfræðingurinn Knobil segir að sigur á EM gæti tryggt leikmönnunum allt að 50.000 pundum, 9 milljónum króna, aukalega í vikulaun hjá félagsliðum sínum. Þó svo að ólíklegt sé að einhver leikmanna enska liðsins hafi fjárhagsáhyggjur þessa dagana er ljóst að þeir geta makað krókinn enn frekar verði þeir Evrópumeistarar. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Úrslitaleikur Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu er á dagskrá í kvöld þar sem 58 ára bið Englendinga eftir stórum titli gæti lokið. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Hollandi og þá varð ljóst að þjálfarinn Gareth Southgate varð rúmlega 350 milljónum króna ríkari en hann fær tvær milljónir punda í bónus fyrir að hafa komið liðinu í úrslitaleikinn. Sú upphæð tvöfaldast ef England verður síðan Evrópumeistari. Gæti tekið fram úr Beckham Það er hins vegar ekki bara Southgate sem á mikið undir fjárhagslega í kvöld. Fjármálasérfræðingurinn Marcel Knobil segir í viðtali við The Sun að leikmenn enska landsliðsins gætu þénað meira en milljarð punda verði þeir Evrópumeistarar í formi styrktarsamninga og stærri launatékka í framtíðinni. Jude Bellingham toppar listann yfir þá sem munu græða mest á sigri Englands en hinn 21 árs gamli miðjumaður er sagður geta þénað allt að 71 milljarð króna í framtíðinni verði England Evrópumeistari. „Jude er með allt sem þarf til að taka fram úr David Beckham þegar ferli hans líkur,“ en Bellingham þénar um 50 milljónir punda árlega hjá Real Madrid og fær þar að auki tekjur í gegnum ýmsa styrktarsamninga. Myndarleg launahækkun í kortunum Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden, Cole Palmer og Kobbie Mainoo koma næstir á eftir Bellingham yfir þá sem eru líklegri til að græða mest á Evróputitli enda myndi sigur á EM tryggja leikmönnum Englands stöðu goðsagna í heimalandinu. Fjármálasérfræðingurinn Knobil segir að sigur á EM gæti tryggt leikmönnunum allt að 50.000 pundum, 9 milljónum króna, aukalega í vikulaun hjá félagsliðum sínum. Þó svo að ólíklegt sé að einhver leikmanna enska liðsins hafi fjárhagsáhyggjur þessa dagana er ljóst að þeir geta makað krókinn enn frekar verði þeir Evrópumeistarar.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira