Tíundu gullverðlaun Þóris sem þjálfara Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 14:30 Stine Oftedal skoraði fimm mörk í síðasta leik sínum á ferlinum. getty/Alex Davidson Noregur varð í dag Ólympíumeistari í handbolta kvenna í þriðja sinn og annað í sinn undir stjórn Þóris Hergeirssonar eftir sigur á heimaliði Frakkalands í úrslitaleiknum, 29-21. Selfyssingurinn hefur stýrt Noregi á nítján stórmótum síðan hann tók við liðinu 2009. Á þeim hafa Norðmenn unnið tíu gull, þrjú silfur og þrjú brons. Undir stjórn Þóris hefur Noregur fimm sinnum orðið Evrópumeistarar, þrisvar sinnum heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari. Frakkar voru ívið sterkari framan af úrslitaleiknum í Lille í dag þrátt fyrir stórgóða frammistöðu hinnar 44 ára Katrine Lunde í marki Norðmanna. Frakkland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddi fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. En í stöðunni 9-11 fyrir heimakonur breyttist gangur mála. Noregur skoraði sex mörk gegn tveimur og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Norðmenn nýttu meðbyrinn í byrjun seinni hálfleiks, skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans og komust sex mörkum yfir, 21-15. Noregur var þá búinn að skora tólf mörk gegn fjórum frá því staðan var 9-11 fyrir Frakkland. Draumaendir á ferlinum Norska vörnin var frábær í seinni hálfleik og Lunde varði vel í markinu. Stine Oftedal, sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag, stýrði svo norsku sókninni af stakri snilld. Oftedal skoraði fimm mörk fyrir norska liðið og Kari Brattsett Dale sex auk þess að vera stórkostleg í vörninni. Henny Reistad hjá Noregi var markahæst með átta mörk. Lunde varði fjórtán skot í norska markinu. Orlane Kanor skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og Tamara Horacek fjögur. Eftir frábæra byrjun Norðmanna á seinni hálfleik varð róður Frakka þungur. Norska liðið komst sjö mörkum yfir, 24-17, það franska svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 24-20. Þá sögðu Norðmenn hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og þá var björninn unninn. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Noregur tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en vann alla sex leikina eftir það og norska liðið er vel að gullinu komið. Og enn ein rósin bættist í hlaðið hnappagat Þóris. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild Sjá meira
Selfyssingurinn hefur stýrt Noregi á nítján stórmótum síðan hann tók við liðinu 2009. Á þeim hafa Norðmenn unnið tíu gull, þrjú silfur og þrjú brons. Undir stjórn Þóris hefur Noregur fimm sinnum orðið Evrópumeistarar, þrisvar sinnum heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari. Frakkar voru ívið sterkari framan af úrslitaleiknum í Lille í dag þrátt fyrir stórgóða frammistöðu hinnar 44 ára Katrine Lunde í marki Norðmanna. Frakkland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddi fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. En í stöðunni 9-11 fyrir heimakonur breyttist gangur mála. Noregur skoraði sex mörk gegn tveimur og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Norðmenn nýttu meðbyrinn í byrjun seinni hálfleiks, skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans og komust sex mörkum yfir, 21-15. Noregur var þá búinn að skora tólf mörk gegn fjórum frá því staðan var 9-11 fyrir Frakkland. Draumaendir á ferlinum Norska vörnin var frábær í seinni hálfleik og Lunde varði vel í markinu. Stine Oftedal, sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag, stýrði svo norsku sókninni af stakri snilld. Oftedal skoraði fimm mörk fyrir norska liðið og Kari Brattsett Dale sex auk þess að vera stórkostleg í vörninni. Henny Reistad hjá Noregi var markahæst með átta mörk. Lunde varði fjórtán skot í norska markinu. Orlane Kanor skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og Tamara Horacek fjögur. Eftir frábæra byrjun Norðmanna á seinni hálfleik varð róður Frakka þungur. Norska liðið komst sjö mörkum yfir, 24-17, það franska svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 24-20. Þá sögðu Norðmenn hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og þá var björninn unninn. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Noregur tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en vann alla sex leikina eftir það og norska liðið er vel að gullinu komið. Og enn ein rósin bættist í hlaðið hnappagat Þóris.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild Sjá meira