Hundur fyrir norðan var hætt kominn eftir fjörutíu mínútur í bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 16:24 Það getur verið hættulegt fyrir hunda að vera í heitum bíl þó það sé í skamma stund. Myndin er úr safni. Getty „Þetta er ekki bara eitthvað útlandavandamál,“ segir Elva Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri um ofhitnun hunda, en slíkt getur gerst á Íslandi þrátt fyrir að hitinn hér á landi sé talsvert lægri en erlendis. Á dögunum tóku þau hjá dýraspítalanum á móti labrador-tík sem hafði verið í heitum bíl í fjörutíu mínútur. Að sögn Elvu var hundurinn í lífshættu en sem betur fer virðist hafa jafnað sig að fullu eftir meðferð sem tók hálfan dag. „Hundurinn var kominn með yfir fjörutíu stiga hita og krampa og var bara næstum því dáinn,“ segir Elva. „Þessir hundar kæla sig bara niður með tungunni og önduninni, ekki eins og við sem svitnum og erum með alls konar kælikerfi í gangi. Þannig þegar umhverfi hundsins er komið yfir 35 stiga hita þá hitnar hann, hitnar og hitnar bara.“ Bílar hættulegastir Að sögn Elvu stafar mesta hættan í hitanum af bílum. „Bara ef það er hlýtt í veðri. Það þarf ekki að vera brjáluð sól þá hitnar bíll umtalsvert,“ segir hún. „Það má bara alls ekki skilja hunda eftir í bílunum á góðum sumardegi þegar sólin skín. Því bíllinn hitnar langt umfram hitastig hundsins.“ Mörg dæmi er um að hundar lendi illa í því í ofheitum bíl á Íslandi, og segir Elva að það hafi komið fyrir að hundur hafi dáið. „Þetta þarf bara að vera hálftími, klukkutími og hundurinn er kominn í alvarlega lífshættu í heitum bíl. Eðlilegt hitastig hunda er 38 til 38.5 gráður og í öllu umfram það þá bara hitnar hundurinn. Eins og allir vita má ekki skilja börn eftir í bíl. Þetta er bara nákvæmlega það sama.“ Þó að loftkælingin í bílnum sé lágt stillt nær það ekki endilega til hunds sem er í búri aftur í bílnum umkringt öðrum hlutum. Þá hjálpi rifa á rúðu lítið. Því sé um að gera að leyfa hundinum reglulega að fara úr bílnum, hreyfa sig smá, og fá vatn. Hundurinn er besti vinur mannsins. Hér má sjá rithöfundinn Ernest Hemingway, Hollywood-leikarann Gary Cooper, og veiðimanninn Taylor Williams árið 1940 ásamt veiðihundum.Lloyd Arnold/Getty Leikir og göngutúrar geti líka verið varasamir Elva segir þó að hundar geti einnig ofhitnað úti í sólinni á Íslandi. „Þeir gætu hafa verið í leik úti á lóð með krökkum eða í löngum göngutúr í heitu veðri og gengið fram af sér.“ Hundarnir kunni sér ekki takmörk í góðum leik. Elva minnir hundaeigendur á að vera með vatn meðferðis, og leyfa hundunum að hvíla sig í skugga. Lendi fólk í því að hundurinn þeirra ofhitni er fyrsta verk að kæla hundinn niður, og ef það er ekki að ganga þá segir Elva að fólk eigi að leita til dýralæknis þar sem dýrið fái viðeigandi meðferð. Dýr Akureyri Dýraheilbrigði Bílar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Á dögunum tóku þau hjá dýraspítalanum á móti labrador-tík sem hafði verið í heitum bíl í fjörutíu mínútur. Að sögn Elvu var hundurinn í lífshættu en sem betur fer virðist hafa jafnað sig að fullu eftir meðferð sem tók hálfan dag. „Hundurinn var kominn með yfir fjörutíu stiga hita og krampa og var bara næstum því dáinn,“ segir Elva. „Þessir hundar kæla sig bara niður með tungunni og önduninni, ekki eins og við sem svitnum og erum með alls konar kælikerfi í gangi. Þannig þegar umhverfi hundsins er komið yfir 35 stiga hita þá hitnar hann, hitnar og hitnar bara.“ Bílar hættulegastir Að sögn Elvu stafar mesta hættan í hitanum af bílum. „Bara ef það er hlýtt í veðri. Það þarf ekki að vera brjáluð sól þá hitnar bíll umtalsvert,“ segir hún. „Það má bara alls ekki skilja hunda eftir í bílunum á góðum sumardegi þegar sólin skín. Því bíllinn hitnar langt umfram hitastig hundsins.“ Mörg dæmi er um að hundar lendi illa í því í ofheitum bíl á Íslandi, og segir Elva að það hafi komið fyrir að hundur hafi dáið. „Þetta þarf bara að vera hálftími, klukkutími og hundurinn er kominn í alvarlega lífshættu í heitum bíl. Eðlilegt hitastig hunda er 38 til 38.5 gráður og í öllu umfram það þá bara hitnar hundurinn. Eins og allir vita má ekki skilja börn eftir í bíl. Þetta er bara nákvæmlega það sama.“ Þó að loftkælingin í bílnum sé lágt stillt nær það ekki endilega til hunds sem er í búri aftur í bílnum umkringt öðrum hlutum. Þá hjálpi rifa á rúðu lítið. Því sé um að gera að leyfa hundinum reglulega að fara úr bílnum, hreyfa sig smá, og fá vatn. Hundurinn er besti vinur mannsins. Hér má sjá rithöfundinn Ernest Hemingway, Hollywood-leikarann Gary Cooper, og veiðimanninn Taylor Williams árið 1940 ásamt veiðihundum.Lloyd Arnold/Getty Leikir og göngutúrar geti líka verið varasamir Elva segir þó að hundar geti einnig ofhitnað úti í sólinni á Íslandi. „Þeir gætu hafa verið í leik úti á lóð með krökkum eða í löngum göngutúr í heitu veðri og gengið fram af sér.“ Hundarnir kunni sér ekki takmörk í góðum leik. Elva minnir hundaeigendur á að vera með vatn meðferðis, og leyfa hundunum að hvíla sig í skugga. Lendi fólk í því að hundurinn þeirra ofhitni er fyrsta verk að kæla hundinn niður, og ef það er ekki að ganga þá segir Elva að fólk eigi að leita til dýralæknis þar sem dýrið fái viðeigandi meðferð.
Dýr Akureyri Dýraheilbrigði Bílar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira