Íslenskir þjóðbúningar vekja lukku á Ólafsvöku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. júlí 2024 14:56 Hópur Íslendinga í sínu þjóðlegasta pússi í Þórshöfn. Annríki Í dag fer fram hin árlega Ólafsvaka í Færeyjum sem er þjóðhátíðardagur, eða -dagar, þessarar frændþjóðar okkar. Það vekur athygli á hverju ári hve duglegir Færeyingar ungir sem aldnir eru við að skarta þjóðbúningum sínum sem er fallegur og ekki ólíkur þeim íslenska. Stór hópur Íslendinga er nú staddur í Færeyjum á vegum Þjóðbúningafélags Íslands og Annríkis þjóðbúninga og skarts og valsar um götur Þórshafnar á íslenskum búning. Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri og kjólameistari hjá Annríki flutti í tilefni dagsins fyrirlestur um íslenska þjóðbúninga fyrir fullum sal á Hótel Brandan í Þórshöfn og hún segir Íslendingahópinn í búningum sínum hafa vakið mikla lukku hjá Færeyingnum. Íslenskir herrabúningar eru vandfundnir jafnt í Þórshöfn sem í Reykjavík en alltaf jafnfallegir. Á myndinni eru þeir Ásmundur Kristjánsson á íslenskum búningi og Davíð Samúelsson á færeyskum.Annríki Hildur var sjálf sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á þjóðhátíðardegi okkar í síðasta mánuði fyrir rannsóknir sínar á sögu íslenskra búninga. „Ég er hérna með nemendur mína sem eru í sínum flottustu búningum og maður getur ekki verið annað en stoltur. Þeir vekja líka gríðarlega athygli þessir búningar okkar. Við erum með tískusýningu á hverju götuhorni. Færeyingarnir eru að stoppa okkur og spyrja okkur hvaðan búningarnir séu og það eru tekin viðtöl í sjónvarpinu,“ segir hún. Færeyingar elska þjóðbúninga Undanfarin ár og áratugi hafa Færeyingar tekið að nota sína búninga í æ meiri mæli. Á Ólafsvöku er það sérstaklega áberandi þar sem göturnar fyllast af konum og körlum í fallegum og litríkum búningum. Áhugi Færeyinga á búningahefð sinni er raunar svo mikill að í miðborg Þórshafnar er rekin verslun sem sérhæfir sig í framleiðslu á kven- og herrabúningum, mynstrum, vaðmáli og fleiru. Verslunin heitir Marjun Heimá og hefur sinnt þjóðbúningaþörfum Færeyinga frá árinu 1959. Danska konungsfjölskyldan á færeyskum búning í Þórshöfn.EPA/Claus Rasmussen Hildur segir unga fólkið tekið við keflinu í Færeyjum og að þar fái allir búning við fermingu, útskrift eða önnur tímamót. „Sagan sýnir okkur það að þessi smáu eyjaríki eru oft fastheldin á siðina sína og stolt af því sem þau eiga. Maður finnur rosalega mikið fyrir stoltinu hérna. Það er mjög áþreifanlegt á þessum dögum,“ segir hún. Ber á aukningu hér á landi líka Hún segist þó ekki vilja kvarta eða kveina yfir áhuga Íslendinga á sínum búningum, þrátt fyrir að við séum talsvert á eftir Færeyingum í þessum efnum. Hún segist finna fyrir mikilli aukningu í áhuga hér á landi. „Það er stórkostlegur munur núna heima og fyrir þrjátíu árum. Þegar við maðurinn minn kynntumst í kringum 2000 fórum við saman á 17. júní í Hafnarfirði þar sem við búum og þar var eitt annað par í þjóðbúningum. Núna erum við að halda samkomur á 17. þar sem mæta á annað hundrað manns,“ segir Hildur. Efnt var til lítillar veislu heima hjá alllíklega eina Íslendingnum á íslenskum búning sem á heima í Færeyjum.Annríki Hildur segir að nauðsynlegt sé að samtal eigi sér stað kynslóða á milli um íslenska þjóðbúninga. Þjóðbúningaáhugafólk sé oft gagnrýnt fyrir stjórnsemi. Þjóðbúninga þurfi að gera aðgengilegri ungum og áhugasömum Íslendingum. „En þetta snýr líka að varðveislunni. Ef enginn hefði verið að varðveita þessa menningu væri enginn að hugsa um að eignast þjóðbúning á Íslandi. Við eigum stórmerkilega búningasögu,“ segir hún. „Þetta er bara fatnaður sem þróast í notkun þjóða. Þetta er ekkert sem varð til einn daginn,“ bætir hún við. Vörður í sögu þjóðarinnar Hildur segir kominn tíma á að þjóðin eigi samtal um hlutverk þjóðbúningsins og unga kynslóðin þurfi að taka við keflinu. Aðeins þannig sé hægt að auka notkun hans og áhuga á honum hér á landi. „Langar okkur bara til að eiga þessi flottu föt, langar okkur að varðveita menningararf? Þetta er eins og Íslendingasögurnar, þetta er eins og tungumálið, þetta er eins og þjóðfáninn eða sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta eru vörður í sögu þjóðarinnar,“ segir hún. Íslendingar erlendis Færeyjar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stór hópur Íslendinga er nú staddur í Færeyjum á vegum Þjóðbúningafélags Íslands og Annríkis þjóðbúninga og skarts og valsar um götur Þórshafnar á íslenskum búning. Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri og kjólameistari hjá Annríki flutti í tilefni dagsins fyrirlestur um íslenska þjóðbúninga fyrir fullum sal á Hótel Brandan í Þórshöfn og hún segir Íslendingahópinn í búningum sínum hafa vakið mikla lukku hjá Færeyingnum. Íslenskir herrabúningar eru vandfundnir jafnt í Þórshöfn sem í Reykjavík en alltaf jafnfallegir. Á myndinni eru þeir Ásmundur Kristjánsson á íslenskum búningi og Davíð Samúelsson á færeyskum.Annríki Hildur var sjálf sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á þjóðhátíðardegi okkar í síðasta mánuði fyrir rannsóknir sínar á sögu íslenskra búninga. „Ég er hérna með nemendur mína sem eru í sínum flottustu búningum og maður getur ekki verið annað en stoltur. Þeir vekja líka gríðarlega athygli þessir búningar okkar. Við erum með tískusýningu á hverju götuhorni. Færeyingarnir eru að stoppa okkur og spyrja okkur hvaðan búningarnir séu og það eru tekin viðtöl í sjónvarpinu,“ segir hún. Færeyingar elska þjóðbúninga Undanfarin ár og áratugi hafa Færeyingar tekið að nota sína búninga í æ meiri mæli. Á Ólafsvöku er það sérstaklega áberandi þar sem göturnar fyllast af konum og körlum í fallegum og litríkum búningum. Áhugi Færeyinga á búningahefð sinni er raunar svo mikill að í miðborg Þórshafnar er rekin verslun sem sérhæfir sig í framleiðslu á kven- og herrabúningum, mynstrum, vaðmáli og fleiru. Verslunin heitir Marjun Heimá og hefur sinnt þjóðbúningaþörfum Færeyinga frá árinu 1959. Danska konungsfjölskyldan á færeyskum búning í Þórshöfn.EPA/Claus Rasmussen Hildur segir unga fólkið tekið við keflinu í Færeyjum og að þar fái allir búning við fermingu, útskrift eða önnur tímamót. „Sagan sýnir okkur það að þessi smáu eyjaríki eru oft fastheldin á siðina sína og stolt af því sem þau eiga. Maður finnur rosalega mikið fyrir stoltinu hérna. Það er mjög áþreifanlegt á þessum dögum,“ segir hún. Ber á aukningu hér á landi líka Hún segist þó ekki vilja kvarta eða kveina yfir áhuga Íslendinga á sínum búningum, þrátt fyrir að við séum talsvert á eftir Færeyingum í þessum efnum. Hún segist finna fyrir mikilli aukningu í áhuga hér á landi. „Það er stórkostlegur munur núna heima og fyrir þrjátíu árum. Þegar við maðurinn minn kynntumst í kringum 2000 fórum við saman á 17. júní í Hafnarfirði þar sem við búum og þar var eitt annað par í þjóðbúningum. Núna erum við að halda samkomur á 17. þar sem mæta á annað hundrað manns,“ segir Hildur. Efnt var til lítillar veislu heima hjá alllíklega eina Íslendingnum á íslenskum búning sem á heima í Færeyjum.Annríki Hildur segir að nauðsynlegt sé að samtal eigi sér stað kynslóða á milli um íslenska þjóðbúninga. Þjóðbúningaáhugafólk sé oft gagnrýnt fyrir stjórnsemi. Þjóðbúninga þurfi að gera aðgengilegri ungum og áhugasömum Íslendingum. „En þetta snýr líka að varðveislunni. Ef enginn hefði verið að varðveita þessa menningu væri enginn að hugsa um að eignast þjóðbúning á Íslandi. Við eigum stórmerkilega búningasögu,“ segir hún. „Þetta er bara fatnaður sem þróast í notkun þjóða. Þetta er ekkert sem varð til einn daginn,“ bætir hún við. Vörður í sögu þjóðarinnar Hildur segir kominn tíma á að þjóðin eigi samtal um hlutverk þjóðbúningsins og unga kynslóðin þurfi að taka við keflinu. Aðeins þannig sé hægt að auka notkun hans og áhuga á honum hér á landi. „Langar okkur bara til að eiga þessi flottu föt, langar okkur að varðveita menningararf? Þetta er eins og Íslendingasögurnar, þetta er eins og tungumálið, þetta er eins og þjóðfáninn eða sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta eru vörður í sögu þjóðarinnar,“ segir hún.
Íslendingar erlendis Færeyjar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent