Streitulaus heimferð Egils frá Grikklandi breyttist í martröð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2024 16:00 Egill skrifaði grein í hið víðlesna gríska blað The Athens Voice. Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft er enn að draga dilk á eftir sér. Fjölmiðlamaður var sólarhring lengur heim frá Grikklandi til Íslands en lagt var upp með. Kerfisbilunin kom upp fyrir helgi og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapaði sérstaklega öngþveiti á flugvöllum. Netöryggissérfræðingur tjáði fréttastofu að um væri að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á biluninni. Egill er mikill unnandi Grikklands þar sem hann hefur verið reglulegur gestur. Hann hefur deilt myndum og frásögnum frá dvöl sinni í Grikklandi á Facebook undanfarnar vikur. Hann kann vel að meta gríska geitamjólk, sólarlagið, bláan sjóinn og notalegheit á ströndinni þar í landi. Egill og fjölskylda virðast hafa notið dvalarinnar til hins ítrasta og þegar kerfisbilunin kom upp tjáði Egill sig stuttlega á Facebook. „Jæja - þá kemst maður kannski ekki heim. En maður getur svosem lifað með þessu,“ sagði Egill og birti mynd af fallegu grísku landslagi við bláan sjóinn. Gríska draumnum lauk svo með heimferð þar sem allt virðist hafa gengið á afturfótunum. „Vegna kerfisbilunarinnar þá tók heimferðin sem hefði átt að taka fjórtán afar streitulausar klukkustundir yfir 36 streitumiklar klukkustundir,“ sagði Egill. Auka sólarhringur bættist sumsé við ferðalagið til Íslands þar sem enn einn heldur dapur sumardagurinn á suðvesturhorninu tók á móti fjölskyldunni eftir blíðviðrið á Grikklandi. Og til að bæta gráu ofan á svart týndist farangur fjölskyldunnar. Ferðalög Grikkland Íslendingar erlendis Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Kerfisbilunin kom upp fyrir helgi og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapaði sérstaklega öngþveiti á flugvöllum. Netöryggissérfræðingur tjáði fréttastofu að um væri að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á biluninni. Egill er mikill unnandi Grikklands þar sem hann hefur verið reglulegur gestur. Hann hefur deilt myndum og frásögnum frá dvöl sinni í Grikklandi á Facebook undanfarnar vikur. Hann kann vel að meta gríska geitamjólk, sólarlagið, bláan sjóinn og notalegheit á ströndinni þar í landi. Egill og fjölskylda virðast hafa notið dvalarinnar til hins ítrasta og þegar kerfisbilunin kom upp tjáði Egill sig stuttlega á Facebook. „Jæja - þá kemst maður kannski ekki heim. En maður getur svosem lifað með þessu,“ sagði Egill og birti mynd af fallegu grísku landslagi við bláan sjóinn. Gríska draumnum lauk svo með heimferð þar sem allt virðist hafa gengið á afturfótunum. „Vegna kerfisbilunarinnar þá tók heimferðin sem hefði átt að taka fjórtán afar streitulausar klukkustundir yfir 36 streitumiklar klukkustundir,“ sagði Egill. Auka sólarhringur bættist sumsé við ferðalagið til Íslands þar sem enn einn heldur dapur sumardagurinn á suðvesturhorninu tók á móti fjölskyldunni eftir blíðviðrið á Grikklandi. Og til að bæta gráu ofan á svart týndist farangur fjölskyldunnar.
Ferðalög Grikkland Íslendingar erlendis Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira