Tjá sig ekki eftir fullyrðingar ráðuneytisins í nafnabreytingarmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2024 15:25 Nafnabreyting Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani hefur vakið talsverða athygli. Vísir Þjóðskrá ætlar ekki tjá sig frekar um mál sem varðar nafnabreytingu Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani í kjölfar fullyrðinga dómsmálaráðuneytisins um að það hafi ekki gefið út leiðbeiningar um túlkun á ákveðinni grein í lögum um mannanöfn. „Ég get staðfest að Þjóðskrá hefur móttekið erindi frá Dómsmálaráðuneytinu og við munum ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá nafnabreytingu Mohamads á dögunum, skömmu eftir að hann fékk átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás og önnur afbrot. Í kjölfarið gaf Soffía fréttastofu viðtal þar sem hún tjáði sig þó ekki með beinum hætti um mál Mohamads. Hún sagði að almennt mætti einstaklingur einungis kenna sig við föður, móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. Þó sé undanþáguákvæði sem heimili Þjóðskrá að samþykkja annars konar kenninafnsbreytingar. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Ströng ákvæði væru fyrir slíkri breytingu sem væri háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Málið vakti talsverða athygli. Til að mynda veltu þær Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, því fyrir sér hvort að málið væri dæmi sem benti til þess að mögulega þyrfti að skoða nafnalögin. „Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ sagði Sigríður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra óskaði síðan eftir upplýsingum frá Þjóðskrá varðandi nafnabreytinguna. Í gærkvöld sendi dómsmálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en þar kom fram að ráðuneytið kannaðist ekki við að hafa gefið út umræddar leiðbeiningar. „Í umfjöllun í fjölmiðlum um nafnbreytingu erlends ríkisborgara var haft eftir Þjóðskrá Íslands að stuðst hafi verið við leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af því mátti ætla að ráðuneytið hefði gefið út leiðbeiningar um afgreiðslu slíkra mála. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og gaf heldur ekki sérstakar leiðbeiningar í þessu tiltekna máli,“ segir á vef stjórnarráðsins. „Skírskotun Þjóðskrár Íslands til leiðbeininga frá dómsmálaráðuneyti var því ekki rétt og til þess fallin að valda misskilningi, sem rétt þykir að sé leiðréttur. Ráðuneytið hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við Þjóðskrá Íslands.“ Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum Þjóðskrár við yfirlýsingu ráðuneytisins, en eins og áður segir ætlar stofnunin ekki að tjá sig frekar um málið. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Ég get staðfest að Þjóðskrá hefur móttekið erindi frá Dómsmálaráðuneytinu og við munum ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá nafnabreytingu Mohamads á dögunum, skömmu eftir að hann fékk átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás og önnur afbrot. Í kjölfarið gaf Soffía fréttastofu viðtal þar sem hún tjáði sig þó ekki með beinum hætti um mál Mohamads. Hún sagði að almennt mætti einstaklingur einungis kenna sig við föður, móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. Þó sé undanþáguákvæði sem heimili Þjóðskrá að samþykkja annars konar kenninafnsbreytingar. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Ströng ákvæði væru fyrir slíkri breytingu sem væri háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Málið vakti talsverða athygli. Til að mynda veltu þær Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, því fyrir sér hvort að málið væri dæmi sem benti til þess að mögulega þyrfti að skoða nafnalögin. „Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ sagði Sigríður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra óskaði síðan eftir upplýsingum frá Þjóðskrá varðandi nafnabreytinguna. Í gærkvöld sendi dómsmálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en þar kom fram að ráðuneytið kannaðist ekki við að hafa gefið út umræddar leiðbeiningar. „Í umfjöllun í fjölmiðlum um nafnbreytingu erlends ríkisborgara var haft eftir Þjóðskrá Íslands að stuðst hafi verið við leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af því mátti ætla að ráðuneytið hefði gefið út leiðbeiningar um afgreiðslu slíkra mála. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og gaf heldur ekki sérstakar leiðbeiningar í þessu tiltekna máli,“ segir á vef stjórnarráðsins. „Skírskotun Þjóðskrár Íslands til leiðbeininga frá dómsmálaráðuneyti var því ekki rétt og til þess fallin að valda misskilningi, sem rétt þykir að sé leiðréttur. Ráðuneytið hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við Þjóðskrá Íslands.“ Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum Þjóðskrár við yfirlýsingu ráðuneytisins, en eins og áður segir ætlar stofnunin ekki að tjá sig frekar um málið.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira