Þórir með stelpurnar sínar á sigurbraut í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:24 Henny Reistad kom aftur inn í norska landsliðið í dag og skoraði fjögur mörk. Getty/Buda Mendes Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska handboltalandsliðinu unnu sex marka sigur á Suður Kóreu, 26-20, í dag í þriðja leik sínum á Ólympíuleikunum í París. Noregur tapaði óvænt á móti Svíum í fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með tveimur sigrum í röð, á Danmörku og nú Suður Kóreu. Þórir gat telft fram fullu liði í fyrsta sinn á þessum Ólympíuleikum eftir að ljóst varð að besta handboltakona heima undanfarin ár, Henny Reistad, var orðin leikfær. Hornamaðurinn Stine Skogrand var markahæst í norska landsliðinu með fimm mörk en skoraði nokkur þeirra með flottum langskotum. Veronica Kristiansen og Reistad voru báðar með fjögur mörk. Hin 44 ára Katrine Lunde átti stórleik í norska markinu í seinni hálfleiknum. Norsku stelpurnar byrjuðu vel og komust í 2-0 og 4-1 í upphafi leiks. Eftir þrjú kóresk mörk í röð og jafna stöðu í 5-5 þá sendi Þórir stórstjörnuna Henny Reistad inn á völlinn og hún fiskaði víti eftir nokkrar sekúndur. Norska liðið var alltaf skrefinu á undan en þær kóresku gáfu ekkert eftir og skoruðu meðal annars sirkusmark þegar þær voru marki undir. Reistad var augljóslega smá ryðguð eftir fjarveruna og hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá henni í fyrri hálfleiknum. Noregur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11, eftir að þær kóresku skoruðu síðasta mark hálfleiksins úr vítakasti. Reistad skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiksins og þær norsku voru komnar fjórum mörkum yfir, 17-13. Þegar hálfleikurinn var næstum því hálfnaður var munurinn orðinn sex mörk, 20-14. Katrine Lunde var komin í norska markið og reyndist þeim kóresku afar erfið viðureignar. Lunde varði sjö af fyrstu ellefu skotunum sem komu á hana í leiknum. Sigur norska liðsins var aldrei í hættu í þessum ójafna seinni hálfleik. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Noregur tapaði óvænt á móti Svíum í fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með tveimur sigrum í röð, á Danmörku og nú Suður Kóreu. Þórir gat telft fram fullu liði í fyrsta sinn á þessum Ólympíuleikum eftir að ljóst varð að besta handboltakona heima undanfarin ár, Henny Reistad, var orðin leikfær. Hornamaðurinn Stine Skogrand var markahæst í norska landsliðinu með fimm mörk en skoraði nokkur þeirra með flottum langskotum. Veronica Kristiansen og Reistad voru báðar með fjögur mörk. Hin 44 ára Katrine Lunde átti stórleik í norska markinu í seinni hálfleiknum. Norsku stelpurnar byrjuðu vel og komust í 2-0 og 4-1 í upphafi leiks. Eftir þrjú kóresk mörk í röð og jafna stöðu í 5-5 þá sendi Þórir stórstjörnuna Henny Reistad inn á völlinn og hún fiskaði víti eftir nokkrar sekúndur. Norska liðið var alltaf skrefinu á undan en þær kóresku gáfu ekkert eftir og skoruðu meðal annars sirkusmark þegar þær voru marki undir. Reistad var augljóslega smá ryðguð eftir fjarveruna og hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá henni í fyrri hálfleiknum. Noregur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11, eftir að þær kóresku skoruðu síðasta mark hálfleiksins úr vítakasti. Reistad skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiksins og þær norsku voru komnar fjórum mörkum yfir, 17-13. Þegar hálfleikurinn var næstum því hálfnaður var munurinn orðinn sex mörk, 20-14. Katrine Lunde var komin í norska markið og reyndist þeim kóresku afar erfið viðureignar. Lunde varði sjö af fyrstu ellefu skotunum sem komu á hana í leiknum. Sigur norska liðsins var aldrei í hættu í þessum ójafna seinni hálfleik.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira