Íslenski boltinn

HK búið að finna mark­vörð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik HK og Vestra þar sem Arnar Freyr Ólafsson meiddist illa.
Úr leik HK og Vestra þar sem Arnar Freyr Ólafsson meiddist illa. vísir/hag

Leit HK að markverði til að fylla skarð Arnars Freys Ólafssonar, sem sleit hásin í leik gegn Vestra um þarsíðustu helgi, er lokið.

HK hefur samið við danska markvörðinn Christoffer Petersen út þetta tímabil.

Petersen, sem er 26 ára, lék síðast með Kolding í dönsku B-deildinni. Hann hefur einnig leikið með Næstved og Helsingör í heimalandinu.

Hinn tvítugi Stefán Stefánsson stóð í marki HK þegar liðið tapaði fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkings á sunnudaginn, 5-1. Beitir Ólafsson var til taks á varamannabekknum.

Petersen leikur vætnanlega sinn fyrsta leik fyrir HK þegar liðið tekur á móti KR í mikilvægum fallslag í Kórnum á miðvikudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×