„Ég var dómharður og ömurlegur gæi“ Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2024 09:17 Hilmir er þakklátur í dag fyrir þá djúpu dali sem hann mátti fara í gegnum. fb Hilmir Petersen Hjálmarsson öndunarþjálfari og bakari fór í gegnum áraraðir af þunglyndi, kvíða og lömuðu taugakerfi. Hann segir að erfiðleikarnir hafi verið dulbúin gjöf. Hilmir segist gerbreyttur maður í kjölfar andlegrar vakningar en hann var barinn niður aftur og aftur. Hilmir er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar segist hann þakklátur fyrir allt það sem hann hefur mátt ganga í gegnum. „Ég hef verið brotinn niður aftur og aftur bæði andlega og líkamlega, en það var kannski það sem þurfti til þess að ég yrði maðurinn sem mér er ætlað að vera. Ég sé það núna að ég var eiginlega hálfgerður skíthæll og fannst ég betri en annað fólk með uppblásið egó.“ Ég var dómhart fífl Hilmir segist hafa verið vinsæll, góður í körfubolta, stór, vel byggður og þótti myndarlegur. „En dómharkan var rosaleg. Mér fannst hinn og þessi vera fífl og ég vissi allt betur en aðrir. Ég var meira að segja á móti því að samkynhneigðir myndu gifta sig eins og einhver algjör hálfviti. Hver var ég til þess að hafa þá skoðun?” segir Hilmir. Hilmar segist hafa verið algjört fífl. Fyrsta höggið kom þegar hann varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Hönd hans mölbrotnaði í þeim átökum og hann varð að hætta að spila körfubolta. „Í þessu tiltekna tilviki átti ég í raun ekki sök á því sem gerðist. Það var hoppað aftan á mig og ég rúlla eftir götunni og lendi svo hrikalega á úlnliðnum að hann var mölbrotinn. Ég var svæfður um leið og ég kom upp á spítala og skorinn upp. Daginn eftir var mér sagt að ég myndi aldrei spila körfubolta aftur og þú munt seint verða bakari.“ Handleggsbrotið leiddi til sjálfsvígshugsana Þegar þetta gerðist var Hilmir tvítugur. „Mér er sagt að ég geti hvorki unnið við það sem ég ætlaði að vinna, né gert tilraun við drauma mína í körfubolta. Í rauninni leið mér eins og lífið væri búið. Viðhorf mín byrjuðu aðeins að breytast eftir sjúkrahúsvistina, enda var það fyrsta skrefið í því að lemja niður egóið mitt. En það var bara byrjunin.” Næstu árin glímdi Hilmir við gríðarlegt þunglyndi og kvíða og íhugaði langtímum saman að taka eigið líf „Til að gera langa sögu stutta var ég í raun bara alveg farinn. Þar skiptust á þráhyggja, kvíði og þunglyndi og ég var alveg búinn að gleyma því hvernig það væri að líða vel. Ég var kominn á svo slæman stað að mér fannst ég algjör aumingi að vera ekki löngu búinn að drepa mig.“ Hilmar lýsir því að mjög erfitt sé að vita þegar maður hugsar um sjálfan sig sem lítið barn að hann hafi þá viljað enda líf mitt. „Það særir mig að hugsa það í dag, því þá vildi ég á sama tíma enda líf hans. Því ég er þessi litli strákur sem ég hef lært að taka í fangið,” segir Hilmir, sem hélt á tímabili að hann væri kominn réttu megin við línuna en vegferðin var langt í frá búin: Var kominn alveg á botninn „Það er búið að brjóta mig niður svo oft og svo mikið að ég hef neyðst til þess að breyta öllum mínum viðhorfum og því hvernig ég sé tilveruna. Þegar ég fór sem dýpst endaði ég í geðrofi á gólfinu grátandi og öskrandi þar til ég skalf og skalf og sofnaði svo í fimm klukkutíma liggjandi í fóstrustellingunni. Ég hef farið í gegnum nógu djúpan dal til þess að hafa fengið þá andlegu vakningu að sjá fólk fyrir það sem það raunverulega er og hafa samkennd með öllum. Ég var kominn alveg á botninn og var orðinn gríðarlega þunglyndur.“ Hilmar starfar nú sem öndunarþjálfari og lífið gengur vel. Þegar þarna var komið sögu var Hilmir farinn að lenda ítrekað í því að það slokknaði reglulega alveg á honum og taugakerfið var í hakki. „Ég tók ekki eftir því þá, en öndunin mín var orðin mjög slæm og ég var nánast hættur að anda öðruvísi en grunnt og í gegnum munninn. Ég var kominn með útbrot út um allt, þurr augu og allur stífur í liðamótum. Ég var kannski heima, en það voru öll ljós slökkt,” segir Hilmir, sem segist muna þegar hann náði að finna alvöru samkennd með sjálfum sér í fyrsta sinn: Mikil vakning þegar Hilmir tók sveppi „Ég hlaut mikla vakningu þegar ég tók psilociben sveppi í fyrsta sinn. Þá byrjaði ég að átta mig á því að líkaminn væri að tala við mig með öllum þessum einkennum eins og útbrotunum og að ég ætti gott skilið. Þá byrjaði vegferðin að bata, en hún tók talsverðan tíma. Þó að andlega væri ég búinn að átta mig og væri kominn á betri stað var líkamskerfið fast í árásar- og flóttaviðbragði. En samt voru tilfinningarnar byrjaðar að koma og ég man að ég skrifaði loksins einlægan status á Facebook og það átti þátt í að gjörbreyta lífi mínu.” Einar Carl Axelsson eigandi Primal Iceland sendi Hilmi skilaboð eftir færsluna sem hann setti á Facebook og kynnti hann fyrir öndunarþjálfun sem Hilmir segir að hafi bjargað lífi sínu: „Ég á Einari Carli gríðarlega mikið að þakka. Hann kenndi mér Buteyko-öndun, þar sem maður hægir á önduninni og það fór strax að hafa áhrif. Þá má eiginlega segja að hann hafi bjargað lífi mínu. Þegar ég byrjaði að finna betri líðan var ég eins og óður maður að gera öndunaræfingar fimm til sex sinnum á dag og líf mitt gjörbreyttist.“ Hefur gerbreyst eftir djúpa dali Útbrotin hurfu, tilfinningarnar byrjuðu að koma aftur og Hilmir fann slökun í fyrsta skipti í mörg mörg ár. „Ég fór að ná að vera til staðar í stað og stund og gat verið í núvitund í daglegum athöfnum. Ég man enn þegar ég hugsaði í fyrsta sinn í fjöldamörg ár að lífið gæti í alvörunni verið svona gott. Bara á venjulegum degi þar sem það var allt í einu mikil værð og slökun yfir mér.” Hilmir segir að nú brosi lífið við sér.Höddi Photography Hilmir hefur heldur betur gjörbreyst sem manneskja og segist í dag ekki vilja dæma nokkurn mann, enda hafi hann ekki verið í þeirra sporum. Hann starfar í dag sem öndunarþjálfari og finnur tilgang í því að hjálpa öðrum: „Tilgangurinn minn í dag er að vera til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína og svo annað fólk. Ég vil að vegferð mín verði mögulega til gagns fyrir aðra. Það að fara í gegnum svona dimma dali hjálpar manni að skilja fólk sem gengur í gegnum erfiða hluti. Það verður til samkennd og dómharkan fer. Þá fer maður að skilja að tilgangur okkar er að hjálpa hvoru öðru og vera til staðar, af því að við erum öll í þessu saman. Sælla er að gefa en að þiggja.” Hægt er að nálgast viðtalið við Hilmi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hilmir er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar segist hann þakklátur fyrir allt það sem hann hefur mátt ganga í gegnum. „Ég hef verið brotinn niður aftur og aftur bæði andlega og líkamlega, en það var kannski það sem þurfti til þess að ég yrði maðurinn sem mér er ætlað að vera. Ég sé það núna að ég var eiginlega hálfgerður skíthæll og fannst ég betri en annað fólk með uppblásið egó.“ Ég var dómhart fífl Hilmir segist hafa verið vinsæll, góður í körfubolta, stór, vel byggður og þótti myndarlegur. „En dómharkan var rosaleg. Mér fannst hinn og þessi vera fífl og ég vissi allt betur en aðrir. Ég var meira að segja á móti því að samkynhneigðir myndu gifta sig eins og einhver algjör hálfviti. Hver var ég til þess að hafa þá skoðun?” segir Hilmir. Hilmar segist hafa verið algjört fífl. Fyrsta höggið kom þegar hann varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Hönd hans mölbrotnaði í þeim átökum og hann varð að hætta að spila körfubolta. „Í þessu tiltekna tilviki átti ég í raun ekki sök á því sem gerðist. Það var hoppað aftan á mig og ég rúlla eftir götunni og lendi svo hrikalega á úlnliðnum að hann var mölbrotinn. Ég var svæfður um leið og ég kom upp á spítala og skorinn upp. Daginn eftir var mér sagt að ég myndi aldrei spila körfubolta aftur og þú munt seint verða bakari.“ Handleggsbrotið leiddi til sjálfsvígshugsana Þegar þetta gerðist var Hilmir tvítugur. „Mér er sagt að ég geti hvorki unnið við það sem ég ætlaði að vinna, né gert tilraun við drauma mína í körfubolta. Í rauninni leið mér eins og lífið væri búið. Viðhorf mín byrjuðu aðeins að breytast eftir sjúkrahúsvistina, enda var það fyrsta skrefið í því að lemja niður egóið mitt. En það var bara byrjunin.” Næstu árin glímdi Hilmir við gríðarlegt þunglyndi og kvíða og íhugaði langtímum saman að taka eigið líf „Til að gera langa sögu stutta var ég í raun bara alveg farinn. Þar skiptust á þráhyggja, kvíði og þunglyndi og ég var alveg búinn að gleyma því hvernig það væri að líða vel. Ég var kominn á svo slæman stað að mér fannst ég algjör aumingi að vera ekki löngu búinn að drepa mig.“ Hilmar lýsir því að mjög erfitt sé að vita þegar maður hugsar um sjálfan sig sem lítið barn að hann hafi þá viljað enda líf mitt. „Það særir mig að hugsa það í dag, því þá vildi ég á sama tíma enda líf hans. Því ég er þessi litli strákur sem ég hef lært að taka í fangið,” segir Hilmir, sem hélt á tímabili að hann væri kominn réttu megin við línuna en vegferðin var langt í frá búin: Var kominn alveg á botninn „Það er búið að brjóta mig niður svo oft og svo mikið að ég hef neyðst til þess að breyta öllum mínum viðhorfum og því hvernig ég sé tilveruna. Þegar ég fór sem dýpst endaði ég í geðrofi á gólfinu grátandi og öskrandi þar til ég skalf og skalf og sofnaði svo í fimm klukkutíma liggjandi í fóstrustellingunni. Ég hef farið í gegnum nógu djúpan dal til þess að hafa fengið þá andlegu vakningu að sjá fólk fyrir það sem það raunverulega er og hafa samkennd með öllum. Ég var kominn alveg á botninn og var orðinn gríðarlega þunglyndur.“ Hilmar starfar nú sem öndunarþjálfari og lífið gengur vel. Þegar þarna var komið sögu var Hilmir farinn að lenda ítrekað í því að það slokknaði reglulega alveg á honum og taugakerfið var í hakki. „Ég tók ekki eftir því þá, en öndunin mín var orðin mjög slæm og ég var nánast hættur að anda öðruvísi en grunnt og í gegnum munninn. Ég var kominn með útbrot út um allt, þurr augu og allur stífur í liðamótum. Ég var kannski heima, en það voru öll ljós slökkt,” segir Hilmir, sem segist muna þegar hann náði að finna alvöru samkennd með sjálfum sér í fyrsta sinn: Mikil vakning þegar Hilmir tók sveppi „Ég hlaut mikla vakningu þegar ég tók psilociben sveppi í fyrsta sinn. Þá byrjaði ég að átta mig á því að líkaminn væri að tala við mig með öllum þessum einkennum eins og útbrotunum og að ég ætti gott skilið. Þá byrjaði vegferðin að bata, en hún tók talsverðan tíma. Þó að andlega væri ég búinn að átta mig og væri kominn á betri stað var líkamskerfið fast í árásar- og flóttaviðbragði. En samt voru tilfinningarnar byrjaðar að koma og ég man að ég skrifaði loksins einlægan status á Facebook og það átti þátt í að gjörbreyta lífi mínu.” Einar Carl Axelsson eigandi Primal Iceland sendi Hilmi skilaboð eftir færsluna sem hann setti á Facebook og kynnti hann fyrir öndunarþjálfun sem Hilmir segir að hafi bjargað lífi sínu: „Ég á Einari Carli gríðarlega mikið að þakka. Hann kenndi mér Buteyko-öndun, þar sem maður hægir á önduninni og það fór strax að hafa áhrif. Þá má eiginlega segja að hann hafi bjargað lífi mínu. Þegar ég byrjaði að finna betri líðan var ég eins og óður maður að gera öndunaræfingar fimm til sex sinnum á dag og líf mitt gjörbreyttist.“ Hefur gerbreyst eftir djúpa dali Útbrotin hurfu, tilfinningarnar byrjuðu að koma aftur og Hilmir fann slökun í fyrsta skipti í mörg mörg ár. „Ég fór að ná að vera til staðar í stað og stund og gat verið í núvitund í daglegum athöfnum. Ég man enn þegar ég hugsaði í fyrsta sinn í fjöldamörg ár að lífið gæti í alvörunni verið svona gott. Bara á venjulegum degi þar sem það var allt í einu mikil værð og slökun yfir mér.” Hilmir segir að nú brosi lífið við sér.Höddi Photography Hilmir hefur heldur betur gjörbreyst sem manneskja og segist í dag ekki vilja dæma nokkurn mann, enda hafi hann ekki verið í þeirra sporum. Hann starfar í dag sem öndunarþjálfari og finnur tilgang í því að hjálpa öðrum: „Tilgangurinn minn í dag er að vera til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína og svo annað fólk. Ég vil að vegferð mín verði mögulega til gagns fyrir aðra. Það að fara í gegnum svona dimma dali hjálpar manni að skilja fólk sem gengur í gegnum erfiða hluti. Það verður til samkennd og dómharkan fer. Þá fer maður að skilja að tilgangur okkar er að hjálpa hvoru öðru og vera til staðar, af því að við erum öll í þessu saman. Sælla er að gefa en að þiggja.” Hægt er að nálgast viðtalið við Hilmi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira