Lífið

Kol­beinn Sig­þórs­son selur útsýnisíbúð á Kársnesinu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson hyggst kveðja útsýnið á Kársnesinu.
Kolbeinn Sigþórsson hyggst kveðja útsýnið á Kársnesinu.

Kolbeinn Sigþórsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta hefur sett íbúð sína á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Íbúðinni fylgir magnað útsýni yfir hafið og Nauthólsvíkina en óskað er eftir tilboðum í íbúðina sem byggð var árið 2021. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðmiðunarverð í kringum 220 milljónir króna.

433.is greindi fyrst frá sölunni en íbúðin er 184,2 fermetrar að stærð og er fjögurra herbergja. Fram kemur í fasteignaauglýsingu á Vísi að hvergi hafi verið sparað við efnisval íbúðarinnar. Fasteignamat íbúðarinnar er 134,3 milljónir króna.

Þar sé að finna vandaðar innréttingar, marmara á eyju og baðherbergjum auk gólfsíðra glugga og gólfhita. Vínkælir er í eyju. Íbúðin skiptist í anddyri, alrými með stofu og opnu eldhúsi, hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi inn af. Þá eru þar tvö önnur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.

Kolbeinn var um margra ára skeið einn besti framherjinn í liði Íslands og skoraði 26 mörk í 64 leikjum. Í síðasta mánuði var hann sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku og ákvað ríkissaksóknari að áfrýja dómnum ekki.

Sjá nánar á fasteignavef Vísis. 

Betri Stofan

Betri Stofan

Betri Stofan

Betri Stofan

Betri Stofan

Betri Stofan

Betri Stofan

Betri Stofan

Betri Stofan

Betri Stofan

Tengdar fréttir

Kolbeinn fer ekki fyrir Landsrétt

Sýknudómi Kolbeins Sigþórssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í fótbolta, verður ekki áfrýjað til Landsréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×