Jói greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram.
„Afmælis skvísan sagði svo bara já við kallinn. það sem Miami Beach gerir fyrir mann, allt eins og það á að vera,“ skrifaði Jói við mynd af nýtrúlofaða parinu þar sem þau voru stödd á veitingastað.
Jóhannes og Kristín Eva eru bæði í fantaformi og eru dugleg að æfa saman. Kristín er er til að mynda margfaldur Íslandsmeistari í fitness.

Jóhannes hefur undanfarin tvö ár rekið veitingastaðinn Felino í Laugardalnum. Hann sagði frá því í einlægu viðtali þegar staðurinn var opnaður að hann hefði farið í gegnum erfiða reynslu þegar bakaríkeðja hans fór í þrot árið 2020.