Lífið

Heillandi ein­býli fyrir 93 milljónir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1958 og hefur verið endurnýjað á heillandi máta.
Húsið var byggt árið 1958 og hefur verið endurnýjað á heillandi máta.

Við Brekkubraut á Akranesi er að finna heillandi 160 fermetra einbýlishús á þremur hæðum sem var byggt árið 1953. Ásett verð fyrir eignina er 92,9 milljónir.

Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leiti og hefur verið nostrað við hvert rými. Ljós litapalletta, mínímalískur stíll og falleg smáatriði eru í forgrunni.

Gengið er inn á miðhæð hússins, sem skiptist í forstofu, eldhús, tvær stofur, eitt herbergi og baðherbergi. Úr baðherbergi er gengið út á stóran pall með heitum potti.

Í eldhúsinu er nýleg dökk viðarinnrétting með ljósri borðplötu úr stuc deco steinefnaspartli. Opið er á milli eldhúss og borðstofu og er fallegt ljóst parket á gólfi. Gyllt smáatriði setja sjarmerandi svip á rýmið.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×