„Hatrið má ekki sigra“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2024 07:01 Lífið á Vísi ræddi við nokkra þekkta hinsegin einstaklinga um Pride. Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður. Í tilefni af því fékk Lífið á Vísi hinsegin fólk úr ólíkum áttum samfélagsins til að deila eftirminnilegum minningum af Pride. Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikskáld: Bjarni Snæbjörnsson rifjar upp sína uppáhalds minningu af Pride. Leifur Wilberg „Ein að mínum bestu minningum er frá Hinsegin dögum er frá árinu 2009. Þá vorum við Sigga Eyrún komin á fullt í að gigga sem hliðarsjálfin okkar Viggó og Víóletta og vorum fengin til að vera kynnar á opnunarhátíðinni í Háskólabíó. Við bjuggum til ný atriði fyrir hátíðina þar sem ég endaði meðal annars á korsiletti og í sokkaböndum eins og Frank´N´Further. Rétt fyrir lok kvöldsins kom Heimir Már, formaður hátíðarinnar, til mín og sagði mér að við þyrftum að redda borði því Hanna Birna, þáverandi borgarstjóri, var að fara að skrifa undir nýjan samstarfssamning við Hinsegin daga. Við fundum ekkert borð þannig að ég ákvað bara að vera borð og því skrifaði Hann Birna undir plaggið á bakinu á mér þar sem ég beygði mig fram, fáklæddur í korsiletti og hælum. Þetta var hrikalega gaman og við Hanna Birna hlógum mikið af þessu eftir á. Mynd af þessu komst meira að segja í blöðin. Auðvitað létu misvitrar raddir aðeins í sér heyra í kjölfar myndbirtingarinnar, en það er bara af því að það fólk meikar ekki gleðina og hispursleysið sem einkennir okkur hinsegin fólkið. Ég elska þessa minningu út af gleðinni og líka út af því að við Sigga Eyrún erum svo góðir vinir og erum enn í fullu samstarfsfjöri og verðum með tónleikaröð tileinkaða söngleikjum í Salnum í vetur. Aldrei að vita nema maður skelli í sér í korsilett þar!“ Ragga Hólm, Reykjavíkurdóttir og plötusnúður: Ragga Hólm lengst til hægri hér á myndinni í eftirminnilegasta Pride partýinu árið 2011.Aðsend „Pride 2011, hvar á maður að byrja. Þetta er án efa besta Pride hátíð sem ég hef upplifað. Við vorum nokkrar vinkonur sem bjuggum saman á Tryggvagötu 12. Ég er ekki frá því að við höfum búið tíu þarna þegar sem mest gekk á. Svona smá kommúnu fílingur. Þessari fasteign fylgdi risastórt port. Það kom ekkert annað til greina en að halda risa stórt Pride porta-partý þar sem öll voru velkomir, enginn boðsmiði, bara gestir og gangandi. Við vorum með bollu í körum, leigðum hljóðkerfi og gerðum örugglega 500 jelló skot. Það var líka klikkað veður, það verður nú að taka það fram. Fyrst var okkar nánasta fólk mætt og mjög skemmtileg stemmning en svo þegar leið á kvöldið breyttist þetta í stærta porta partý sem ég hef séð! Við vorum alveg smá smeikar hvernig þetta myndi enda…. við bjuggumst ekki við þessari aðsókn. Það voru örugglega 300 manns þarna sem varð auðvitað til þess að lögreglan kíkti á okkur til að athuga hvað gengi nú á. Þeir voru afskaplega rólegir en báðu okkur um að lækka í tónlistinni og fara að koma okkur í bæinn áður en þetta færi úr böndunum. Það hefði nú aldrei gerst, enda ekkert nema ást og gleði á þessum degi. En þetta er eitt svakalegasta partý sem að vinahópurinn hefur haldið og var umtalað í hverju horni næstu vikurnar. Árið 2011 lét fólk símann frá sér þegar það var gaman og því miður ekki til nægilega mikið myndefni af kvöldinu en ég fann tvær góðar.“ Pride 2011 var sannarlega eftirminnilegt hjá Röggu Hólm.Aðsend Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður og skemmtikraftur: Friðrik Ómar Hjörleifsson deilir því sem honum finnst skemmtilegast við Pride.Vísir/Vilhelm „Uppáhalds minningin mín af Pride varð svo að venju hjá vinahópnum. Það er hittingur á sunnudegi, svona „aftermath“, á Jómfrúnni. Þetta er hópur af hommum sem hefur hist og verður örugglega bara stærri og stærri. Ég hlakka mikið til þess nú í ár, það er heilagur hittingur klukkan þrjú á sunnudegi eftir Pride, við fáum okkur bara afréttara og eitthvað gott að borða eftir dans og gleði helgarinnar.“ María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans og varaþingmaður: Hjónin María Rut og Ingileif ásamt sonum þeirra. Aðsend „Það er mjög erfitt að gera upp á milli minninga af gleðigöngunni. Enda eru þær allar svo dýrmætar hver á sinn hátt. Allt frá fyrstu minningunni minni þegar ég var bara unglingur frá Flateyri í heimsókn í bænum og fylgdist agndofa með litadýrðinni og gleðinni í grenjandi rigningu á Laugaveginum. Þá var ég algjörlega vacuum-pökkuð í skápnum og grunlaus um að einn daginn ætti ég sjálf eftir að ganga í göngunni. Fyrst með Ingileif konunni minni og elsta syni okkar. Og svo aftur og aftur - alltaf með fleiri litlar hendur til að leiða. En gangan í fyrra stendur líka upp úr sem dýrmæt en erfið áskorun. Þá gengum við stoltar með hinsegin fjölskyldum með börnin okkar. Þá höfðum við fundið fyrir uppgangi haturs og fordóma á eigin skinni en þrátt fyrir ótta og óöryggi sem við fundum í hjartanu þá fórum við samt. Því hatrið má ekki sigra.“ Gleðigangan Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Í tilefni af því fékk Lífið á Vísi hinsegin fólk úr ólíkum áttum samfélagsins til að deila eftirminnilegum minningum af Pride. Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikskáld: Bjarni Snæbjörnsson rifjar upp sína uppáhalds minningu af Pride. Leifur Wilberg „Ein að mínum bestu minningum er frá Hinsegin dögum er frá árinu 2009. Þá vorum við Sigga Eyrún komin á fullt í að gigga sem hliðarsjálfin okkar Viggó og Víóletta og vorum fengin til að vera kynnar á opnunarhátíðinni í Háskólabíó. Við bjuggum til ný atriði fyrir hátíðina þar sem ég endaði meðal annars á korsiletti og í sokkaböndum eins og Frank´N´Further. Rétt fyrir lok kvöldsins kom Heimir Már, formaður hátíðarinnar, til mín og sagði mér að við þyrftum að redda borði því Hanna Birna, þáverandi borgarstjóri, var að fara að skrifa undir nýjan samstarfssamning við Hinsegin daga. Við fundum ekkert borð þannig að ég ákvað bara að vera borð og því skrifaði Hann Birna undir plaggið á bakinu á mér þar sem ég beygði mig fram, fáklæddur í korsiletti og hælum. Þetta var hrikalega gaman og við Hanna Birna hlógum mikið af þessu eftir á. Mynd af þessu komst meira að segja í blöðin. Auðvitað létu misvitrar raddir aðeins í sér heyra í kjölfar myndbirtingarinnar, en það er bara af því að það fólk meikar ekki gleðina og hispursleysið sem einkennir okkur hinsegin fólkið. Ég elska þessa minningu út af gleðinni og líka út af því að við Sigga Eyrún erum svo góðir vinir og erum enn í fullu samstarfsfjöri og verðum með tónleikaröð tileinkaða söngleikjum í Salnum í vetur. Aldrei að vita nema maður skelli í sér í korsilett þar!“ Ragga Hólm, Reykjavíkurdóttir og plötusnúður: Ragga Hólm lengst til hægri hér á myndinni í eftirminnilegasta Pride partýinu árið 2011.Aðsend „Pride 2011, hvar á maður að byrja. Þetta er án efa besta Pride hátíð sem ég hef upplifað. Við vorum nokkrar vinkonur sem bjuggum saman á Tryggvagötu 12. Ég er ekki frá því að við höfum búið tíu þarna þegar sem mest gekk á. Svona smá kommúnu fílingur. Þessari fasteign fylgdi risastórt port. Það kom ekkert annað til greina en að halda risa stórt Pride porta-partý þar sem öll voru velkomir, enginn boðsmiði, bara gestir og gangandi. Við vorum með bollu í körum, leigðum hljóðkerfi og gerðum örugglega 500 jelló skot. Það var líka klikkað veður, það verður nú að taka það fram. Fyrst var okkar nánasta fólk mætt og mjög skemmtileg stemmning en svo þegar leið á kvöldið breyttist þetta í stærta porta partý sem ég hef séð! Við vorum alveg smá smeikar hvernig þetta myndi enda…. við bjuggumst ekki við þessari aðsókn. Það voru örugglega 300 manns þarna sem varð auðvitað til þess að lögreglan kíkti á okkur til að athuga hvað gengi nú á. Þeir voru afskaplega rólegir en báðu okkur um að lækka í tónlistinni og fara að koma okkur í bæinn áður en þetta færi úr böndunum. Það hefði nú aldrei gerst, enda ekkert nema ást og gleði á þessum degi. En þetta er eitt svakalegasta partý sem að vinahópurinn hefur haldið og var umtalað í hverju horni næstu vikurnar. Árið 2011 lét fólk símann frá sér þegar það var gaman og því miður ekki til nægilega mikið myndefni af kvöldinu en ég fann tvær góðar.“ Pride 2011 var sannarlega eftirminnilegt hjá Röggu Hólm.Aðsend Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður og skemmtikraftur: Friðrik Ómar Hjörleifsson deilir því sem honum finnst skemmtilegast við Pride.Vísir/Vilhelm „Uppáhalds minningin mín af Pride varð svo að venju hjá vinahópnum. Það er hittingur á sunnudegi, svona „aftermath“, á Jómfrúnni. Þetta er hópur af hommum sem hefur hist og verður örugglega bara stærri og stærri. Ég hlakka mikið til þess nú í ár, það er heilagur hittingur klukkan þrjú á sunnudegi eftir Pride, við fáum okkur bara afréttara og eitthvað gott að borða eftir dans og gleði helgarinnar.“ María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans og varaþingmaður: Hjónin María Rut og Ingileif ásamt sonum þeirra. Aðsend „Það er mjög erfitt að gera upp á milli minninga af gleðigöngunni. Enda eru þær allar svo dýrmætar hver á sinn hátt. Allt frá fyrstu minningunni minni þegar ég var bara unglingur frá Flateyri í heimsókn í bænum og fylgdist agndofa með litadýrðinni og gleðinni í grenjandi rigningu á Laugaveginum. Þá var ég algjörlega vacuum-pökkuð í skápnum og grunlaus um að einn daginn ætti ég sjálf eftir að ganga í göngunni. Fyrst með Ingileif konunni minni og elsta syni okkar. Og svo aftur og aftur - alltaf með fleiri litlar hendur til að leiða. En gangan í fyrra stendur líka upp úr sem dýrmæt en erfið áskorun. Þá gengum við stoltar með hinsegin fjölskyldum með börnin okkar. Þá höfðum við fundið fyrir uppgangi haturs og fordóma á eigin skinni en þrátt fyrir ótta og óöryggi sem við fundum í hjartanu þá fórum við samt. Því hatrið má ekki sigra.“
Gleðigangan Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira