Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 13:48 Tómas Ingvason er faðir manns sem lést á Litla-Hrauni í maí. Aðsend Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. „Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er stjórnsýsluofbeldi finnst manni. Maður er að syrgja og svo stendur maður í þessu líka. Þetta á ekki að vera svona,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu. Málið er Tómasi mjög erfitt, en sonur hans lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. „Það er ekki auðvelt að standa í þessu og þurfa að ströggla við yfirvöld líka.“ Mannlíf greindi frá því í morgun að umboðsmaður Alþingis hefði sent lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli lögreglan hafi hafnað beiðni Tómasar um að fá bréfið afhent. Umboðsmaður vill fá gögn málsins afhent í síðasta lagi 12. ágúst næstkomandi. Tómas upplifir þessa beiðni umboðsmanns sem sigur. „Ég var mjög ánægður að fá þetta sent í gær. Það er einhver hreyfing á málinu.“ Ástæðan sem lögreglan hefur gefið Tómasi fyrir því að halda aftur af bréfinu eru rannsóknarhagsmunir. „Málið er hið furðulegasta, að það sé hægt að breiða yfir bréf og halda eftir bréfum út af rannsóknarhagsmunum. Ég veit ekki hvaða rannsóknarhagsmunir það eru. Þetta er í hött því hann er ekki talinn hafa látist með saknæmum hætti. Hvað er þá verið að rannsaka?“ segir Tómas sem bætir við að hann fái ekki svör við því hvaða rannsóknarhagsmuni um ræðir. Tómas hefur fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er hluti bréfsins yfirstikaður. „Það er bara blátt yfir þeim texta sem ég má ekki sjá,“ segir hann og bætir við að honum hafi verið sagt að hlutinn sem hann fær ekki að sjá eigi að vera stílaður á annan einstakling. Nokkuð var fjallað um andlát sonar Tómasar í maí. Þá kom meðal annars fram að sonurinn, sem var á Litla-Hrauni, hafði óskað eftir aðstoð vegna andlegra veikinda um helgi en verið sagt að bíða til mánudags. Hann lést á sunnudegi. Tómas gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og stjórnvalda. Honum finnst hann illa upplýstur um mál sonar síns og segir lítið um svör þegar eftir þeim sé óskað. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er stjórnsýsluofbeldi finnst manni. Maður er að syrgja og svo stendur maður í þessu líka. Þetta á ekki að vera svona,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu. Málið er Tómasi mjög erfitt, en sonur hans lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. „Það er ekki auðvelt að standa í þessu og þurfa að ströggla við yfirvöld líka.“ Mannlíf greindi frá því í morgun að umboðsmaður Alþingis hefði sent lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli lögreglan hafi hafnað beiðni Tómasar um að fá bréfið afhent. Umboðsmaður vill fá gögn málsins afhent í síðasta lagi 12. ágúst næstkomandi. Tómas upplifir þessa beiðni umboðsmanns sem sigur. „Ég var mjög ánægður að fá þetta sent í gær. Það er einhver hreyfing á málinu.“ Ástæðan sem lögreglan hefur gefið Tómasi fyrir því að halda aftur af bréfinu eru rannsóknarhagsmunir. „Málið er hið furðulegasta, að það sé hægt að breiða yfir bréf og halda eftir bréfum út af rannsóknarhagsmunum. Ég veit ekki hvaða rannsóknarhagsmunir það eru. Þetta er í hött því hann er ekki talinn hafa látist með saknæmum hætti. Hvað er þá verið að rannsaka?“ segir Tómas sem bætir við að hann fái ekki svör við því hvaða rannsóknarhagsmuni um ræðir. Tómas hefur fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er hluti bréfsins yfirstikaður. „Það er bara blátt yfir þeim texta sem ég má ekki sjá,“ segir hann og bætir við að honum hafi verið sagt að hlutinn sem hann fær ekki að sjá eigi að vera stílaður á annan einstakling. Nokkuð var fjallað um andlát sonar Tómasar í maí. Þá kom meðal annars fram að sonurinn, sem var á Litla-Hrauni, hafði óskað eftir aðstoð vegna andlegra veikinda um helgi en verið sagt að bíða til mánudags. Hann lést á sunnudegi. Tómas gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og stjórnvalda. Honum finnst hann illa upplýstur um mál sonar síns og segir lítið um svör þegar eftir þeim sé óskað. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira