„Stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2024 22:50 Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður fangelsanna á Hólmsheiði og Litla Hrauni. Vísir/Sigurjón Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa, en haldi aukningin áfram geti skapast vandamál. Undanfarið hefur verið fjallað um mál Mohamads Korani, sem var í gær sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og fjölda valdstjórnarbrota. Þar á meðal eru hótanir í garð lögreglumanna og fangavarða, og að hrækja á fangaverði. Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir starfsmenn fangelsanna vel í stakk búna til að takast á við slík mál. „Á Litla Hrauni erum við með sérstakan öryggisgang fyrir þá sem ekki geta vistast innan um almenna fanga. Við getum einnig vistað menn tímabundið í einangrun,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði fangelsismálastjóri að slæm hegðun fanga hefði færst í aukana. Halldór segir það einnig sína upplifun. Meginmarkmiðið sé að fangar komist farsællega í gegnum afplánun. Þó séu dæmi um fanga sem glími við geðsjúkdóma eða hafi verið í mikill neyslu. Því geti fylgt erfiður hegðunarvandi, sem oftast sé tímabundinn. Fangelsin ráði almennt vel við þau verkefni. Nýtt fangelsi muni breyta miklu „Ef þessum málum fer að fjölga mjög mikið og við sjáum mikla aukningu í einstaklingum með mikla þjónustuþörf, mikla þörf á aðstoð og mikinn hegðunarvanda, þá eigum við kannski erfitt með að sinna þjónustu við hina fangana jafnvel.“ Það sé þó ekki fyrsta úrræði að setja menn í einangrun, þegar þeir glími við slíkan vanda. „Þetta er stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun. Koma þeim í einhvers konar virkni, daglega rútínu og annað,“ segir Halldór. Þar komi að sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðheilsuteymi fangelsanna og heilsugæsla. Halldór segir nýtt fangelsi á Litlau Hrauni munu miklu breyta. „Aðstæður munu þá aðstoða okkur við það að takast á við erfiða einstaklinga, og gera í raun afplánun erfiðari einstaklinga auðveldari.“ Enn eru þónokkur ár í að nýtt fangelsi á Litla Hrauni verði tekið í gagnið, og því verði þau fangelsi sem nú standa að duga. „Þau ráða við vandann sem við erum að takast á við í dag, en ef hann eykst mikið þá erum við fljót að lenda í vanda.“ Fangelsismál Mál Mohamad Kourani Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um mál Mohamads Korani, sem var í gær sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og fjölda valdstjórnarbrota. Þar á meðal eru hótanir í garð lögreglumanna og fangavarða, og að hrækja á fangaverði. Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir starfsmenn fangelsanna vel í stakk búna til að takast á við slík mál. „Á Litla Hrauni erum við með sérstakan öryggisgang fyrir þá sem ekki geta vistast innan um almenna fanga. Við getum einnig vistað menn tímabundið í einangrun,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði fangelsismálastjóri að slæm hegðun fanga hefði færst í aukana. Halldór segir það einnig sína upplifun. Meginmarkmiðið sé að fangar komist farsællega í gegnum afplánun. Þó séu dæmi um fanga sem glími við geðsjúkdóma eða hafi verið í mikill neyslu. Því geti fylgt erfiður hegðunarvandi, sem oftast sé tímabundinn. Fangelsin ráði almennt vel við þau verkefni. Nýtt fangelsi muni breyta miklu „Ef þessum málum fer að fjölga mjög mikið og við sjáum mikla aukningu í einstaklingum með mikla þjónustuþörf, mikla þörf á aðstoð og mikinn hegðunarvanda, þá eigum við kannski erfitt með að sinna þjónustu við hina fangana jafnvel.“ Það sé þó ekki fyrsta úrræði að setja menn í einangrun, þegar þeir glími við slíkan vanda. „Þetta er stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun. Koma þeim í einhvers konar virkni, daglega rútínu og annað,“ segir Halldór. Þar komi að sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðheilsuteymi fangelsanna og heilsugæsla. Halldór segir nýtt fangelsi á Litlau Hrauni munu miklu breyta. „Aðstæður munu þá aðstoða okkur við það að takast á við erfiða einstaklinga, og gera í raun afplánun erfiðari einstaklinga auðveldari.“ Enn eru þónokkur ár í að nýtt fangelsi á Litla Hrauni verði tekið í gagnið, og því verði þau fangelsi sem nú standa að duga. „Þau ráða við vandann sem við erum að takast á við í dag, en ef hann eykst mikið þá erum við fljót að lenda í vanda.“
Fangelsismál Mál Mohamad Kourani Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira