Theódór Elmar óttast krossbandsslit: „Vona það besta en hræddur um það versta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2024 09:51 Theódór Elmar Bjarnason óttast að ferlinum sé lokið. Vísir/Anton Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR í Bestu deild karla, varð fyrir hnémeiðslum á æfingu hjá liðinu í vikunni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. 433.is greindi fyrst frá í morgun. Elmar varð fyrir hnjaski á æfingu á þriðjudag og hefur verið á hliðarlínunni síðan þar sem snerist upp á hnéð hans. Miklar bólgur eru í hnénu. „Það er ekkert staðfest í þessu fyrr en maður er búinn í myndatöku. Maður vonar það besta þó maður sé hræddur um það versta,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Ljóst sé að sé um krossbandsslit að ræða sé ferli hans lokið, en Theódór er 37 ára gamall. Hann segir vissulega óþægilegt að bíða tíðinda hvað þetta varðar en jafnaðargeðið skín þó í gegn. „Maður er enn að meðtaka þetta ef þetta skyldi vera endirinn á þessu öllu saman. En ef það er einhvern tíma jákvætt að meiðast er það þegar maður er alveg að fara að hætta í fótbolta. Þá er sú ákvörðun bara tekin fyrir mann í raun og veru,“ segir Theódór. Sé um tognun á hné að ræða yrði Elmar að líkindum frá í um tvær til fjórar vikur og gæti þá náð lokakafla tímabilsins. Komi það versta út úr myndatökunni er ferlinum lokið. „Ég vonast til að komast í myndatöku sem fyrst. Þá fær maður þetta staðfest og þá getur maður farið að plana út frá því, hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef alltaf veirð þannig að ég er ekkert að stressa mig fyrr en hlutirnir koma í ljós,“ „Ef maður fær þær fréttir er það ekkert mál, og maður vinnur út frá því,“ segir Theódór Elmar. Elmar segir tímapunktinn þó slæman út frá stöðunni sem lið hans KR er í. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum og er aðeins þremur stigum frá botni Bestu deildarinnar. „Auðvitað er það alveg skelfilegt. Hundleiðinlegt að geta þá ekki verið inni á vellinum að hjálpa til. Ég hef fulla trú á mínum mönnum, með eða án mín, að þeir geti snúið þessu gengi við,“ segir Theódór Elmar. KR hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 í Bestu deildinni. Næsti leikur er við KA að Meistaravöllum á mánudaginn kemur. Besta deild karla KR Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
433.is greindi fyrst frá í morgun. Elmar varð fyrir hnjaski á æfingu á þriðjudag og hefur verið á hliðarlínunni síðan þar sem snerist upp á hnéð hans. Miklar bólgur eru í hnénu. „Það er ekkert staðfest í þessu fyrr en maður er búinn í myndatöku. Maður vonar það besta þó maður sé hræddur um það versta,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Ljóst sé að sé um krossbandsslit að ræða sé ferli hans lokið, en Theódór er 37 ára gamall. Hann segir vissulega óþægilegt að bíða tíðinda hvað þetta varðar en jafnaðargeðið skín þó í gegn. „Maður er enn að meðtaka þetta ef þetta skyldi vera endirinn á þessu öllu saman. En ef það er einhvern tíma jákvætt að meiðast er það þegar maður er alveg að fara að hætta í fótbolta. Þá er sú ákvörðun bara tekin fyrir mann í raun og veru,“ segir Theódór. Sé um tognun á hné að ræða yrði Elmar að líkindum frá í um tvær til fjórar vikur og gæti þá náð lokakafla tímabilsins. Komi það versta út úr myndatökunni er ferlinum lokið. „Ég vonast til að komast í myndatöku sem fyrst. Þá fær maður þetta staðfest og þá getur maður farið að plana út frá því, hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef alltaf veirð þannig að ég er ekkert að stressa mig fyrr en hlutirnir koma í ljós,“ „Ef maður fær þær fréttir er það ekkert mál, og maður vinnur út frá því,“ segir Theódór Elmar. Elmar segir tímapunktinn þó slæman út frá stöðunni sem lið hans KR er í. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum og er aðeins þremur stigum frá botni Bestu deildarinnar. „Auðvitað er það alveg skelfilegt. Hundleiðinlegt að geta þá ekki verið inni á vellinum að hjálpa til. Ég hef fulla trú á mínum mönnum, með eða án mín, að þeir geti snúið þessu gengi við,“ segir Theódór Elmar. KR hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 í Bestu deildinni. Næsti leikur er við KA að Meistaravöllum á mánudaginn kemur.
Besta deild karla KR Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira