Viðvarandi vætutíð og áfram rigning í kortunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júlí 2024 12:30 Rigning, rigning og meiri rigning. Vísir Viðvarandi vætutíð hefur verið sunnan- og vestanlands í sumar og er áfram rigning í kortunum næstu daga. Of snemmt er að spá í spilin um veðrið um verslunarmannahelgina að sögn veðurfræðings. Útlit er fyrir að áfram verði blautt í veðri víða um landið næstu vikuna að sögn Björns Sævars Einarssonar, vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Í dag verða suðlægar áttir og það er rigning eiginlega um allt land. Síðan minnkar vestanlands undir kvöld og á morgun þá má búast við að verði rigning með köflum á austanverðu landinu en líklega bjart með köflum vestanlands en þó eru líkur á stökum skúrum síðdegis,“ segir Björn. Á föstudaginn séu líkur á að verði lengst af þurrt sunnan- og vestanlands, en einhver rigning á norðaustan verðu landinu. „Um helgina sjálfa er útlit fyrir suðlægar áttir og rigningu með köflum en þó úrkomuminnst norðvestanlands. Hitinn er átta stig kannski úti við sjóinn hérna norðan og austanlands en síðan er allt að því átján eða jafnvel tuttugu gráður inn til landsins þar sem sést til sólar,“ segir Björn. Líklega verði veðrið best á norðvestur- og austurlandi um helgina. Aðspurður segir Björn að þrátt fyrir talsverða rigningu, hafi sumarið í sögulegu samhengi ekki verið óvenju blautt. „En það er búin að vera hérna viðvarandi vætutíð sunnan- og vestanlands. Það hefur ekki skipt um og komið norðaustan átt með sól hérna sunnan- og vestanlands að ráði,“ segir Björn. Hann kveðst ekki treysta sér til að spá í spilin varðandi veðrið um verslunarmannahelgina. „Já það eru svona tíu dagar í það, fram á föstudag, þannig það getur nú margt breyst þangað til.“ Veður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Útlit er fyrir að áfram verði blautt í veðri víða um landið næstu vikuna að sögn Björns Sævars Einarssonar, vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Í dag verða suðlægar áttir og það er rigning eiginlega um allt land. Síðan minnkar vestanlands undir kvöld og á morgun þá má búast við að verði rigning með köflum á austanverðu landinu en líklega bjart með köflum vestanlands en þó eru líkur á stökum skúrum síðdegis,“ segir Björn. Á föstudaginn séu líkur á að verði lengst af þurrt sunnan- og vestanlands, en einhver rigning á norðaustan verðu landinu. „Um helgina sjálfa er útlit fyrir suðlægar áttir og rigningu með köflum en þó úrkomuminnst norðvestanlands. Hitinn er átta stig kannski úti við sjóinn hérna norðan og austanlands en síðan er allt að því átján eða jafnvel tuttugu gráður inn til landsins þar sem sést til sólar,“ segir Björn. Líklega verði veðrið best á norðvestur- og austurlandi um helgina. Aðspurður segir Björn að þrátt fyrir talsverða rigningu, hafi sumarið í sögulegu samhengi ekki verið óvenju blautt. „En það er búin að vera hérna viðvarandi vætutíð sunnan- og vestanlands. Það hefur ekki skipt um og komið norðaustan átt með sól hérna sunnan- og vestanlands að ráði,“ segir Björn. Hann kveðst ekki treysta sér til að spá í spilin varðandi veðrið um verslunarmannahelgina. „Já það eru svona tíu dagar í það, fram á föstudag, þannig það getur nú margt breyst þangað til.“
Veður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira