Fabregas bjargaði Frökkum frá því að vera stigalausir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2024 20:45 Ludovic Fabregas tryggði Frakklandi stig gegn Egyptalandi á Ólympíuleikunum með sínu sjötta marki í leiknum. getty/Harry Langer Frakkar eru enn án sigurs í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Heimamenn gerðu jafntefli við Egypta í dag, 26-26. Franska liðið tryggði sér stig með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. Ludovic Fabregas skoraði jöfnunarmarkið í þann mund sem leiktíminn rann út. Frakkland fékk þar með sitt fyrsta stig í B-riðli en Egyptaland er með þrjú stig. Frakkar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og Egyptar leiddu með fjórum mörkum að honum loknum, 11-15. Egyptaland var svo komið í kjörstöðu til að vinna leikinn en Frakkland gafst ekki upp og náði í stig. Fabregas skoraði sex mörk fyrir franska liðið en Yahia Omar var markahæstur á vellinum með átta mörk. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli en þeir rúlluðu yfir Argentínumenn í síðasta leik dagsins, 38-27. Mathias Gidsel fór mikinn í danska liðinu og skoraði þrettán mörk, þar af tíu í fyrri hálfleik. Markametið á Ólympíuleikunum er fimmtán mörk. Norðmenn eru einnig með fullt hús stiga í B-riðli. Þeir unnu nauman sigur á Ungverjum í fyrsta leik dagsins, 26-25. Alexander Blonz skoraði sigurmark Noregs á síðustu sekúndunni eftir að Thorbjörn Bergerud varði lokaskot Ungverjalands nokkrum sekúndum áður. Staða Svía í A-riðli þrengdist verulega eftir tap fyrir Slóvenum, 29-24. Svíþjóð er með tvö stig í 5. sæti riðilsins en Slóvenía er með fjögur stig líkt og Króatía, Spánn og Þýskaland. Spánverjar unnu spræka Japani, 37-33. Japan er án stiga á botni A-riðils. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. 31. júlí 2024 10:34 Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Franska liðið tryggði sér stig með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. Ludovic Fabregas skoraði jöfnunarmarkið í þann mund sem leiktíminn rann út. Frakkland fékk þar með sitt fyrsta stig í B-riðli en Egyptaland er með þrjú stig. Frakkar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og Egyptar leiddu með fjórum mörkum að honum loknum, 11-15. Egyptaland var svo komið í kjörstöðu til að vinna leikinn en Frakkland gafst ekki upp og náði í stig. Fabregas skoraði sex mörk fyrir franska liðið en Yahia Omar var markahæstur á vellinum með átta mörk. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli en þeir rúlluðu yfir Argentínumenn í síðasta leik dagsins, 38-27. Mathias Gidsel fór mikinn í danska liðinu og skoraði þrettán mörk, þar af tíu í fyrri hálfleik. Markametið á Ólympíuleikunum er fimmtán mörk. Norðmenn eru einnig með fullt hús stiga í B-riðli. Þeir unnu nauman sigur á Ungverjum í fyrsta leik dagsins, 26-25. Alexander Blonz skoraði sigurmark Noregs á síðustu sekúndunni eftir að Thorbjörn Bergerud varði lokaskot Ungverjalands nokkrum sekúndum áður. Staða Svía í A-riðli þrengdist verulega eftir tap fyrir Slóvenum, 29-24. Svíþjóð er með tvö stig í 5. sæti riðilsins en Slóvenía er með fjögur stig líkt og Króatía, Spánn og Þýskaland. Spánverjar unnu spræka Japani, 37-33. Japan er án stiga á botni A-riðils.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. 31. júlí 2024 10:34 Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. 31. júlí 2024 10:34