Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2024 12:07 Mohamad Thor Jóhannesson í Héraðsdómi Reykjaness þegar mál á hendur honum var þingfest. Þá hét hann Mohamad Kourani. Vísir Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. Margir ráku upp stór augu í gær þegar greint var frá því að Mohamad hefði skipt út Kourani-nafninu og tekið upp Thor Jóhannesson. Einhverjir hafa jafnvel velt því upp hvort það sé stæling á nafni fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem varða nafnbreytingar. Almennt sé reglan sú að hver sem er geti skipt um nafn. „Hver sem er, sem er með skráð lögheimili á Íslandi, getur óskað eftir nafnbreytingu til Þjóðskrár. Þá er hvert og eitt mál alltaf skoðað og athugað hvort það falli að skilyrðum mannanafnalaga, sem okkur ber að sjálfsögðu að starfa eftir. Þarna er það lögheimilisskráningin sem skiptir máli, því að um leið og þú ert kominn með lögheimili á Íslandi, þá gilda um þig íslensk lög.“ Þannig þurfi ekki íslenskan ríkisborgararétt til að geta tekið upp íslenskt nafn. Má bara breyta einu sinni Hún segir að samkvæmt mannanafnalögum geti hver og einn óskað eftir nafnabreytingu einu sinni. Þó séu gerðar undantekningar á því ef mikið ber undir. Þó telst það ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað. Undanþága heimilar að kenna sig við alls óskylda Þá sé hægt að velja hvaða eiginnafn sem er, sé það á mannanafnaskrá, en kenninafn lúti strangari skilyrðum. Aðeins sé heimilt að kenna sig við föður eða móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. „En í þessari grein í mannanafnalögum er undanþáguákvæði sem heimilar Þjóðskrá að samþykkja kenninafnsbreytingu sem fellur ekki undir ofangreint og þar er hvert og eitt tilvik metið. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Aðstæður fólks sem kalli á það geti verið alls konar og það sé engin ein skýr lína hvað það varðar. Framkvæmdin við beitingu undanþáguákvæðisins sé nokkuð ströng og háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Tengdar fréttir Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í gær þegar greint var frá því að Mohamad hefði skipt út Kourani-nafninu og tekið upp Thor Jóhannesson. Einhverjir hafa jafnvel velt því upp hvort það sé stæling á nafni fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem varða nafnbreytingar. Almennt sé reglan sú að hver sem er geti skipt um nafn. „Hver sem er, sem er með skráð lögheimili á Íslandi, getur óskað eftir nafnbreytingu til Þjóðskrár. Þá er hvert og eitt mál alltaf skoðað og athugað hvort það falli að skilyrðum mannanafnalaga, sem okkur ber að sjálfsögðu að starfa eftir. Þarna er það lögheimilisskráningin sem skiptir máli, því að um leið og þú ert kominn með lögheimili á Íslandi, þá gilda um þig íslensk lög.“ Þannig þurfi ekki íslenskan ríkisborgararétt til að geta tekið upp íslenskt nafn. Má bara breyta einu sinni Hún segir að samkvæmt mannanafnalögum geti hver og einn óskað eftir nafnabreytingu einu sinni. Þó séu gerðar undantekningar á því ef mikið ber undir. Þó telst það ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað. Undanþága heimilar að kenna sig við alls óskylda Þá sé hægt að velja hvaða eiginnafn sem er, sé það á mannanafnaskrá, en kenninafn lúti strangari skilyrðum. Aðeins sé heimilt að kenna sig við föður eða móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. „En í þessari grein í mannanafnalögum er undanþáguákvæði sem heimilar Þjóðskrá að samþykkja kenninafnsbreytingu sem fellur ekki undir ofangreint og þar er hvert og eitt tilvik metið. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Aðstæður fólks sem kalli á það geti verið alls konar og það sé engin ein skýr lína hvað það varðar. Framkvæmdin við beitingu undanþáguákvæðisins sé nokkuð ströng og háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Tengdar fréttir Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14
Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent