FM Belfast fékk blessun Greifanna fyrir síðsumarsmelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2024 15:00 FM Belfast er þekkt fyrir einstakt stuð á tónleikum sínum. Sigrún Halla Unnarsdóttir Gleðigjafarnir í FM Belfast gáfu í dag út nýtt lag, en um er að ræða ábreiðu af einu frægasta lagi Greifanna, Útihátíð. Lagið kom út árið 1986 og hefur allar götur síðan verið stór hluti af sumarstemningunni á Íslandi. Sveitin hyggst frumflytja ábreiðuna á Þjóðhátíð í Eyjum næstu helgi. Aðspurð segja þau í FM Belfast að það hafi verið löngu tímabært að gera fleiri útgáfur af þessum nostalgíugullmola. Þau hafi að sjálfsögðu fengið blessun Greifanna fyrir ábreiðunni. Lagið er komið út á Spotify. Verður mikið stuð og tryllingur „Þetta er einn af sumarsmellum íslensku þjóðarinnar,“ segir Björn Kristjánsson einn hljómsveitarmeðlima í samtali við Vísi. Ábreiðan hafi fyrst orðið til fyrir um fjórum árum á eldhúsborðinu hjá Árna og Lóu. Lagið var svo spilað í fyrsta og eina skiptið á Havarí tónleikum Prins Póló, Svavars Péturs Eysteinssonar heitins. „Síðan hefur það verið ofan í kassa í nokkur ár og nú ákváðum við að úr því að við erum að fara að spila á Þjóðhátíð í Eyjum að draga þetta lag fram og leggja lokahönd á það og koma því út,“ segir Björn. Hermigervill á sviði með sveitinni.Sigrún Halla Unnarsdóttir Í ár er um að ræða annað skiptið sem FM Belfast kemur fram á Þjóðhátíð og lofar sveitin algleymi og rafmagnaðri dansmessu sem endranær. „Þetta verður mikið stuð og verður bara dálítill tryllingur, eins og góð partý eiga að vera,“ segir Björn. Þjóðhátíðargestir geti fullvissað sig um að þeir verði í öruggum höndum og vill sveitin sérstaklega vekja athygli á því að fólk þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af veðri og vindum, því það sé vel hægt að dansa í stígvélum. Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Sveitin hyggst frumflytja ábreiðuna á Þjóðhátíð í Eyjum næstu helgi. Aðspurð segja þau í FM Belfast að það hafi verið löngu tímabært að gera fleiri útgáfur af þessum nostalgíugullmola. Þau hafi að sjálfsögðu fengið blessun Greifanna fyrir ábreiðunni. Lagið er komið út á Spotify. Verður mikið stuð og tryllingur „Þetta er einn af sumarsmellum íslensku þjóðarinnar,“ segir Björn Kristjánsson einn hljómsveitarmeðlima í samtali við Vísi. Ábreiðan hafi fyrst orðið til fyrir um fjórum árum á eldhúsborðinu hjá Árna og Lóu. Lagið var svo spilað í fyrsta og eina skiptið á Havarí tónleikum Prins Póló, Svavars Péturs Eysteinssonar heitins. „Síðan hefur það verið ofan í kassa í nokkur ár og nú ákváðum við að úr því að við erum að fara að spila á Þjóðhátíð í Eyjum að draga þetta lag fram og leggja lokahönd á það og koma því út,“ segir Björn. Hermigervill á sviði með sveitinni.Sigrún Halla Unnarsdóttir Í ár er um að ræða annað skiptið sem FM Belfast kemur fram á Þjóðhátíð og lofar sveitin algleymi og rafmagnaðri dansmessu sem endranær. „Þetta verður mikið stuð og verður bara dálítill tryllingur, eins og góð partý eiga að vera,“ segir Björn. Þjóðhátíðargestir geti fullvissað sig um að þeir verði í öruggum höndum og vill sveitin sérstaklega vekja athygli á því að fólk þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af veðri og vindum, því það sé vel hægt að dansa í stígvélum.
Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira