„Þú getur heitið á mig og ég mun tvöfalda framlagið þitt,“ skrifar Haraldur í færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Mál Yazan hefur verið í fréttum eftir að Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júní að honum og fjölskyldu hans skyldi vísað úr landi.
Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan.
Þúsundir hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista vegna máls Yazan þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Þá hefur ákvörðuninni ítrekað verið mótmælt með hinum ýmsu gjörningum og samkomum.
Ég ætla að taka þátt í Íslandsbankahlaupinu og safna fyrir Yazan.
— Halli (@iamharaldur) August 1, 2024
Yazan er 11 ára strákur frá Palestínu með vöðvarýrnunarsjúkdóm eins og ég.
Það á að vísa honum úr landi sem mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsuna hans.
Þú getur heitið á mig og ég mun tvöfalda…