Hvernig skal takast á við slæma veðrið Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 12:35 Sólin hefur ekki látið sjá sig nógu mikið það sem af er sumri. Rigningin hefur aftur á móti verið tíður gestur. Vísir/Vilhelm Veðrið á Íslandi í sumar hefur vægast sagt valdið vonbrigðum. Fullyrðingar um frábært sumar gerði landsmenn spennta og vonbrigðin vegna sólarleysis leyna sér ekki. Sálfræðingar segja þó að ýmislegt sé hægt að gera til að auka hamingjuna í slæma veðrinu. Þáttastjórnendur Brennslunnar, þau Egill Ploder og Kristín Ruth, eru komin með nóg af slæma veðrinu sem hefur verið á Íslandi í sumar. Þau deyja þó ekki ráðalaus og ákváðu því að heyra í sálfræðingunum Nínu Björg og Katrínu Mjöll, sem stjórna hlaðvarpinu Kvíðakastið, til að fá góð ráð við leiðindunum sem fylgja slæma veðrinu. „Ég finn sjálf fyrir þessu, ég er með kvef og það er júlí, ég er að fá haustfrunsuna mína. Þetta er ömurlegt,“ segir Katrín þegar rætt er um það hvort veðrið hafi áhrif á líðan fólks. „Svo eru alveg líffræðilegir þættir á bakvið þetta, við vitum að með sólinni þá kemur seratónín sem er hamingjuhormónið okkar.“ Þá tala þær um Sigga storm og veðurspána hans fyrir sumarið. Siggi hafði lofað góðu sumri en endaði á að biðjast afsökunar á spánni þegar hún rættist ekki. „Siggi kemur hérna og segir að sumarið verður geggjað og svo standast þær væntingar ekki, þá er það extra sárt,“ segir Nína. Brostnar væntingar Þær eru þá spurðar hvernig hægt sé að fá seratónín í sólarleysinu hér á landi. „Við sálfræðingar viljum helst gera aðra hluti heldur en að fara strax í lyfin eða eitthvað svoleiðis,“ segir Nína við því. Lausnin felist frekar í því að eyða tíma með nánustu vinum og fjölskyldu, sinna áhugamálum og slíkt. „En auðvitað er það þegar við erum að fara inn í sumarið og viljum fara í útivistina okkar, fara í útilegur, það er ótrúlega krefjandi að hlakka til að geta gert allt þetta og síðan eru væntingarnar svolítið brostnar.“ Lausnin geti þó verið að láta veðrið ekki stoppa sig. Ef búið er að skipuleggja útivist þá gæti verið sniðugt að klæða sig í betri föt og fara út í vonda veðrið. Það hjálpi ekki að bera veðrið hjá sér saman við veðrið sem vinir og vandamenn eru í annars staðar. Einnig sé ekki endilega gott að kíkja endalaust á veðurspána. Fáir sólardagar Katrín segir að skjólstæðingar sem hún er með tali um hvað það sé erfitt þegar veðrið er slæmt. Þá tali líka margir um sólarkvíðann, það er að þegar sólin kemur þá þurfi að gera allt. Nína segir að við á Íslandi séum í sérstakri stöðu. „Við erum með þessa fáu sólardaga og viljum nýta þá sem best. Síðan þegar þeir koma ekki þá verðum við mjög reið og döpur.“ Síðan getur sólin látið sjá sig þegar fólk getur ekki notið hennar. Það hjálpar ekki endilega skapinu. „Ef þú ert að vinna og það er sól, það er algjör vanlíðan sem fylgir því.“ Þáttastjórnendurnir Egill Ploder og X velta því upp að það eigi bara að vera lokað vegna veðurs þegar sólin lætur sjá sig. „Svona án gríns, það þarf bara að ræða það að setja það í lög,“ segir Egill. Hann segist skilja það ef fyrirtæki ákveði að hafa lokað vegna veðurs. Þrautseigja í þjóðinni Umræðan berst þá út í hamingjukannanir en Íslendingar skora yfirleitt hátt í þeim. Ísland hefur á undanförnum árum verið í þriðja sæti í hamingjukönnuninni World Happiness Report. Þáttastjórnendurnir velta því fyrir sér hvernig það gengur upp, hvers vegna Íslendingum tekst að vera hamingjusamir í þessu öllu saman. „Ég held að við Íslendingar séum bara ógeðslega dugleg í að aðlagast aðstæðum,“ segir Nína. „Við erum alltaf í einhverju roki og rigningu en við reynum að gera það besta úr því sem við höfum. Það er gífurleg þrautseigja í þessari þjóð.“ Veður Brennslan Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
Þáttastjórnendur Brennslunnar, þau Egill Ploder og Kristín Ruth, eru komin með nóg af slæma veðrinu sem hefur verið á Íslandi í sumar. Þau deyja þó ekki ráðalaus og ákváðu því að heyra í sálfræðingunum Nínu Björg og Katrínu Mjöll, sem stjórna hlaðvarpinu Kvíðakastið, til að fá góð ráð við leiðindunum sem fylgja slæma veðrinu. „Ég finn sjálf fyrir þessu, ég er með kvef og það er júlí, ég er að fá haustfrunsuna mína. Þetta er ömurlegt,“ segir Katrín þegar rætt er um það hvort veðrið hafi áhrif á líðan fólks. „Svo eru alveg líffræðilegir þættir á bakvið þetta, við vitum að með sólinni þá kemur seratónín sem er hamingjuhormónið okkar.“ Þá tala þær um Sigga storm og veðurspána hans fyrir sumarið. Siggi hafði lofað góðu sumri en endaði á að biðjast afsökunar á spánni þegar hún rættist ekki. „Siggi kemur hérna og segir að sumarið verður geggjað og svo standast þær væntingar ekki, þá er það extra sárt,“ segir Nína. Brostnar væntingar Þær eru þá spurðar hvernig hægt sé að fá seratónín í sólarleysinu hér á landi. „Við sálfræðingar viljum helst gera aðra hluti heldur en að fara strax í lyfin eða eitthvað svoleiðis,“ segir Nína við því. Lausnin felist frekar í því að eyða tíma með nánustu vinum og fjölskyldu, sinna áhugamálum og slíkt. „En auðvitað er það þegar við erum að fara inn í sumarið og viljum fara í útivistina okkar, fara í útilegur, það er ótrúlega krefjandi að hlakka til að geta gert allt þetta og síðan eru væntingarnar svolítið brostnar.“ Lausnin geti þó verið að láta veðrið ekki stoppa sig. Ef búið er að skipuleggja útivist þá gæti verið sniðugt að klæða sig í betri föt og fara út í vonda veðrið. Það hjálpi ekki að bera veðrið hjá sér saman við veðrið sem vinir og vandamenn eru í annars staðar. Einnig sé ekki endilega gott að kíkja endalaust á veðurspána. Fáir sólardagar Katrín segir að skjólstæðingar sem hún er með tali um hvað það sé erfitt þegar veðrið er slæmt. Þá tali líka margir um sólarkvíðann, það er að þegar sólin kemur þá þurfi að gera allt. Nína segir að við á Íslandi séum í sérstakri stöðu. „Við erum með þessa fáu sólardaga og viljum nýta þá sem best. Síðan þegar þeir koma ekki þá verðum við mjög reið og döpur.“ Síðan getur sólin látið sjá sig þegar fólk getur ekki notið hennar. Það hjálpar ekki endilega skapinu. „Ef þú ert að vinna og það er sól, það er algjör vanlíðan sem fylgir því.“ Þáttastjórnendurnir Egill Ploder og X velta því upp að það eigi bara að vera lokað vegna veðurs þegar sólin lætur sjá sig. „Svona án gríns, það þarf bara að ræða það að setja það í lög,“ segir Egill. Hann segist skilja það ef fyrirtæki ákveði að hafa lokað vegna veðurs. Þrautseigja í þjóðinni Umræðan berst þá út í hamingjukannanir en Íslendingar skora yfirleitt hátt í þeim. Ísland hefur á undanförnum árum verið í þriðja sæti í hamingjukönnuninni World Happiness Report. Þáttastjórnendurnir velta því fyrir sér hvernig það gengur upp, hvers vegna Íslendingum tekst að vera hamingjusamir í þessu öllu saman. „Ég held að við Íslendingar séum bara ógeðslega dugleg í að aðlagast aðstæðum,“ segir Nína. „Við erum alltaf í einhverju roki og rigningu en við reynum að gera það besta úr því sem við höfum. Það er gífurleg þrautseigja í þessari þjóð.“
Veður Brennslan Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp