Íslenski Daninn náði slemmunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 15:46 Hans Lindberg fagnar Ólympíugullinu með liðfélögum sínum Mathias Gidsel, Henrik Moellgaard og Mikkel Hansen. Getty/Alex Davidson Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg kom sér í úrvalshóp í gær þegar hann varð Ólympíumeistari í París. Lindberg var í hlutverki varamanns þegar danska landsliðið varð Ólympíumeistari í Ríó árið 2016 en Guðmundur Guðmundsson þurfti þá ekki að kalla á hann inn í hópinn. Lindberg fékk því ekki gullið þá. Nú fékk Lindberg aftur á móti að vera með og kemur heim frá París með Ólympíugull um hálsinn. Með því að vinna Ólympíugullið hefur hann unnið stóru handboltaslemmuna (Grand Slam) en til að ná henni þarf viðkomandi leikmaður að vinna Ólympíugull, EM-gull, HM-gull og svo Meistaradeildina. Lindberg hafði orðið tvisvar sinnum heimsmeistari (2019 og 2023) og tvisvar sinnum Evrópumeistari (2008 og 2012) með danska landsliðinu. Hann vann síðan Meistaradeildina með HSV Hamburg árið 2013. Liðsfélagi hans, Niklas Landin hafði áður komist í hópinn sem og og Lasse Svan, fyrrum liðsfélagi hans í danska landsliðinu. Annars eru Frakkar mjög áberandi á listanum sem danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen tók saman og má sjá hér fyrir neðan. Lindberg hefur alls unnið tíu verðlaun með danska landsliðinu á ÓL (1), HM (4) og EM (5) eða fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Hans Lindberg á íslenska foreldra en hefur búið alla tíð í Danmörku. Það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending," sagði hann í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Lindberg hefur spilað 308 landsleiki fyrir Dani og skorað í þeim 809 mörk. Landsliðsferill hans nær yfir meira en 21 ár eða frá 19. mars 2003 til dagsins í dag. Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild Sjá meira
Lindberg var í hlutverki varamanns þegar danska landsliðið varð Ólympíumeistari í Ríó árið 2016 en Guðmundur Guðmundsson þurfti þá ekki að kalla á hann inn í hópinn. Lindberg fékk því ekki gullið þá. Nú fékk Lindberg aftur á móti að vera með og kemur heim frá París með Ólympíugull um hálsinn. Með því að vinna Ólympíugullið hefur hann unnið stóru handboltaslemmuna (Grand Slam) en til að ná henni þarf viðkomandi leikmaður að vinna Ólympíugull, EM-gull, HM-gull og svo Meistaradeildina. Lindberg hafði orðið tvisvar sinnum heimsmeistari (2019 og 2023) og tvisvar sinnum Evrópumeistari (2008 og 2012) með danska landsliðinu. Hann vann síðan Meistaradeildina með HSV Hamburg árið 2013. Liðsfélagi hans, Niklas Landin hafði áður komist í hópinn sem og og Lasse Svan, fyrrum liðsfélagi hans í danska landsliðinu. Annars eru Frakkar mjög áberandi á listanum sem danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen tók saman og má sjá hér fyrir neðan. Lindberg hefur alls unnið tíu verðlaun með danska landsliðinu á ÓL (1), HM (4) og EM (5) eða fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Hans Lindberg á íslenska foreldra en hefur búið alla tíð í Danmörku. Það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending," sagði hann í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Lindberg hefur spilað 308 landsleiki fyrir Dani og skorað í þeim 809 mörk. Landsliðsferill hans nær yfir meira en 21 ár eða frá 19. mars 2003 til dagsins í dag. Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg
Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild Sjá meira