Ritstjóra DV dæmdur ósigur eftir símhringingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2024 13:16 Björn (til hægri) ásamt bróður sínum Braga við skákborðið á Ingólfstorgi á laugardaginn. Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák var í banastuði á útiskákmóti á Ingólfstorgi í bongóblíðunni á laugardaginn. Lífið lék við Björn þar til að sími hringdi. Björn er mikill húmoristi og segir frá laugardagsævintýrum sínum í færslu á Facebook. Blásið var til útiskákmóts á Ingólfstorgi í tilefni af hundrað ára afmæli Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Aðstæður gátu ekki verið betri enda var boðið upp á einn besta dag sumarins,“ segir Björn. En þegar allt lék í lyndi fór í hönd það sem Björn kallar „raðfjölskyldusímaharmleik“ sem átti eftir að setja svip sinn á mótið og í raun allan daginn. Forsetinn dæmdi tap Tefldar voru níu skákir á mótinu og hafði Björn unnið fyrstu þrjár gegn verðugum andstæðingum. Fram undan var ein af úrslitaskákum mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Allt var í járnum í skákinni þegar sími hringdi skyndilega. Síminn var í jakkavasa Björns. „Verður smá uppnám, aðallega því að ég þekkti ekki einu sinni hringitóninn og var að reyna að átta mig á hvað hafði gerst, en svo steig Gunnar Björnsson, forseti SÍ og skákdómari, réttilega inn í og dæmdi tap á mig,“ segir Björn. Hann var sjálfur forseti Skáksambandsins um árabil og þekkir vel reglur um símabann á skákmótum. „Ég var smá stund að meðtaka atburðarásina enda er ég mjög passasamur á að slökkva á símanum mínum í þessum aðstæðum.“ Spjallgleði drottningar Allt í einu fattaði Björn hvað hefði gerst. Sonur hans hafði rétt fyrir skákina gegn Arnari beðið föður sinn um að passa símann rétt á meðan hann skaust í nærliggjandi sjoppu. Það var svo heittelskaður betri helmingur Björns og barnsmóðir sem hringdi símtalið örlagaríka. „Það hefur tekið 24 ár að spjallgleði drottningarinnar yrði mér að fjörtjóni en sennilega var það óhjákvæmilegt!“ segir Björn og slær hvergi af í gríni sínu. „Ég var talsvert sleginn eftir þessar vendingar og tapaði einnig næstu skák í mótinu en náð svo vopnum mínum á ný og náði að landa öðru sætinu í mótinu með 7 vinninga af 9, sem ég var í raun hinn kátasti með í ljósi áðurnefndra hörmunga.“ Síminn týndur, eða hvað? Einhverjir hefðu farið að sýna þreytumerki á þessum tímapunkti, eftir níu skákir í sólinni, en ekki Björn. Hann hélt út á galeiðuna um kvöldið til að fagna stórafmæli vinar síns. „Það endaði svo að sjálfsögðu með því að síminn minn týndist einhversstaðar, líklega í leigubílnum á leiðinni heim. Björgunaraðgerðir hafa ekki reynst árangursríkar hingað til og eftir þennan strembna dag hef ég því ákveðið að segja skilið við símtæki sem samskiptatól. Verulega ofmetin tækni,“ sagði Björn í færslu sinni að morgni sunnudags. Björn tjáir blaðamanni Vísis nú á mánudegi að ekki sé loku fyrir skotið að síminn finnist. „Find my iphone“ appið hafi sýnt staðsetningu símans í miðbænum og hann grunað einhvern þrjót um græsku. En kannski ekki. „Núna rámar mig í að ég hafi beðið barþjón um að hlaða hann fyrir mig þegar gleðin var í hámarki. Svo fór ég bara trallandi heim símalaus. Bíð núna eftir því að barinn opni og verð þar fyrsti gestur á mánudegi klukkan 16,“ segir Björn sem krossleggur fingur. Reykjavík Skák Samkvæmislífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Björn er mikill húmoristi og segir frá laugardagsævintýrum sínum í færslu á Facebook. Blásið var til útiskákmóts á Ingólfstorgi í tilefni af hundrað ára afmæli Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Aðstæður gátu ekki verið betri enda var boðið upp á einn besta dag sumarins,“ segir Björn. En þegar allt lék í lyndi fór í hönd það sem Björn kallar „raðfjölskyldusímaharmleik“ sem átti eftir að setja svip sinn á mótið og í raun allan daginn. Forsetinn dæmdi tap Tefldar voru níu skákir á mótinu og hafði Björn unnið fyrstu þrjár gegn verðugum andstæðingum. Fram undan var ein af úrslitaskákum mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Allt var í járnum í skákinni þegar sími hringdi skyndilega. Síminn var í jakkavasa Björns. „Verður smá uppnám, aðallega því að ég þekkti ekki einu sinni hringitóninn og var að reyna að átta mig á hvað hafði gerst, en svo steig Gunnar Björnsson, forseti SÍ og skákdómari, réttilega inn í og dæmdi tap á mig,“ segir Björn. Hann var sjálfur forseti Skáksambandsins um árabil og þekkir vel reglur um símabann á skákmótum. „Ég var smá stund að meðtaka atburðarásina enda er ég mjög passasamur á að slökkva á símanum mínum í þessum aðstæðum.“ Spjallgleði drottningar Allt í einu fattaði Björn hvað hefði gerst. Sonur hans hafði rétt fyrir skákina gegn Arnari beðið föður sinn um að passa símann rétt á meðan hann skaust í nærliggjandi sjoppu. Það var svo heittelskaður betri helmingur Björns og barnsmóðir sem hringdi símtalið örlagaríka. „Það hefur tekið 24 ár að spjallgleði drottningarinnar yrði mér að fjörtjóni en sennilega var það óhjákvæmilegt!“ segir Björn og slær hvergi af í gríni sínu. „Ég var talsvert sleginn eftir þessar vendingar og tapaði einnig næstu skák í mótinu en náð svo vopnum mínum á ný og náði að landa öðru sætinu í mótinu með 7 vinninga af 9, sem ég var í raun hinn kátasti með í ljósi áðurnefndra hörmunga.“ Síminn týndur, eða hvað? Einhverjir hefðu farið að sýna þreytumerki á þessum tímapunkti, eftir níu skákir í sólinni, en ekki Björn. Hann hélt út á galeiðuna um kvöldið til að fagna stórafmæli vinar síns. „Það endaði svo að sjálfsögðu með því að síminn minn týndist einhversstaðar, líklega í leigubílnum á leiðinni heim. Björgunaraðgerðir hafa ekki reynst árangursríkar hingað til og eftir þennan strembna dag hef ég því ákveðið að segja skilið við símtæki sem samskiptatól. Verulega ofmetin tækni,“ sagði Björn í færslu sinni að morgni sunnudags. Björn tjáir blaðamanni Vísis nú á mánudegi að ekki sé loku fyrir skotið að síminn finnist. „Find my iphone“ appið hafi sýnt staðsetningu símans í miðbænum og hann grunað einhvern þrjót um græsku. En kannski ekki. „Núna rámar mig í að ég hafi beðið barþjón um að hlaða hann fyrir mig þegar gleðin var í hámarki. Svo fór ég bara trallandi heim símalaus. Bíð núna eftir því að barinn opni og verð þar fyrsti gestur á mánudegi klukkan 16,“ segir Björn sem krossleggur fingur.
Reykjavík Skák Samkvæmislífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira