„Stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2024 22:50 Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður fangelsanna á Hólmsheiði og Litla Hrauni. Vísir/Sigurjón Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa, en haldi aukningin áfram geti skapast vandamál. Undanfarið hefur verið fjallað um mál Mohamads Korani, sem var í gær sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og fjölda valdstjórnarbrota. Þar á meðal eru hótanir í garð lögreglumanna og fangavarða, og að hrækja á fangaverði. Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir starfsmenn fangelsanna vel í stakk búna til að takast á við slík mál. „Á Litla Hrauni erum við með sérstakan öryggisgang fyrir þá sem ekki geta vistast innan um almenna fanga. Við getum einnig vistað menn tímabundið í einangrun,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði fangelsismálastjóri að slæm hegðun fanga hefði færst í aukana. Halldór segir það einnig sína upplifun. Meginmarkmiðið sé að fangar komist farsællega í gegnum afplánun. Þó séu dæmi um fanga sem glími við geðsjúkdóma eða hafi verið í mikill neyslu. Því geti fylgt erfiður hegðunarvandi, sem oftast sé tímabundinn. Fangelsin ráði almennt vel við þau verkefni. Nýtt fangelsi muni breyta miklu „Ef þessum málum fer að fjölga mjög mikið og við sjáum mikla aukningu í einstaklingum með mikla þjónustuþörf, mikla þörf á aðstoð og mikinn hegðunarvanda, þá eigum við kannski erfitt með að sinna þjónustu við hina fangana jafnvel.“ Það sé þó ekki fyrsta úrræði að setja menn í einangrun, þegar þeir glími við slíkan vanda. „Þetta er stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun. Koma þeim í einhvers konar virkni, daglega rútínu og annað,“ segir Halldór. Þar komi að sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðheilsuteymi fangelsanna og heilsugæsla. Halldór segir nýtt fangelsi á Litlau Hrauni munu miklu breyta. „Aðstæður munu þá aðstoða okkur við það að takast á við erfiða einstaklinga, og gera í raun afplánun erfiðari einstaklinga auðveldari.“ Enn eru þónokkur ár í að nýtt fangelsi á Litla Hrauni verði tekið í gagnið, og því verði þau fangelsi sem nú standa að duga. „Þau ráða við vandann sem við erum að takast á við í dag, en ef hann eykst mikið þá erum við fljót að lenda í vanda.“ Fangelsismál Mál Mohamad Kourani Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um mál Mohamads Korani, sem var í gær sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og fjölda valdstjórnarbrota. Þar á meðal eru hótanir í garð lögreglumanna og fangavarða, og að hrækja á fangaverði. Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir starfsmenn fangelsanna vel í stakk búna til að takast á við slík mál. „Á Litla Hrauni erum við með sérstakan öryggisgang fyrir þá sem ekki geta vistast innan um almenna fanga. Við getum einnig vistað menn tímabundið í einangrun,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði fangelsismálastjóri að slæm hegðun fanga hefði færst í aukana. Halldór segir það einnig sína upplifun. Meginmarkmiðið sé að fangar komist farsællega í gegnum afplánun. Þó séu dæmi um fanga sem glími við geðsjúkdóma eða hafi verið í mikill neyslu. Því geti fylgt erfiður hegðunarvandi, sem oftast sé tímabundinn. Fangelsin ráði almennt vel við þau verkefni. Nýtt fangelsi muni breyta miklu „Ef þessum málum fer að fjölga mjög mikið og við sjáum mikla aukningu í einstaklingum með mikla þjónustuþörf, mikla þörf á aðstoð og mikinn hegðunarvanda, þá eigum við kannski erfitt með að sinna þjónustu við hina fangana jafnvel.“ Það sé þó ekki fyrsta úrræði að setja menn í einangrun, þegar þeir glími við slíkan vanda. „Þetta er stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun. Koma þeim í einhvers konar virkni, daglega rútínu og annað,“ segir Halldór. Þar komi að sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðheilsuteymi fangelsanna og heilsugæsla. Halldór segir nýtt fangelsi á Litlau Hrauni munu miklu breyta. „Aðstæður munu þá aðstoða okkur við það að takast á við erfiða einstaklinga, og gera í raun afplánun erfiðari einstaklinga auðveldari.“ Enn eru þónokkur ár í að nýtt fangelsi á Litla Hrauni verði tekið í gagnið, og því verði þau fangelsi sem nú standa að duga. „Þau ráða við vandann sem við erum að takast á við í dag, en ef hann eykst mikið þá erum við fljót að lenda í vanda.“
Fangelsismál Mál Mohamad Kourani Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira