Einn besti dagur sumarsins í Reykjavík um helgina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2024 12:13 Stærsta ferðahelgi ársins er fram undan en sumarblíðuna verður líklega helst að finna á höfuðborgarsvæðinu. vísir/Vilhelm Það stefnir í einn besta dag sumarsins í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Enn önnur lægðin er við landið og veldur rigningu og hlýjum blæstri um næstu helgi. Ein stærsta ferðahelgi ársins er fram undan; Verslunarmannahelgin með tilheyrandi bæjar- og útihátíðum. Veðrið leikur eflaust stóran þátt í skipulagningu einhverra og að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, hefur útlitið verið betra. „Það er lægð, dálítið mikil um sig miðað við sumarið, sem mun stjórna veðrinu hjá okkur. Hún verður fyrir sunnan landið og við verðum ekki fyrir beinum áhrifum frá henni, fyrir utan blástur á miðvikudag og fimmtudag og skil lægðarinnar ganga yfir landið. Síðan á föstudag er gert ráð fyrir að þessi sama lægð beini til okkar nýjum skammti af röku en líka hlýju lofti,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir/Vilhelm Þessu fylgir kunnugleg spá suðaustan og austanlands, eða talsverð rigning. Á laugardag mun síðan hvessa en blásturinn verður þó hlýr og hitinn gæti farið upp í allt að tuttugu stig á Snæfellsnesi. Horfurnar eru bestar í kringum höfuðborgarsvæðið. „Það er óvenjulegt þegar maður flettir upp tjaldveðrinu á Bliku að þá kemur tjaldsvæðið í Reykjavík þar hæst. Ég hef aldrei séð það áður. Og þar á eftir tjaldsvæðið í Selvogi.“ Útlitið sé sérstaklega gott á laugardag, eða sól og hlýindi. „Hitinn í Reykjavík gæti þess vegna farið í sautján til nítján stig sem gerði þann dag þá að einum af bestu dögum sumarsins.“ Í Vestmannaeyjum verður talsverður dagamunur á veðrinu. Helgin hefst með strekkingi á föstudag. „Síðan snýst hann í norðaustanátt á laugardag og þá er nú yfirleitt skjól í Eyjum en það gæti mögulega rignt. Svo er fínasta veður á sunnudag, svona í stórum dráttum.“ Veður Ferðalög Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ein stærsta ferðahelgi ársins er fram undan; Verslunarmannahelgin með tilheyrandi bæjar- og útihátíðum. Veðrið leikur eflaust stóran þátt í skipulagningu einhverra og að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, hefur útlitið verið betra. „Það er lægð, dálítið mikil um sig miðað við sumarið, sem mun stjórna veðrinu hjá okkur. Hún verður fyrir sunnan landið og við verðum ekki fyrir beinum áhrifum frá henni, fyrir utan blástur á miðvikudag og fimmtudag og skil lægðarinnar ganga yfir landið. Síðan á föstudag er gert ráð fyrir að þessi sama lægð beini til okkar nýjum skammti af röku en líka hlýju lofti,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir/Vilhelm Þessu fylgir kunnugleg spá suðaustan og austanlands, eða talsverð rigning. Á laugardag mun síðan hvessa en blásturinn verður þó hlýr og hitinn gæti farið upp í allt að tuttugu stig á Snæfellsnesi. Horfurnar eru bestar í kringum höfuðborgarsvæðið. „Það er óvenjulegt þegar maður flettir upp tjaldveðrinu á Bliku að þá kemur tjaldsvæðið í Reykjavík þar hæst. Ég hef aldrei séð það áður. Og þar á eftir tjaldsvæðið í Selvogi.“ Útlitið sé sérstaklega gott á laugardag, eða sól og hlýindi. „Hitinn í Reykjavík gæti þess vegna farið í sautján til nítján stig sem gerði þann dag þá að einum af bestu dögum sumarsins.“ Í Vestmannaeyjum verður talsverður dagamunur á veðrinu. Helgin hefst með strekkingi á föstudag. „Síðan snýst hann í norðaustanátt á laugardag og þá er nú yfirleitt skjól í Eyjum en það gæti mögulega rignt. Svo er fínasta veður á sunnudag, svona í stórum dráttum.“
Veður Ferðalög Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira