Lífið

Fagna tveimur brúðkaupsafmælum á einu ári

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Katrín Edda og Markus létu pússa sig saman í Þýskalandi og á Íslandi.
Katrín Edda og Markus létu pússa sig saman í Þýskalandi og á Íslandi. Katrín Edda

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech fögnuðu því í gær að eitt ár er liðið frá því að þau gengu í hjónaband við fallega athöfn á Íslandi.

„Eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli. Alltaf þú, alltaf við,“ skrifar Katrín Edda og deilir fallegum myndum frá deginum á Instagram.

Katrín og Markus létu pússa sig saman í Garðakirkju og buðu til veislu á Grand hótel en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman í návist sinna nánustu. 

Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri, þann 21. janúar 2022. Þau höfðu því ástæðu til að fagna brúðkaupsafmæli sínu í tvígang í ár.

Hjónin eru búsett í Þýskalandi ásamt dóttur þeirra Elísu Eyþóru sem er eins árs. Þá eiga þau von á sínu öðru barni í lok árs.

Katrín Edda hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um glímuna við ófrjósemi og þann langþráða draum um að eignast barn. Sá draumur rættist þegar Elísa Eyþóra kom í heiminn þann 17. desember 2022. Katrín Edda leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni.


Tengdar fréttir

Katrín Edda og Markus opinbera kynið

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eiga von á dreng. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem er eins árs.

Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca

Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×