Segir lúsmýið ekki biðja um of mikið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 17:01 Sváfnir Sigurðarson er maðurinn á bak við lagið Söngur lúsmýsins. Aðsend „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson sem var að gefa út lagið Söngur lúsmýsins. Lagið var samið fyrir splunkunýtt gamanleikrit og setur sig í spor grey lúsmýsins sem flest allir hata. Hér má hlusta á lagið: „Margt ljótt hefur verið sagt um lúsmý í gegnum tíðina. Frá því að þessir smávöxnu nýbúar námu hér land hafa þeir verið undir stöðugum ávirðingum. Skítkastið hefur gengið svo langt að fulltrúar tegundarinnar hafa séð sig tilneydda til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýr skordýrarokks-smellur þar sem sjónarmiðum þeirra er haldið á loft,“ segir í fréttatilkynningu. Tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands Þar segir sömuleiðis að lagið sé tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands. „Lúsmýið ber hönd fyrir höfuð sér og spyr: Af hverju eru öllum svona illa við okkur? Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýtt lag úr sýningunni Eltum veðrið sem verður frumsýnd í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Eltum veðrið er glænýtt íslenskt leikverk; gamanleikur með söngvum, sem er skrifaður af leikhópnum. Tónlist verksins er eftir Sváfni Sigurðarson auk þess sem Hallgrímur Ólafsson leikari á eitt lag með Sváfni.“ Fyrr í sumar var lagið Lífið er skrítið gefið út og Söngur lúsmýsins því annað lagið sem kynnt er úr sýningunni. Alls verða átta lög úr sýningunni gefin út í september. Hér má hlusta á lögin á streymisveitunni Spotify. Hallgrímur og Sváfnir hafa unnið saman að því að skrifa texta ásamt leikurum úr leikhópnum. Leikhópurinn samanstendur af Eygló Hilmarsdóttur, Guðjóni Davíð Karlssyni, Hallgrími Ólafssyni, Hilmari Guðjónssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Sigurði Sigurjónssyni og Þresti Leó Gunnarssyni. Auk þeirra lögðu Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttir sitt af mörkum til þróunar leikverksins framan af. Leikritið verður frumsýnt 27. september næstkomandi.Aðsend „Farið ekki að grenja“ Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist á síðustu árum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út tónlist sem samin er sérstaklega fyrir leiksýningu. „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð. Ekki gleyma því að á hverju ári fórna þau sér í milljónatali til þess að halda uppi fiskistofnum í straumvötnum og stöðuvötnum hér á landi. Án lúsmýs myndi þetta vistkerfi hrynja. Það er ekki svo há þóknun að landsmenn skilji gluggana eftir opna af og til og leggi sitt af mörkum. Nú er að minnsta kosti nóg komið af þessari rógsherferð og skítkasti í garð lúsmýsins. Hvað með það þótt þið þurfið að klóra ykkur í tvo til þrjá daga, farið ekki að grenja,“ segir Sváfnir kíminn. Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist.Aðsend Heil plata samhliða frumsýningu Fleiri lög úr sýningunni Eltum veðrið verða gefin út í haust en von er á plötunni allri um miðjan september og mun hún einfaldlega bera nafn sýningarinnar Eltum veðrið. Um upptökur og hljóðblöndum sá Aron Þór Arnarsson. Söngur: Hallgrímur Ólafsson og leikhópurinn Kór: Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Guðjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson Gítar, hljómborð, bassi: Sváfnir Sigurðarson Trommur: Sólrún Mjöll Kjartansdóttir Leikhús Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má hlusta á lagið: „Margt ljótt hefur verið sagt um lúsmý í gegnum tíðina. Frá því að þessir smávöxnu nýbúar námu hér land hafa þeir verið undir stöðugum ávirðingum. Skítkastið hefur gengið svo langt að fulltrúar tegundarinnar hafa séð sig tilneydda til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýr skordýrarokks-smellur þar sem sjónarmiðum þeirra er haldið á loft,“ segir í fréttatilkynningu. Tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands Þar segir sömuleiðis að lagið sé tímamótalag í poppskordýrasögu Íslands. „Lúsmýið ber hönd fyrir höfuð sér og spyr: Af hverju eru öllum svona illa við okkur? Söngur lúsmýsins (pínulítið blóð) er glænýtt lag úr sýningunni Eltum veðrið sem verður frumsýnd í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Eltum veðrið er glænýtt íslenskt leikverk; gamanleikur með söngvum, sem er skrifaður af leikhópnum. Tónlist verksins er eftir Sváfni Sigurðarson auk þess sem Hallgrímur Ólafsson leikari á eitt lag með Sváfni.“ Fyrr í sumar var lagið Lífið er skrítið gefið út og Söngur lúsmýsins því annað lagið sem kynnt er úr sýningunni. Alls verða átta lög úr sýningunni gefin út í september. Hér má hlusta á lögin á streymisveitunni Spotify. Hallgrímur og Sváfnir hafa unnið saman að því að skrifa texta ásamt leikurum úr leikhópnum. Leikhópurinn samanstendur af Eygló Hilmarsdóttur, Guðjóni Davíð Karlssyni, Hallgrími Ólafssyni, Hilmari Guðjónssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Sigurði Sigurjónssyni og Þresti Leó Gunnarssyni. Auk þeirra lögðu Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttir sitt af mörkum til þróunar leikverksins framan af. Leikritið verður frumsýnt 27. september næstkomandi.Aðsend „Farið ekki að grenja“ Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist á síðustu árum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út tónlist sem samin er sérstaklega fyrir leiksýningu. „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð. Ekki gleyma því að á hverju ári fórna þau sér í milljónatali til þess að halda uppi fiskistofnum í straumvötnum og stöðuvötnum hér á landi. Án lúsmýs myndi þetta vistkerfi hrynja. Það er ekki svo há þóknun að landsmenn skilji gluggana eftir opna af og til og leggi sitt af mörkum. Nú er að minnsta kosti nóg komið af þessari rógsherferð og skítkasti í garð lúsmýsins. Hvað með það þótt þið þurfið að klóra ykkur í tvo til þrjá daga, farið ekki að grenja,“ segir Sváfnir kíminn. Sváfnir Sigurðarson hefur verið iðinn við að gefa út tónlist.Aðsend Heil plata samhliða frumsýningu Fleiri lög úr sýningunni Eltum veðrið verða gefin út í haust en von er á plötunni allri um miðjan september og mun hún einfaldlega bera nafn sýningarinnar Eltum veðrið. Um upptökur og hljóðblöndum sá Aron Þór Arnarsson. Söngur: Hallgrímur Ólafsson og leikhópurinn Kór: Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Guðjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson Gítar, hljómborð, bassi: Sváfnir Sigurðarson Trommur: Sólrún Mjöll Kjartansdóttir
Leikhús Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira