Halla fann efnið í New York Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 14:30 Halla við komu á Bessastaði þar sem hún hélt sitt fyrsta Bessastaðateiti. vísir/rax Halla Tómasdóttir kom að máli við Björgu Ingadóttur fatahönnuð í byrjun júní í því skyni að fá Björgu til að hanna kjóla fyrir innsetningarathöfn sína. Svo fór að Björg hannaði tvo kjóla fyrir daginn, en Halla fann efnið í annan þeirra í New York. Halla tók við embætti sem sjöundi forseti Íslands í gær við hátíðlega athöfn. „Hún vildi vera í íslenskri hönnun í sínum anda. Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu opnum örmum. Það hvernig konur klæða sig virðist oft hafa mikið vægi í hugum fólks og stundum virðast allir hafa skoðun á því sem verður fyrir valinu. Þetta á sérstaklega við um konur í áhrifastöðum eða þær sem eru í sviðsljósinu, sem gerði þetta tiltekna verkefni bara enn meira spennandi,“ segir Björg við Vísi. Björg Ingadóttir rekur fataverslunina Spaksmannsspjarir.Vísir/ Geir Ólafsson Tíminn hafi verið knappur og erfitt að finna rétt efni, sérstaklega hér á landi. „Við lögðum því báðar af stað í leit að efnum. Ég fann efnið í ljósa kjólinn í erlendri vefverslun og Halla fann efnið í rauða kjólinn fyrir kvöldið í New York. Þar sem Halla var ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en 22. júlí, voru hefðbundnar sérsaumsaðferðir ekki í boði.“ Nýjar 3D aðferðir komu til bjargar. Björn og Halla, hin nýju forsetahjón.vísir/rax „Við tókum líkamsmál af henni áður en hún fór erlendis og út frá þeim var gerður avatar. Ég gat því hannað og útfært margskonar útfærslur og mátað á „avatarinn“ hennar Höllu,“ segir Björg. „Þetta er hennar stóri dagur og auðvitað vil ég að hún sé sem glæsilegust en á sama tíma vil ég að kjólinn eldist fallega, henti tilefninu og þeirri umgjörð sem embættinu fylgir. Forsetakeðjan og orðan þarf til dæmis að njóta sín á kjólnum. Ég vildi því hafa hann einfaldan og tímalausan en leggja sérstaka áherslu á hálsmálið og að það myndi vinna vel með forsetakeðjunni.“ Halla gengur úr Alþingishúsinu í hvíta kjólnum. vísir/rax Björgu þótti mikilvægt að Halla væri í svipuðum stíl allan daginn þannig að ákveðið jafnvægi myndast á milli dags og kvölds. „Vínrauður litur varð fyrir valinu á hinum kjólnum. Höllu klæðir mjög vel vínrautt og kóralrautt, sem er svolítið sérstök litasamsetning sem mér fannst gaman að blanda saman: vínrauði liturinn í ullarefninu og kóralrauði liturinn í miðseymi á kraga og ermalíningu - litasamsetningin gengur fullkomlega upp,“ segir Björg.“ Björg vildi að krossinn fengi að njóta sín. vísir Ferlinu lýsir Björg þannig að sniðin hafi verið útfærð í 2D og saumuð í 3D með stafrænum efnaskrám. Sniðin voru loks prentuð og settar í hendur Lilju Bjargar Rúnarsdóttur sem saumaði flíkurnar í raunverulegu efnin. „Þetta hönnunarverkefni sameinaði nýsköpun, tækni og handverk á einstakan hátt. Það var óviðjafnanleg upplifun að sjá stafrænt handverk og hefðbundið handverk vinna fullkomlega saman og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Mér finnst flíkurnar fagurfræðilega sterkar og fullkomlega í anda frú Höllu Tómasdóttur.“ Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Halla tók við embætti sem sjöundi forseti Íslands í gær við hátíðlega athöfn. „Hún vildi vera í íslenskri hönnun í sínum anda. Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu opnum örmum. Það hvernig konur klæða sig virðist oft hafa mikið vægi í hugum fólks og stundum virðast allir hafa skoðun á því sem verður fyrir valinu. Þetta á sérstaklega við um konur í áhrifastöðum eða þær sem eru í sviðsljósinu, sem gerði þetta tiltekna verkefni bara enn meira spennandi,“ segir Björg við Vísi. Björg Ingadóttir rekur fataverslunina Spaksmannsspjarir.Vísir/ Geir Ólafsson Tíminn hafi verið knappur og erfitt að finna rétt efni, sérstaklega hér á landi. „Við lögðum því báðar af stað í leit að efnum. Ég fann efnið í ljósa kjólinn í erlendri vefverslun og Halla fann efnið í rauða kjólinn fyrir kvöldið í New York. Þar sem Halla var ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en 22. júlí, voru hefðbundnar sérsaumsaðferðir ekki í boði.“ Nýjar 3D aðferðir komu til bjargar. Björn og Halla, hin nýju forsetahjón.vísir/rax „Við tókum líkamsmál af henni áður en hún fór erlendis og út frá þeim var gerður avatar. Ég gat því hannað og útfært margskonar útfærslur og mátað á „avatarinn“ hennar Höllu,“ segir Björg. „Þetta er hennar stóri dagur og auðvitað vil ég að hún sé sem glæsilegust en á sama tíma vil ég að kjólinn eldist fallega, henti tilefninu og þeirri umgjörð sem embættinu fylgir. Forsetakeðjan og orðan þarf til dæmis að njóta sín á kjólnum. Ég vildi því hafa hann einfaldan og tímalausan en leggja sérstaka áherslu á hálsmálið og að það myndi vinna vel með forsetakeðjunni.“ Halla gengur úr Alþingishúsinu í hvíta kjólnum. vísir/rax Björgu þótti mikilvægt að Halla væri í svipuðum stíl allan daginn þannig að ákveðið jafnvægi myndast á milli dags og kvölds. „Vínrauður litur varð fyrir valinu á hinum kjólnum. Höllu klæðir mjög vel vínrautt og kóralrautt, sem er svolítið sérstök litasamsetning sem mér fannst gaman að blanda saman: vínrauði liturinn í ullarefninu og kóralrauði liturinn í miðseymi á kraga og ermalíningu - litasamsetningin gengur fullkomlega upp,“ segir Björg.“ Björg vildi að krossinn fengi að njóta sín. vísir Ferlinu lýsir Björg þannig að sniðin hafi verið útfærð í 2D og saumuð í 3D með stafrænum efnaskrám. Sniðin voru loks prentuð og settar í hendur Lilju Bjargar Rúnarsdóttur sem saumaði flíkurnar í raunverulegu efnin. „Þetta hönnunarverkefni sameinaði nýsköpun, tækni og handverk á einstakan hátt. Það var óviðjafnanleg upplifun að sjá stafrænt handverk og hefðbundið handverk vinna fullkomlega saman og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Mér finnst flíkurnar fagurfræðilega sterkar og fullkomlega í anda frú Höllu Tómasdóttur.“
Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira