Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 10:34 Dagur Sigurðsson var tilbúinn með sína menn fyrir slaginn á móti Þjóðverjum í dag. Getty/Igor Kralj Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. Króatíska liðið átti sinn besta leik í keppninni til þessa og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26. Þetta var fyrsta tap strákanna hans Alfreðs því þýska liðið var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Króatar töpuðu síðasta leiknum sínum sem var á móti Slóveníu. Alfreð má hafa áhyggjur ef lið hans ætlar að spila svona í næstu leikjum. Ivan Martinovic átti stórleik í króatíska liðinu og skoraði níu mörk. Reynsluboltarnir Domagoj Duvnjak (5 mörk) og Luka Cindric (5 mörk) léku einnig vel. Króatar byrjuðu leikinn vel og komust í 3-1 en þrjú þýsk mörk í röð komu þá Þjóðverjum yfir í 5-4. Liðin voru þarna að skipta á góðum sprettum því Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alfreð tók leikhlé eftir fimmtán mínútna leik þegar Króatar voru 7-5 yfir. Króatíska liðið var áfram með undirtökin og komst nokkrum sinnum þremur mörkum yfir. Í hálfleik munaði síðan tveimur mörkum á liðunum, 15-13, eftir flautumark frá Þjóðverjanum Juri Knorr. Króatinn Ivan Martinovic var markahæstur á vellinum í fyrri hálfleik með sex mörk en þýski línumaðurinn Johannes Golla var kominn með fimm mörk úr fimm skotum í hálfleik. Golla skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og því var munurinn orðinn eitt mark en nær komust þeir ekki. Króatar gáfu nefnilega ekkert eftir og voru komnir fimm mörkum yfir, 20-15, þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Króatar skoruðu þá tvisvar í röð í autt mark eftir að Alfreð tók úr markvörðinn sinn. Alfreð tók leikhlé í stöðunni 21-16 fyrir Króatíu enda lið hans í miklum vandræðum. Þjóðverjar náðu smá spretti en munurinn minnkaði ekki mikið. Á endanum voru það lærisvenar Dags sem lönduðu öruggum og frekar sannfærandi sigri. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Króatíska liðið átti sinn besta leik í keppninni til þessa og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26. Þetta var fyrsta tap strákanna hans Alfreðs því þýska liðið var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Króatar töpuðu síðasta leiknum sínum sem var á móti Slóveníu. Alfreð má hafa áhyggjur ef lið hans ætlar að spila svona í næstu leikjum. Ivan Martinovic átti stórleik í króatíska liðinu og skoraði níu mörk. Reynsluboltarnir Domagoj Duvnjak (5 mörk) og Luka Cindric (5 mörk) léku einnig vel. Króatar byrjuðu leikinn vel og komust í 3-1 en þrjú þýsk mörk í röð komu þá Þjóðverjum yfir í 5-4. Liðin voru þarna að skipta á góðum sprettum því Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alfreð tók leikhlé eftir fimmtán mínútna leik þegar Króatar voru 7-5 yfir. Króatíska liðið var áfram með undirtökin og komst nokkrum sinnum þremur mörkum yfir. Í hálfleik munaði síðan tveimur mörkum á liðunum, 15-13, eftir flautumark frá Þjóðverjanum Juri Knorr. Króatinn Ivan Martinovic var markahæstur á vellinum í fyrri hálfleik með sex mörk en þýski línumaðurinn Johannes Golla var kominn með fimm mörk úr fimm skotum í hálfleik. Golla skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og því var munurinn orðinn eitt mark en nær komust þeir ekki. Króatar gáfu nefnilega ekkert eftir og voru komnir fimm mörkum yfir, 20-15, þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Króatar skoruðu þá tvisvar í röð í autt mark eftir að Alfreð tók úr markvörðinn sinn. Alfreð tók leikhlé í stöðunni 21-16 fyrir Króatíu enda lið hans í miklum vandræðum. Þjóðverjar náðu smá spretti en munurinn minnkaði ekki mikið. Á endanum voru það lærisvenar Dags sem lönduðu öruggum og frekar sannfærandi sigri.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira