Lalli töframaður sér börnunum fyrir brekkusöng Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2024 15:46 Lalli lofar töfrum fyrir börnin á laugardag og stefnir á að jafna met Árna Johnsen í árafjölda með brekkusöng barnanna. Brekkusöngur barnanna fer fram i fyrsta sinn á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Hann verður í umsjón Lalla töframanns og fer fram á Tjarnarsviðinu klukkan 14:30 á laugardag. Lalli segist vera spenntur fyrir hinni nýju hefð og reiðubúinn að standa vaktina næstu ár. Sjálfur brekkusöngurinn hefur verið árlegur viðburður á Þjóðhátíð allt frá árinu 1977 þegar Árni Johnsen stýrði honum í fyrsta sinn. Það gerði hann til ársins 2002 eða í heil 25 ár og stefnir Lalli á að gera slíkt hið sama með brekkusöng barnanna. „Ég er meira en til í að skrifa upp á samning við Þjóðhátíðarnefnd um að vera með brekkusöng barnanna næstu 25 árin ef það er í boði,“ segir Lalli hlæjandi. „Það er auðvitað löngu kominn tími á það að við heiðrum börnin og þeirra frábæra tónlistarsmekk með söng, kennum börnunum okkar að syngja almennilegan brekkusöng og er það nákvæmlega það sem við ætlum að gera í ár með því að halda brekkusöng barnanna,“ segir Lalli. „Stefnan er klárlega sett á það að Lalli töframaður sjái um brekkusöng barnanna að lágmarki næstu 25 árin,“ segir Lalli sjálfur. „Það var löngu kominn tími á þessa nýju og skemmtilegu hefð sem brekkusöngur barnanna mun verða. Svo er það bara tíminn sem mun leiða það í ljós hvort að þessi nýja hefð muni færa sig upp á stóra sviðið á komandi árum.“ En hvers vegna er Lalli töframaður að sjá um brekkusöng barnanna? „Þegar Þjóðhátíðarnefnd hafði samband við mig um að koma og glæða Þjóðhátíð einn meiri töfrum að þá spurði ég þau einfaldlega út í þessa hugmynd um að vera með brekkusöng barnanna og þeim leist strax mjög vel á það,“ segir Lalli. Þó svo að Lalli sé ekki þekktur fyrir gítarspil og söng að þá hefur hann engu að síður gefið út heila jólaplötu og segist notast mikið við gítarinn þegar hann er að veislustýra. „Gítarinn kemur alltaf með þegar ég er veislustjóri því þegar fólk er komið í stuð að þá er fátt sem sameinar okkur betur en að syngja smá saman.“ Jóhanna Guðrún flytur Þjóðhátíðarlagið í ár sem nefnist „Töfrar.“ Hún mun einnig koma fram á barnaskemmtuninni á laugardeginum. Lalli heitir því að það verði sannkallaðir töfrar á sviðinu á laugardag. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sjálfur brekkusöngurinn hefur verið árlegur viðburður á Þjóðhátíð allt frá árinu 1977 þegar Árni Johnsen stýrði honum í fyrsta sinn. Það gerði hann til ársins 2002 eða í heil 25 ár og stefnir Lalli á að gera slíkt hið sama með brekkusöng barnanna. „Ég er meira en til í að skrifa upp á samning við Þjóðhátíðarnefnd um að vera með brekkusöng barnanna næstu 25 árin ef það er í boði,“ segir Lalli hlæjandi. „Það er auðvitað löngu kominn tími á það að við heiðrum börnin og þeirra frábæra tónlistarsmekk með söng, kennum börnunum okkar að syngja almennilegan brekkusöng og er það nákvæmlega það sem við ætlum að gera í ár með því að halda brekkusöng barnanna,“ segir Lalli. „Stefnan er klárlega sett á það að Lalli töframaður sjái um brekkusöng barnanna að lágmarki næstu 25 árin,“ segir Lalli sjálfur. „Það var löngu kominn tími á þessa nýju og skemmtilegu hefð sem brekkusöngur barnanna mun verða. Svo er það bara tíminn sem mun leiða það í ljós hvort að þessi nýja hefð muni færa sig upp á stóra sviðið á komandi árum.“ En hvers vegna er Lalli töframaður að sjá um brekkusöng barnanna? „Þegar Þjóðhátíðarnefnd hafði samband við mig um að koma og glæða Þjóðhátíð einn meiri töfrum að þá spurði ég þau einfaldlega út í þessa hugmynd um að vera með brekkusöng barnanna og þeim leist strax mjög vel á það,“ segir Lalli. Þó svo að Lalli sé ekki þekktur fyrir gítarspil og söng að þá hefur hann engu að síður gefið út heila jólaplötu og segist notast mikið við gítarinn þegar hann er að veislustýra. „Gítarinn kemur alltaf með þegar ég er veislustjóri því þegar fólk er komið í stuð að þá er fátt sem sameinar okkur betur en að syngja smá saman.“ Jóhanna Guðrún flytur Þjóðhátíðarlagið í ár sem nefnist „Töfrar.“ Hún mun einnig koma fram á barnaskemmtuninni á laugardeginum. Lalli heitir því að það verði sannkallaðir töfrar á sviðinu á laugardag.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira