Ólafur Vignir píanóleikari látinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 22:32 Ólafur Vignir Albertsson. Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er látinn. Fjölskylda Ólafs greinir frá andlátinu í tilkynningu: „Ólafur Vignir fæddist í Reykjavík 19. maí 1936, sonur hjónanna Alberts Ólafssonar, múrarameistara, og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsmóður. Yngri systur Ólafs Vignis eru Sesselja Margrét Albertsdóttir, Guðný Böðvarsdóttir og Alberta Guðrún Böðvarsdóttir er lést 5. maí síðastliðinn. Tónlistarhæfileikar Ólafs Vignis komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barnaskóla var hann farinn að spila lög eftir eyranu á píanó sem hann hafði heyrt í útvarpinu. Eftir nám í Verslunarskóla Íslands, lauk Ólafur Vignir einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann fór síðan í framhaldsnám í píanóleik við Royal Academy of Music í London á árunum 1963 og 1964. Ólafur Vignir var skólastjóri Tónlistarskóla Eyrarbakka frá 1961 til 1963 og skólastjóri Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá 1965 til 1993. Ólafur Vignir var kennari og meðleikari við Söngskólann í Reykjavík frá 1993 til 2006. Á tónlistarferli sínum lék Ólafur Vignir á miklum fjölda tónleika innanlands, í Evrópu og í Norður-Ameríku. Hljómplöturnar og geisladiskarnir sem hann lék inn á, með öllum fremstu söngvurum landsins, eru 50 til 60 talsins. Auk þess liggur eftir hann ótölulegur fjöldi hljóðritana, bæði í Ríkisútvarpi og Sjónvarpi, þar sem hann leikur með fjölda söngvara. Síðustu 20 árin ritskýrði hann, í samstarfi við Jón Kristinn Cortez, vandaðri útgáfu af íslenskum sönglögum og heildarútgáfum verka margra íslenskra tónskálda sem gefin hafa verið út af tónverkamiðstöðinni Ísalögum. Ólafur Vignir kvæntist Þuríði Einarsdóttur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Albert, kvæntur Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttur, Inga Rún, gift Steinari B. Val Sigvaldasyni, og Anna Dís. Barnabörnin eru fimm, þar af fjögur á lífi, og barnabarnabörnin tvö. Útför Ólafs Vignis Albertssonar fer fram frá Hallgrímskirkju þann 12. ágúst næstkomandi klukkan 13.“ Andlát Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Ólafur Vignir fæddist í Reykjavík 19. maí 1936, sonur hjónanna Alberts Ólafssonar, múrarameistara, og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsmóður. Yngri systur Ólafs Vignis eru Sesselja Margrét Albertsdóttir, Guðný Böðvarsdóttir og Alberta Guðrún Böðvarsdóttir er lést 5. maí síðastliðinn. Tónlistarhæfileikar Ólafs Vignis komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barnaskóla var hann farinn að spila lög eftir eyranu á píanó sem hann hafði heyrt í útvarpinu. Eftir nám í Verslunarskóla Íslands, lauk Ólafur Vignir einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann fór síðan í framhaldsnám í píanóleik við Royal Academy of Music í London á árunum 1963 og 1964. Ólafur Vignir var skólastjóri Tónlistarskóla Eyrarbakka frá 1961 til 1963 og skólastjóri Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá 1965 til 1993. Ólafur Vignir var kennari og meðleikari við Söngskólann í Reykjavík frá 1993 til 2006. Á tónlistarferli sínum lék Ólafur Vignir á miklum fjölda tónleika innanlands, í Evrópu og í Norður-Ameríku. Hljómplöturnar og geisladiskarnir sem hann lék inn á, með öllum fremstu söngvurum landsins, eru 50 til 60 talsins. Auk þess liggur eftir hann ótölulegur fjöldi hljóðritana, bæði í Ríkisútvarpi og Sjónvarpi, þar sem hann leikur með fjölda söngvara. Síðustu 20 árin ritskýrði hann, í samstarfi við Jón Kristinn Cortez, vandaðri útgáfu af íslenskum sönglögum og heildarútgáfum verka margra íslenskra tónskálda sem gefin hafa verið út af tónverkamiðstöðinni Ísalögum. Ólafur Vignir kvæntist Þuríði Einarsdóttur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Albert, kvæntur Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttur, Inga Rún, gift Steinari B. Val Sigvaldasyni, og Anna Dís. Barnabörnin eru fimm, þar af fjögur á lífi, og barnabarnabörnin tvö. Útför Ólafs Vignis Albertssonar fer fram frá Hallgrímskirkju þann 12. ágúst næstkomandi klukkan 13.“
Andlát Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira