„Fólkið verður hreinlega að rísa upp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2024 21:01 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu, og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga Verðlag á matvöru hækkaði um 0,65 prósent milli mánaða, og 9,2 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ. Formaður VR segir þetta slá sig afar illa. Hann segir engan virðast ætla að axla ábyrgð á mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og ástandinu á húsnæðismarkaði. „Stjórnmálin hafa brugðist, sveitarfélögin hafa brugðist, atvinnulífið hefur brugðist og bankakerfið auðvitað líka. Hér stjórnast allt af taumlausri græðgi, fólkið mætir algjörum afgangi og það er ekkert sem er gert til þess að bregðast við hinum raunverulega grundvallarvanda,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vanskil aukist með slæmum afleiðingum Ragnar Þór vísar ábyrgð á hækkandi matvörðuverði á Samtök atvinnulífsins. „Það var sameiginlegt verkefni okkar að leggja okkar af mörkum til þess að ná niður verðbólgu og reyna þannig að þrýsta á mjög hraða og snemmbæra íhlutun seðlabankans í að lækka vexti. Ekkert af þessu hefur raungerst.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá síðustu viku, um hækkandi matvöruverð. Ragnar segir að alltaf sé eitthvað sem knýi verðbólguna áfram. Vanskil séu að aukast, sem muni hafa slæmar afleiðingar. „Sem munu birtast í gjaldþroti heimila og fjölda fyrirtækja, með tilheyrandi atvinnuleysi og svo framvegis. Ég veit að þetta er mjög svartsýnt tal en ég hef varað við þessu árum saman, að þetta muni raungerast, og það er að gerast.“ Bíði ekki fram á haustið 25 Nýjustu tölur gefi til kynna að SA og fyrirtækin í landinu ætli sér ekki að leggja sitt af mörkum. „Það getur ekki endað nema á einn veg. Það gerist ekki með endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Það gerist einfaldlega með því að fólkið verður hreinlega að rísa upp,“ segir Ragnar. Ragnar reiknar með því að boða til mótmælaaðgerða með haustinu. Of langt sé í endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári. „Það er fátt sem gerir það að verkum að ég hafi trú á því að þetta ástand muni að nokkru breytast á komandi vikum eða mánuðum og því sé ég fátt annað í stöðunni en að verkalýðshreyfingin verði hreinlega að fá fólkið til að rísa upp og þrýsta á að hér verði boðað til kosninga sem allra fyrst.“ Kjaramál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Verðlag á matvöru hækkaði um 0,65 prósent milli mánaða, og 9,2 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ. Formaður VR segir þetta slá sig afar illa. Hann segir engan virðast ætla að axla ábyrgð á mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og ástandinu á húsnæðismarkaði. „Stjórnmálin hafa brugðist, sveitarfélögin hafa brugðist, atvinnulífið hefur brugðist og bankakerfið auðvitað líka. Hér stjórnast allt af taumlausri græðgi, fólkið mætir algjörum afgangi og það er ekkert sem er gert til þess að bregðast við hinum raunverulega grundvallarvanda,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vanskil aukist með slæmum afleiðingum Ragnar Þór vísar ábyrgð á hækkandi matvörðuverði á Samtök atvinnulífsins. „Það var sameiginlegt verkefni okkar að leggja okkar af mörkum til þess að ná niður verðbólgu og reyna þannig að þrýsta á mjög hraða og snemmbæra íhlutun seðlabankans í að lækka vexti. Ekkert af þessu hefur raungerst.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá síðustu viku, um hækkandi matvöruverð. Ragnar segir að alltaf sé eitthvað sem knýi verðbólguna áfram. Vanskil séu að aukast, sem muni hafa slæmar afleiðingar. „Sem munu birtast í gjaldþroti heimila og fjölda fyrirtækja, með tilheyrandi atvinnuleysi og svo framvegis. Ég veit að þetta er mjög svartsýnt tal en ég hef varað við þessu árum saman, að þetta muni raungerast, og það er að gerast.“ Bíði ekki fram á haustið 25 Nýjustu tölur gefi til kynna að SA og fyrirtækin í landinu ætli sér ekki að leggja sitt af mörkum. „Það getur ekki endað nema á einn veg. Það gerist ekki með endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Það gerist einfaldlega með því að fólkið verður hreinlega að rísa upp,“ segir Ragnar. Ragnar reiknar með því að boða til mótmælaaðgerða með haustinu. Of langt sé í endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári. „Það er fátt sem gerir það að verkum að ég hafi trú á því að þetta ástand muni að nokkru breytast á komandi vikum eða mánuðum og því sé ég fátt annað í stöðunni en að verkalýðshreyfingin verði hreinlega að fá fólkið til að rísa upp og þrýsta á að hér verði boðað til kosninga sem allra fyrst.“
Kjaramál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira