Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 11:50 Frá tónleikum á litla sviðinu í anddyrinu á Norðanpaunki 2019. Sviðsdýfur og mannhafssiglingar hafa löngum tengst harðkjarnapönkinu sterkum böndum. norðanpaunk Ættarmót pönkara, Norðanpaunk, heldur upp á tíu ára afmæli sitt um verslunarmannahelgina, að vanda í félagsheimilinu á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Mótið sem er haldið af „Félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist“ skapar rými fyrir undarlega og erfiða tónlist og aðdáendur hennar um verslunarmannahelgina. Alls kyns númer úr íslensku jaðar- og pönksenunni koma fram, Gróa, Börn, Retrön, Drýsildjöfull, Deathmetal Supersquad, Marghöfða dýrið, Barnaveiki og þar fram eftir götunum. Einnig koma fram nokkrar erlendar sveitir, TÆL frá Noregi, Laxity frá Póllandi, Mass frá Bretlandi og Firtan og Unru frá Þýskalandi. 45 sveitir á þremur dögum, deilt á milli tveggja sviða. Stíf dagskrá. View this post on Instagram A post shared by Norðanpaunk (@nordanpaunk) Í tilfellum tölvuleikjarokksveitarinnar Retrön og pönkbandsins Deathmetal Supersquad er um endurkomur að ræða, en sveitirnar voru upp á sitt virkasta fyrir um 15 árum síðan. Eins og á öðrum ættarmótum eru engir miðar seldir við hurð og ekkert áfengi selt, segir í tilkynningu frá Norðanpaunki. Börn og sjálfstæðismenn séu velkomin í fylgd með forráðamönnum og með heyrnarhlífar. Skráningu fyrir ættarmótið og allar aðrar upplýsingar megi finna á heimasíðu Norðanpaunks. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Mótið sem er haldið af „Félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist“ skapar rými fyrir undarlega og erfiða tónlist og aðdáendur hennar um verslunarmannahelgina. Alls kyns númer úr íslensku jaðar- og pönksenunni koma fram, Gróa, Börn, Retrön, Drýsildjöfull, Deathmetal Supersquad, Marghöfða dýrið, Barnaveiki og þar fram eftir götunum. Einnig koma fram nokkrar erlendar sveitir, TÆL frá Noregi, Laxity frá Póllandi, Mass frá Bretlandi og Firtan og Unru frá Þýskalandi. 45 sveitir á þremur dögum, deilt á milli tveggja sviða. Stíf dagskrá. View this post on Instagram A post shared by Norðanpaunk (@nordanpaunk) Í tilfellum tölvuleikjarokksveitarinnar Retrön og pönkbandsins Deathmetal Supersquad er um endurkomur að ræða, en sveitirnar voru upp á sitt virkasta fyrir um 15 árum síðan. Eins og á öðrum ættarmótum eru engir miðar seldir við hurð og ekkert áfengi selt, segir í tilkynningu frá Norðanpaunki. Börn og sjálfstæðismenn séu velkomin í fylgd með forráðamönnum og með heyrnarhlífar. Skráningu fyrir ættarmótið og allar aðrar upplýsingar megi finna á heimasíðu Norðanpaunks.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira