Magnús Már Kristjánsson prófessor er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 11:19 Magnús Már Kristjánsson kom víða við á löngum og farsælum fræðimannsferli. Jón Atli Benediktsson Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, lést áttunda júlí síðastliðinn 66 ára að aldri. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá andláti hans í færslu á Facebook. Kom víða við á löngum ferli Magnús fæddist 27. ágúst 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977. Magnús lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1980, M.Sc.-prófi frá University of California Davis í matvælaefnafræði 1983 og doktorsgráðu frá Cornell University í matvælaefnafræði 1988. Að námi loknu starfaði Magnús sem sérfræðingur við Center for Marin Bioteknologi, Danmarks Tekniske Universitet, árin 1988-1991. Hann var sérfræðingur við Raunvísindastofnun 1991-1994 og fræðimaður 1994-1998. Hann var dósent í matvælaefnafræði 1999-2008, í lífefnafræði 2008-2009 og síðan prófessor frá 2009. Magnús var deildarstjóri lífefnafræðideildar innan Raunvísindastofnunar 2009-2022. Hann var gestakennari við nokkra erlenda háskóla á ferli sínum, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Frábær leiðbeinandi og kennari Jón Atli segir Magnús hafa stundað fjölbreyttar rannsóknir á próteinkljúfum úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda, í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. „Framlag hans jók skilning á sambandi innri byggingar þessara kuldavirku ensíma og hvötunargetu þeirra. Sú þekking er mikilvæg til að skilja hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði. Fjöldi nemenda vann að þessum verkefnum sem hluta af prófgráðum sínum og var Magnús annálaður sem frábær leiðbeinandi og kennari,“ segir Jón Atli. Jón Atli þakkar störf Magnúsar Más Kristjánssonar í þágu skólans fyrir hönd Háskóla Íslands og vottar aðstandendum hans innilega samúð. Andlát Háskólar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá andláti hans í færslu á Facebook. Kom víða við á löngum ferli Magnús fæddist 27. ágúst 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977. Magnús lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1980, M.Sc.-prófi frá University of California Davis í matvælaefnafræði 1983 og doktorsgráðu frá Cornell University í matvælaefnafræði 1988. Að námi loknu starfaði Magnús sem sérfræðingur við Center for Marin Bioteknologi, Danmarks Tekniske Universitet, árin 1988-1991. Hann var sérfræðingur við Raunvísindastofnun 1991-1994 og fræðimaður 1994-1998. Hann var dósent í matvælaefnafræði 1999-2008, í lífefnafræði 2008-2009 og síðan prófessor frá 2009. Magnús var deildarstjóri lífefnafræðideildar innan Raunvísindastofnunar 2009-2022. Hann var gestakennari við nokkra erlenda háskóla á ferli sínum, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Frábær leiðbeinandi og kennari Jón Atli segir Magnús hafa stundað fjölbreyttar rannsóknir á próteinkljúfum úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda, í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. „Framlag hans jók skilning á sambandi innri byggingar þessara kuldavirku ensíma og hvötunargetu þeirra. Sú þekking er mikilvæg til að skilja hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði. Fjöldi nemenda vann að þessum verkefnum sem hluta af prófgráðum sínum og var Magnús annálaður sem frábær leiðbeinandi og kennari,“ segir Jón Atli. Jón Atli þakkar störf Magnúsar Más Kristjánssonar í þágu skólans fyrir hönd Háskóla Íslands og vottar aðstandendum hans innilega samúð.
Andlát Háskólar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira