Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júlí 2024 20:00 Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal man ekki eftir annarri eins ótíð þegar kemur að heyskap og í ár. Vísir/Sigurjón Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt. Bændur í Skorradal eru meðal þeirra bænda á Vesturlandi sem hafa ekkert getað slegið í sumar vegna veðurfars og vætutíðar. Túnin eru hins vegar tilbúin í slátt. Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal er svartsýnn á að það takist að slá á næstunni. „Núna eftir rigningarnar og hlýindin í síðustu viku er eiginlega allt orðið klárt fyrir slátt en það stefnir ekkert í heyskap næstu vikurnar sýnist mér samkvæmt veðurspá,“ segir Pétur. Túnin þurfi að vera þurr þegar sláttur fer fram. Veðurspá gerir hins vegar ráð fyrir einhverri vætutíð á hverjum degi á næstunni. Pétur segir þetta bagalegt nú sé hárréttur tími til að slá. Afar óvenjulegt „Það er allt orðið sprottið og skriðið og tilbúið. Best væri að slá núna því nú er næringargildi grassins er mest. Fræin eru komin á grösin og eftir það þá fara þau að tréna og þá tapa þau fóðurgildinu sínu hægt og bítandi. Það gerist svo enn hraðar ef það sprettur enn meira. Þetta þýðir það að maður fær verra fóður þegar loksins verður hægt að slá,“ segir Pétur Pétur segir þetta afar óvenjulegt tíðarfar. „Ég er venjulega löngu byrjaður að slá en miðað við veðurspánna þá er það ekkert í kortunum fyrr en í ágúst. Ég man ekki eftir öðru eins í minni búskapartíð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað reynt að kvarta við veðurguðina svarar Pétur: „ Nei ekki enn þá. Maður verður bara að taka þessu með ró,“ segir hann að lokum. Veður Vesturbyggð Skorradalshreppur Landbúnaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Bændur í Skorradal eru meðal þeirra bænda á Vesturlandi sem hafa ekkert getað slegið í sumar vegna veðurfars og vætutíðar. Túnin eru hins vegar tilbúin í slátt. Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal er svartsýnn á að það takist að slá á næstunni. „Núna eftir rigningarnar og hlýindin í síðustu viku er eiginlega allt orðið klárt fyrir slátt en það stefnir ekkert í heyskap næstu vikurnar sýnist mér samkvæmt veðurspá,“ segir Pétur. Túnin þurfi að vera þurr þegar sláttur fer fram. Veðurspá gerir hins vegar ráð fyrir einhverri vætutíð á hverjum degi á næstunni. Pétur segir þetta bagalegt nú sé hárréttur tími til að slá. Afar óvenjulegt „Það er allt orðið sprottið og skriðið og tilbúið. Best væri að slá núna því nú er næringargildi grassins er mest. Fræin eru komin á grösin og eftir það þá fara þau að tréna og þá tapa þau fóðurgildinu sínu hægt og bítandi. Það gerist svo enn hraðar ef það sprettur enn meira. Þetta þýðir það að maður fær verra fóður þegar loksins verður hægt að slá,“ segir Pétur Pétur segir þetta afar óvenjulegt tíðarfar. „Ég er venjulega löngu byrjaður að slá en miðað við veðurspánna þá er það ekkert í kortunum fyrr en í ágúst. Ég man ekki eftir öðru eins í minni búskapartíð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað reynt að kvarta við veðurguðina svarar Pétur: „ Nei ekki enn þá. Maður verður bara að taka þessu með ró,“ segir hann að lokum.
Veður Vesturbyggð Skorradalshreppur Landbúnaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira