Björn, eða Bjössi Thor eins og hann er gjarnan kallaður, var valinn Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022.
Húsið var byggt árið 1946 og telur eign hjónanna 230 fermetra, þar af 36 fermetra bílskúr sem hefur verið innréttaður sem tónlistarstúdíó.


Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Á gólfum er sjarmerandi viðarparket með mósaíkmynstri.
Stofurýmið er opið og bjart með glugga í þrjár áttir og stórbjörtu útsýni út á sjó, að Álftanesi og Reykjanesi.
Heimili hjónanna hefur verið innréttað á hrífandi máta þar sem viðarhúsgögn og listaverk eru í forgrunni.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.


Tónleikar í ævintýralegu umhverfi
Lóðin, sem er 568 fermetrar að stærð og sameiginleg með risíbúð hússins, er falinn fjársjóður með fallegum trjágróðri og nýlegri skjólsælli verönd. Bjössi og Elín hafa haldið árlega sumartónleika í garðinum þar sem fjöldi gesta mæta og hlýða á ljúfa tóna.

