Gústi B leitar sér að vinnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 12:41 Gústi B lítur björtum augum til framtíðar. Vísir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður með meiru leitar sér nú að nýrri vinnu eftir að útvarpsþáttur hans Veislan var tekin af dagskrá FM957. „Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ spyr Gústi á samfélagsmiðlinum Instagram. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að þátturinn, sem hafði verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár, hefði verið tekinn af dagskrá. Í samtali við Vísi segist Gústi hafa verið verktaki og því hafi verkefnum hans fyrir stöðina verið lokið þegar þátturinn rann sitt skeið á enda. Hann segist líta björtum augum til framtíðar, hafi ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hann vilji koma í framkvæmd. Bað vin sinn afsökunar Ekki hefur legið fyrir hvort ákvörðunin um að taka þáttinn úr loftinu hafi tengst ummælum sem tónlistarmaðurinn Patrik lét falla í þættinum í þarsíðustu viku, sem hann hefur síðar beðst afsökunar á. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?“ Patrik baðst afsökunar á ummælunum í síðustu viku. Sagðist hann vilja biðja alla afsökunar á ruglinu í sér, ekki síst þolendur nauðgana. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. Þá eru kærustur þeirra þær Hafdís Sól og Friðþóra bestu vinkonur. Patrik minnir Gústa einmitt á í ummælum við færslu Gústa að hann sé nú ekki alfarið atvinnulaus. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar ennþá umboðsmaðurinn minn...“ Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
„Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ spyr Gústi á samfélagsmiðlinum Instagram. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að þátturinn, sem hafði verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár, hefði verið tekinn af dagskrá. Í samtali við Vísi segist Gústi hafa verið verktaki og því hafi verkefnum hans fyrir stöðina verið lokið þegar þátturinn rann sitt skeið á enda. Hann segist líta björtum augum til framtíðar, hafi ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hann vilji koma í framkvæmd. Bað vin sinn afsökunar Ekki hefur legið fyrir hvort ákvörðunin um að taka þáttinn úr loftinu hafi tengst ummælum sem tónlistarmaðurinn Patrik lét falla í þættinum í þarsíðustu viku, sem hann hefur síðar beðst afsökunar á. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?“ Patrik baðst afsökunar á ummælunum í síðustu viku. Sagðist hann vilja biðja alla afsökunar á ruglinu í sér, ekki síst þolendur nauðgana. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. Þá eru kærustur þeirra þær Hafdís Sól og Friðþóra bestu vinkonur. Patrik minnir Gústa einmitt á í ummælum við færslu Gústa að hann sé nú ekki alfarið atvinnulaus. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar ennþá umboðsmaðurinn minn...“ Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira