Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 14:45 Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að á meðal þeirra muna sem verða boðnir til sölu á menningarnótt séu blómaskreytingar úr sýningunni Madömmu Butterfly. Vísir Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. Þó að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, um stofnun þjóðaróperu sem verði hýst í Þjóðleikhúsinu hafi ekki farið í gegn á síðasta þingi verður starfsemi Íslensku óperunnar að öllum líkindum lögð niður á næstunni. Til stendur að leggja frumvarpið aftur fram á næsta þingi og Íslenska óperan fær ekki lengur framlög frá ríkinu. Stofnunin þarf að losa húsnæði sitt í Hörpu fyrir næstu mánaðamót. Því er nú unnið að því að tæma geymslur óperunnar. Liður í því er tilboðsmarkaður þar sem sögulegir munir í starfsemi stofnunarinnar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að munir sem varði sögu stofnunarinnar séu þegar farnir til viðeigandi safna eins og Leikminjasafns, Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns. „Þetta sem út af stendur þarna eru svona lausamunir úr sýningum úr Hörpu sem annars yrði hent af því að við þurfum að tæma geymslurnar og missum húsnæðið í lok mánaðar. Það er þá betra að þessir hlutir eignist framhaldslíf hjá einhverjum sjálfstæðum hópum eða einhverjum sem standa í sviðslistastarfsemi,“ segir hún. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri.Vísir Á meðal þess sem verður í boði eru blómaskreytingar úr gamalli sýningu, bekkur og sófi og minni hlutir eins og gamlir símar, ritvél og saumavél sem hafa ekki mikið verðgildi utan sviðslista. Að sögn Steinunnar fá skólar og sjálfstæðir hópar forgang að mununum. Þegar sé búið að festa einhverjum þeirra muni eftir að markaðurinn var auglýstur. „Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað í endurvinnsluskyni en ekki hagnaðarskyni. Ef það verður eitthvert endurgjald fyrir þetta verður það bara sem nemur framkvæmdinni og vinnu við hana.“ Framtíð stofnunarinnar óráðin Svipaður markaður var haldinn í Gamla bíói við Ingólfsstræti þegar óperan flutti þaðan í Hörpu árið 2011 og losa þurfti alls kynis lausamuni sem ekki var pláss til að geyma áfram. Munirnir nú eru því úr sýningum sem voru haldnar í Hörpu. Steinunn segir að enginn viti enn hvað verði um Íslensku óperuna. Það sé í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins að skera úr um það. Án fjárframlaga geti óperan ekki starfað. „Þetta er ekki nein óskastaða fyrir 45 ára gamla stofnun sem hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins allan þennan tíma,“ segir óperustjóri. Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslenska óperan Þjóðaróperan Menningarnótt Tengdar fréttir Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Þó að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, um stofnun þjóðaróperu sem verði hýst í Þjóðleikhúsinu hafi ekki farið í gegn á síðasta þingi verður starfsemi Íslensku óperunnar að öllum líkindum lögð niður á næstunni. Til stendur að leggja frumvarpið aftur fram á næsta þingi og Íslenska óperan fær ekki lengur framlög frá ríkinu. Stofnunin þarf að losa húsnæði sitt í Hörpu fyrir næstu mánaðamót. Því er nú unnið að því að tæma geymslur óperunnar. Liður í því er tilboðsmarkaður þar sem sögulegir munir í starfsemi stofnunarinnar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að munir sem varði sögu stofnunarinnar séu þegar farnir til viðeigandi safna eins og Leikminjasafns, Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns. „Þetta sem út af stendur þarna eru svona lausamunir úr sýningum úr Hörpu sem annars yrði hent af því að við þurfum að tæma geymslurnar og missum húsnæðið í lok mánaðar. Það er þá betra að þessir hlutir eignist framhaldslíf hjá einhverjum sjálfstæðum hópum eða einhverjum sem standa í sviðslistastarfsemi,“ segir hún. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri.Vísir Á meðal þess sem verður í boði eru blómaskreytingar úr gamalli sýningu, bekkur og sófi og minni hlutir eins og gamlir símar, ritvél og saumavél sem hafa ekki mikið verðgildi utan sviðslista. Að sögn Steinunnar fá skólar og sjálfstæðir hópar forgang að mununum. Þegar sé búið að festa einhverjum þeirra muni eftir að markaðurinn var auglýstur. „Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað í endurvinnsluskyni en ekki hagnaðarskyni. Ef það verður eitthvert endurgjald fyrir þetta verður það bara sem nemur framkvæmdinni og vinnu við hana.“ Framtíð stofnunarinnar óráðin Svipaður markaður var haldinn í Gamla bíói við Ingólfsstræti þegar óperan flutti þaðan í Hörpu árið 2011 og losa þurfti alls kynis lausamuni sem ekki var pláss til að geyma áfram. Munirnir nú eru því úr sýningum sem voru haldnar í Hörpu. Steinunn segir að enginn viti enn hvað verði um Íslensku óperuna. Það sé í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins að skera úr um það. Án fjárframlaga geti óperan ekki starfað. „Þetta er ekki nein óskastaða fyrir 45 ára gamla stofnun sem hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins allan þennan tíma,“ segir óperustjóri.
Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslenska óperan Þjóðaróperan Menningarnótt Tengdar fréttir Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03
Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44