Fær ekki hjólastólana sína vegna sumarleyfa Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 14:27 Hjólastóllinn sem um ræðir er til vinstri. Sigurður hefur flutt slíka stóla inn áður. Aðsendar Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri Mobility.is segir það fráleitt að sumarfrí opinbers starfsfólks tefji afgreiðslu hjálpartækja fyrir fólk með fötlun. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir vöruskoðun á 14 rafhjólastólum og rafskutlum sem fyrirtæki hans flytur inn. „Tollurinn er búinn að vera með hjólastóla í vöruskoðun í 60 daga og svarar hvorki símtölum eða tölvupósti og þegar ég fer á staðinn til að fá svör þá er engin á staðnum til að svara spurningum,“ segir Sigurður í færslu á Facebook um málið í dag. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður að hann sé búinn að reyna að hringja og senda tölvupóst nærri daglega í tvo mánuði. Fyrst hafi innflutningsfyrirtækið reynt að setja þrýsting á Tollinn en svo hafi hann tekið við þegar það hafi ekki sýnt neinn árangur. „Þetta er búið að vera í skoðun, sem þeir geta ekki sagt hver er, í 60 daga. Venjulega ganga hlutirnir þokkalega fyrir sig. Það getur alveg eitthvað komið upp, en ekkert þessu líkt.“ Rafhjólastóllinn sem ekki hefur verið afgreiddur úr tolli.Aðsend Honum hafi verið tjáð að málið sé hjá rannsóknardeild tollamála hjá Tollinum en segir að enginn þar svari tölvupósti þegar hann sendir. „Það fást engar skýringar því það svarar enginn símtölum eða tölvupósti. Það er eins og maður sé að senda í eitthvað svarthol. Þegar ég fór á staðinn var mér svo sagt að senda tölvupóst til að biðja um fund. En það svarar enginn. Yfirmenn eru svo allir í fríi. Þetta er alveg galið,“ segir Sigurður. Sumarfrí tefur afgreiðslu Þegar hann hafi farið í morgun hafi hann svo hitt konu sem hafi tjáð honum að sá sem sæi um málið væri í sumarfríi en að hún ætlaði að þrýsta á hann á mánudag. Hann segir tækin sem um ræðir ekki ný og hann hafi áður flutt þau inn. Auk þess hafi Lyfjastofnun gefið grænt ljós á innflutninginn en þau sjá um eftirlit með hjálpartækjum á Íslandi. „Það eru allir pappírar klárir og þau eru löngu búin að gefa grænt ljós hjá Lyfjastofnun,“ segir Sigurður en stofnunin fer með eftirlit með hjálpartækjum. Leiðinlegt að vera ekki með svör Hann segist daglega fá símtöl frá fólkinu sem pantaði stólana og skutlurnar. „Fólkið pantaði þessa stóla og við getum ekkert sagt nema að þeir séu fastir í Tollinum. Fólk ætlaði að taka þá með sér í sumarfrí og ferðalög og treystir á að fá þessi hjálpartæki. En einu svörin sem við getum gefið eru að Tollurinn sé að skoða málið og hafi verið að gera það í tvo mánuði. Það á ekki að vera þannig að þegar ein manneskja fer í frí þá bara deyi mál. Það hljóta aðrir að geta tekið við. Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við fatlað fólk. Maður er búinn að vera þolinmóður en einhvern tímann þrýtur þolinmæðin.“ Engin svör vegna sumarfría Fréttastofa leitaði eftir svörum vegna málsins til Skattsins en fékk ekki svör. Samkvæmt svörum er fjölmiðlafulltrúi í sumarfríi. Málefni fatlaðs fólks Skattar og tollar Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Sjá meira
„Tollurinn er búinn að vera með hjólastóla í vöruskoðun í 60 daga og svarar hvorki símtölum eða tölvupósti og þegar ég fer á staðinn til að fá svör þá er engin á staðnum til að svara spurningum,“ segir Sigurður í færslu á Facebook um málið í dag. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður að hann sé búinn að reyna að hringja og senda tölvupóst nærri daglega í tvo mánuði. Fyrst hafi innflutningsfyrirtækið reynt að setja þrýsting á Tollinn en svo hafi hann tekið við þegar það hafi ekki sýnt neinn árangur. „Þetta er búið að vera í skoðun, sem þeir geta ekki sagt hver er, í 60 daga. Venjulega ganga hlutirnir þokkalega fyrir sig. Það getur alveg eitthvað komið upp, en ekkert þessu líkt.“ Rafhjólastóllinn sem ekki hefur verið afgreiddur úr tolli.Aðsend Honum hafi verið tjáð að málið sé hjá rannsóknardeild tollamála hjá Tollinum en segir að enginn þar svari tölvupósti þegar hann sendir. „Það fást engar skýringar því það svarar enginn símtölum eða tölvupósti. Það er eins og maður sé að senda í eitthvað svarthol. Þegar ég fór á staðinn var mér svo sagt að senda tölvupóst til að biðja um fund. En það svarar enginn. Yfirmenn eru svo allir í fríi. Þetta er alveg galið,“ segir Sigurður. Sumarfrí tefur afgreiðslu Þegar hann hafi farið í morgun hafi hann svo hitt konu sem hafi tjáð honum að sá sem sæi um málið væri í sumarfríi en að hún ætlaði að þrýsta á hann á mánudag. Hann segir tækin sem um ræðir ekki ný og hann hafi áður flutt þau inn. Auk þess hafi Lyfjastofnun gefið grænt ljós á innflutninginn en þau sjá um eftirlit með hjálpartækjum á Íslandi. „Það eru allir pappírar klárir og þau eru löngu búin að gefa grænt ljós hjá Lyfjastofnun,“ segir Sigurður en stofnunin fer með eftirlit með hjálpartækjum. Leiðinlegt að vera ekki með svör Hann segist daglega fá símtöl frá fólkinu sem pantaði stólana og skutlurnar. „Fólkið pantaði þessa stóla og við getum ekkert sagt nema að þeir séu fastir í Tollinum. Fólk ætlaði að taka þá með sér í sumarfrí og ferðalög og treystir á að fá þessi hjálpartæki. En einu svörin sem við getum gefið eru að Tollurinn sé að skoða málið og hafi verið að gera það í tvo mánuði. Það á ekki að vera þannig að þegar ein manneskja fer í frí þá bara deyi mál. Það hljóta aðrir að geta tekið við. Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við fatlað fólk. Maður er búinn að vera þolinmóður en einhvern tímann þrýtur þolinmæðin.“ Engin svör vegna sumarfría Fréttastofa leitaði eftir svörum vegna málsins til Skattsins en fékk ekki svör. Samkvæmt svörum er fjölmiðlafulltrúi í sumarfríi.
Málefni fatlaðs fólks Skattar og tollar Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Sjá meira