Bókanir undir væntingum en ekki hægt að tala um hrun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 14:43 Kristófer Oliversson er framkvæmdastjóri Center hótela, og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Sigurjón Ólason Gistinætur á Íslandi í maí voru um fimmtán prósent færri en á sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn í hótelgistingu var 7,1 prósent og var mestur á Austurlandi, eða um 24 prósent. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að bókunarstaðan sé undir væntingum, en ekki sé hægt að tala um hrun. „Jújú apríl og maí sérstaklega voru verulega undir væntingum, og júní að vissu leyti líka þó það sé misjafnt eftir landshlutum. En klárlega undir áætlunum,“ segir Kristófer. Hann vonar að það rætist úr þessu og staðan lagist þegar líður á haustið. Nokkur munur er milli landshluta, en mesti samdrátturinn hefur verið á Austurlandi og Norðurlandi. Á Vestfjörðum hefur verið fjölgun í komu skemmtiferðaskipa. „Vestfirðir eru mikið skipakomusvæði orðið, og hluti af Norðurlandinu líka. Það hefur verið aukning í skipakomum, en við erum náttúrulega fyrst og fremst að horfa á hótelgistinguna sem við viljum að sé byggð upp,“ segir Kristófer. Að þeirra mati sé það besta stefnan fyrir landsbyggðina, að byggja upp sjálfbæra gistiþjónustu í landi. „Ekkert gríðarlegt hrun“ „Jájá við megum ekki gleyma því að það er ekkert gríðarlegt hrun, kannski síst á Suðurlandi, þótt það sé undir væntingum. Ég held það séu frekar þeir landshlutar sem eru lengra í burtu sem hafa fundið fyrir þessu. Suðurlandi er og verður eftirsóknarverður staður, og höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin líka,“ segir Kristófer. Kristófer segir að hótelbransinn á Íslandi búi við miklar skattahækkanir og launahækkanir, og afleiðingin sé sú að gríðarlega dýrt sé að gista á hótelum. Aðrir aðilar eins og Airbnb íbúðir og skipagistingar hafi skattalegt forskot umfram hótelin. Airbnb herbergin miklu fleiri en hótelherbergi „Svo má ekki gleyma því að til dæmis hérna á höfuðborgarsvæðinu, eru Airbnb herbergi miklu fleiri en hótelherbergi yfir sumarið. Meðan að við erum með 5500 hótelherbergi, eru kannski átta til níu þúsund Airbnb herbergi í boði,“ segir Kristófer. Um áramótin var gistiskattur, sem lagður var af á Covid-árunum lagður aftur á og tvöfaldaður. „Við finnum verulega fyrir því þegar dregur saman. Við hefðum kannski sirka þurft að sleppa við gistináttaskattinn til að halda í horfurnar,“ segir Kristófer. Hann segir að á stöðum þar sem ferðamannavertíðin er aðallega á sumrin, eins og á Austfjörðum, hafi það veruleg áhrif ef fyrri hluti sumarsins bregst. „Við vitum náttúrulega ekki núna hvort það rætist úr þessu, en það gerir það vonandi,“ segir Kristófer. Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Tengdar fréttir „Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
„Jújú apríl og maí sérstaklega voru verulega undir væntingum, og júní að vissu leyti líka þó það sé misjafnt eftir landshlutum. En klárlega undir áætlunum,“ segir Kristófer. Hann vonar að það rætist úr þessu og staðan lagist þegar líður á haustið. Nokkur munur er milli landshluta, en mesti samdrátturinn hefur verið á Austurlandi og Norðurlandi. Á Vestfjörðum hefur verið fjölgun í komu skemmtiferðaskipa. „Vestfirðir eru mikið skipakomusvæði orðið, og hluti af Norðurlandinu líka. Það hefur verið aukning í skipakomum, en við erum náttúrulega fyrst og fremst að horfa á hótelgistinguna sem við viljum að sé byggð upp,“ segir Kristófer. Að þeirra mati sé það besta stefnan fyrir landsbyggðina, að byggja upp sjálfbæra gistiþjónustu í landi. „Ekkert gríðarlegt hrun“ „Jájá við megum ekki gleyma því að það er ekkert gríðarlegt hrun, kannski síst á Suðurlandi, þótt það sé undir væntingum. Ég held það séu frekar þeir landshlutar sem eru lengra í burtu sem hafa fundið fyrir þessu. Suðurlandi er og verður eftirsóknarverður staður, og höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin líka,“ segir Kristófer. Kristófer segir að hótelbransinn á Íslandi búi við miklar skattahækkanir og launahækkanir, og afleiðingin sé sú að gríðarlega dýrt sé að gista á hótelum. Aðrir aðilar eins og Airbnb íbúðir og skipagistingar hafi skattalegt forskot umfram hótelin. Airbnb herbergin miklu fleiri en hótelherbergi „Svo má ekki gleyma því að til dæmis hérna á höfuðborgarsvæðinu, eru Airbnb herbergi miklu fleiri en hótelherbergi yfir sumarið. Meðan að við erum með 5500 hótelherbergi, eru kannski átta til níu þúsund Airbnb herbergi í boði,“ segir Kristófer. Um áramótin var gistiskattur, sem lagður var af á Covid-árunum lagður aftur á og tvöfaldaður. „Við finnum verulega fyrir því þegar dregur saman. Við hefðum kannski sirka þurft að sleppa við gistináttaskattinn til að halda í horfurnar,“ segir Kristófer. Hann segir að á stöðum þar sem ferðamannavertíðin er aðallega á sumrin, eins og á Austfjörðum, hafi það veruleg áhrif ef fyrri hluti sumarsins bregst. „Við vitum náttúrulega ekki núna hvort það rætist úr þessu, en það gerir það vonandi,“ segir Kristófer.
Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Tengdar fréttir „Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
„Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15
Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21